Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 13
um við landi hjá þeim, sem í bátnum voru, en þeir voru
tveir fullorðnir og strákur með þeim. Við kynntum okkur
sem veiðiverði og spurðum mennina frétta af aflabrögðum.
Annan okkar þekktu þeir reyndar frá fyrri viðskiptum og
vissu allt um það að við værum ekki á skemmtisiglingu, þó
gott væri veður. Sögðu menn þessir að lítið væri að frétta
afaflabrögðum. Ekkert fengist frá Ægi konungi í silunganetin
annað en „marglyttur og þari“ eins og annar þeirra komst
svo hnyttilega að orði. Og mikið rétt, á botni báts þeirra
var sannfærandi þarahrúga orðum þeirra til áréttingar en
marglyttur höfðu þeir ekki með sér til sannindamerkja. Við
gerðumst svo djarfir að spyrja, hvort eitthvað væri máske
undir þarahrúgunni, og fengum við svar þess sem telur
ómaklega að sér vegið að svo væri alls ekki. Þá vildi svo
óheppilega til að þarabingurinn á bátsbotninum fór allur
á hreyfingu, eins og væri eitthvað kvikt þar undir, og gerð-
umst við þá svo svo fádæma frekir að skyggnast undir og
var þar í botni bátsins svartur plastpoki með þremur ný-
veiddum löxum og einn þeirra meira að segja með lífsmarki
ennþá. Þetta þóttu okkur tíðindi og tilkynntum sjómönnum
að nú væri það heilög skylda okkar að haldleggja aflann
og skrifa þá síðan sjálfa upp og kæra fyrir veiðiþjófnað. Okk-
ur var kynnt að okkur yrði ekki kápan úr því klæðinu því
þeir ættu laxinn og hann létu þeir ekki af hendi með góðu.
Dreif að nokkurn fjölda manna frá nærlæggjandi bæjum að
fylgjast með því sem þar átti sér stað því „fljótt flýgur stund-
um fiskisagan“. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður, orðahnipp-
ingar og gífuryrði (jafnvel loforð um smá pústra) tilkynntum
við viðmælendum okkar að ekki færum við að leggja líf okkar
í hættu fyrir þrjá laxa, þótt stolnir væru, og sögðum þeim
,,að sá vægir sem vitið hefur meira“ og hurfum við á braut
í bíl þann sem við komum með og þaðan náðum við um
farsíma að kveðja til lögreglu því við þóttumst fullvissir að
ekki væri annað fært en fara þar útað netum og skoða þau
og haldleggja eftir atvikum. Höfðum við fengið þær upplýs-
ingar, áður en laxarnir komu úr felum, að sjómenn ættu
fimm net þar úti og neituðu þeir síðan að segja okkur eftir
15