Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 11
svona almennt. En hins vegar hefur greinarhöfundur og kol-
legar hans við vatnasvæði Miðfjarðarár ítrekað rekið sig á
að slík net hafi verið þar í sjó.
Til að fylgjast með netaveiði í sjó er beitt þeim meðulum
sem fyrirfinnast hentugust í hvert og eitt skipti. Er vikufriðun
skal viðhöíð, er reynt að fara sem mest með ströndum á
sjó, aka að þekktum veiðistöðum, eða þá það sem er al-
hentugast, að fljúga yfir vörslusvæðið og hafa veiðieftir-
litsmenn þá notið aðstoðar landhelgisgæslunnar er hún hefur
lagt til þyrlu. Einnig þekkist að veiðieftirlitsmenn fljúgi um
á einkaflugvélum að skoða hafflötinn í leit að netum.
Allt þetta er viðhaft á vörzlusvæðinu við Miðfjarðará og
má segja að ekki sé núorðið undan neinu að kvarta, hvað
varðar vikufriðun. Net eru yfirleitt undantekingalaust uppi
á tilskyldum tíma og þýðir það, að hálfa vikuna hefur allur
fiskur greiða leið (í það minnsta netalausa leið) í árnar. Hinn
hlutann af vikunni, frá kl. 10.00 á þriðjudagsmorgni til kl.
22.00 á föstudagskvöldi þarf fiskurinn að gæta sín á netum
við sjávarströndina ef hann vill komast klakklaust í árnar
og láta veiða sig þar. Þá er um að gera að gæta þess að
netin séu sem alfæst og ekki fleiri en löglegt má teljast.
Til að gefa lesendum einhverja innsýn i það hvernig starfið
er unnið, þykir greinarhöfundi rétt að láta hér fljóta með
eina eða tvær sögur frá því s.l. sumar og er sögusviðið Mið-
fjörðurinn. Veiðifélag Miðfirðinga leggur veiðiverði til varð-
skip eitt mikið, sem er Zodiac gúmbátur sem ber fjóra menn.
A þessum báti er skínandi að ferðast um fjörðinn og gera
það sem bændur þar út með ströndum kalla ,,að andskotast
í kringum netin og fæla frá þeim fiskinn“ en við viljum leyfa
okkur að kalla að fylgjast með netaveiðinni. í slíkar ferðir
er ávallt tekinn með einn vottur því að gerðar eru skýrslur
um það sem ólöglegt má teljast og með þessum ferðum reynt
að fá heildarsýn yfir hvað veiðist af laxi í netin og hvað
mikið af silungi, sem er jú hinn löglegi afli.
Nefnd skal hér ferð sem undirritaður fór þann 26. júlí
s.l. og var með mér í för stjórnarmaður í Veiðifélagi Miðfirð-
inga. í þokkalegu veðri ákváðum við að skyggnast í net
13