Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 89
91
Þegar hér var komið var tekið /2 tíma hlé til kaffi-
drykkju.
Þegar fundur var settur aftur var mættur Jón Sigurðs-
son, alþingismaður á Reynistað. Þá var tekið fyrir:
Frumvarp til fjárhagsáætlunar 1935. Formaður las upp
og skýrði áætlunina, lið fyrir lið, sérstaklega skýrði hann
frá tillögum stjórnarinnar um tilhögun á 2. lið gjalda, og
tók það fram, að hjálp yrði veitt eftir óskum manna, hvort
heldur væri til áburðargeymslu eða votheystófta. — Var
þá tekið að ræða áætlunina.
Undir þeim umræðum kom fram uppástunga frá Ólafi
Sigurðssyni á Hellulandi, um að sambandið styddi að til-
raunum í kornrækt á sambandssvæðinu. Ennfremur las
fundarstjóri upp tillögur frá Búnaðarfélagi Akrahrepps,
um að sambandið útvegi fræ til kornræktar, og láti mönn-
um í té leiðbeiningar um notkun þess.
Þá kom fram tillaga um að kjósa 4 menn til þess með
sambandsstjórninni, að athuga þetta, í sambandi við áætl-
unina. Tillaga þessi var feld og málum þessum vísað til
stjórnarinnar til athugunar, og leggi hún tillögur sínar
hér um fyrir fund næsta dag.
Þegar hér var komið fékst fundarhúsið ekki lengur til
fundarhalds þennan dag, vegna annarar notkunar. Var
því fundi frestað til næsta morguns kl. 8/2 f. h.
Hinn 6. apríl kl. 8.45 f. hád. hófst fundur, og var þá
haldið áfram umræðum um fjárhagsáætlunina, og tekinn
fyrir 2. liður gjalda. Aðallega var rætt um, hvernig haga
skyldi hjálp og leiðbeiningum sambandsins.
Eftir allmiklar umræður komu fram tillögur frá stjórn-
inni, en áður en þær voru bornar upp, voru tekjuliðir á-
ætlunarinnar bornir upp og samþyktir í einu hljóði. Fyrsti
gjaldaliður var og samþyktur. Síðan var borin upp og
samþykt svofeld tillaga við gjaldalið 2:
»Til framhalds því verki, sem á síðasta ári var hafið