Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 78
öl
80
ög smátt, en auk þess geta snögg fóðurumskifti valdið
meltingartruflunum og langvarandi lystarleysi.
Hirðing og fóðrun kúnna er vandaverk, og þeir eru of
fáir hérlendis, er það kunna. Væri ekki úr vegi, að þess-
um ekki ómerka þætti búnaðarstarfanna, væri gefinn meiri
gaumur við uppeldi og mentun bændaefna, en hingað til
hefur verið gert. Er athugavert, hvort það væri eigi hag-
kvæmt að gefa þeim nemendum bændaskólanna, er sér-
staklega hneigjast að búfjárrækt, kost á að leysa af hönd-
um verknámsskyldu sína við að læra verklega hirðingu og
meðferð búfénaðar á skólabúunum, í stað þess að skylda
alla nemendur skólanna tii að nema verklega jarðyrkju,
eins og nú tíðkast.
4. Burðartími og sumarbeit. Af eðlilegum ástæðum og
óviðráðanlegum orsökum bera kýrnar á ýmsum tímum
ársins. Reynslan sýnir ótvírætt, að þær kýr, sem bera á
haustin eða fyrri hluta vetrar, gefa yfirleitt hærri ársnyt
en þær, sem bera síðari hluta vetrar, á vorin eða sumrin.
Að þetta verði þannig að vera er hinsvegar ósannað mál,
og sterkar líkur benda til, að of miklu ónæði og lélegu
haglendi sé oft um að kenna. Þó reynt sé að bæta kost
þessara kúa með inatargjöf, þá gefst það misjafnlega, þvi
kýrnar hætta oft að jeta matinn, eða jeta hann dræmt,
þegar þær eru komnar á græn grös. Líklegasta ráðið til
að bæta úr þessu er að láta þær kýr, sem bera síðari hluta
vetrar, á vorin eða sumrin, ganga að einhverju leyti á
ræktuðu landi. Gæti líka komið til mála að afgirða kjarn-
góð valllendissvæði í úthaga fyrir þessar kýr og halda
þeim girðingum alfriðuðum, þar til kýr eru leystar út.
Margir munu nú álíta þetta of kostbært, eða eigi telja sig
hafa ræktað land aflöguin til þessa, en venjulega mun um
tiltölulega fáar kýr að ræða, á hverju heimili, er þessara
ráðstafana þurfa með, og þarf því eigi að ætla stórt land
í þessu augnamiði. Það er mjög algengt, að lambfé sé