Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 13

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 13
um við landi hjá þeim, sem í bátnum voru, en þeir voru tveir fullorðnir og strákur með þeim. Við kynntum okkur sem veiðiverði og spurðum mennina frétta af aflabrögðum. Annan okkar þekktu þeir reyndar frá fyrri viðskiptum og vissu allt um það að við værum ekki á skemmtisiglingu, þó gott væri veður. Sögðu menn þessir að lítið væri að frétta afaflabrögðum. Ekkert fengist frá Ægi konungi í silunganetin annað en „marglyttur og þari“ eins og annar þeirra komst svo hnyttilega að orði. Og mikið rétt, á botni báts þeirra var sannfærandi þarahrúga orðum þeirra til áréttingar en marglyttur höfðu þeir ekki með sér til sannindamerkja. Við gerðumst svo djarfir að spyrja, hvort eitthvað væri máske undir þarahrúgunni, og fengum við svar þess sem telur ómaklega að sér vegið að svo væri alls ekki. Þá vildi svo óheppilega til að þarabingurinn á bátsbotninum fór allur á hreyfingu, eins og væri eitthvað kvikt þar undir, og gerð- umst við þá svo svo fádæma frekir að skyggnast undir og var þar í botni bátsins svartur plastpoki með þremur ný- veiddum löxum og einn þeirra meira að segja með lífsmarki ennþá. Þetta þóttu okkur tíðindi og tilkynntum sjómönnum að nú væri það heilög skylda okkar að haldleggja aflann og skrifa þá síðan sjálfa upp og kæra fyrir veiðiþjófnað. Okk- ur var kynnt að okkur yrði ekki kápan úr því klæðinu því þeir ættu laxinn og hann létu þeir ekki af hendi með góðu. Dreif að nokkurn fjölda manna frá nærlæggjandi bæjum að fylgjast með því sem þar átti sér stað því „fljótt flýgur stund- um fiskisagan“. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður, orðahnipp- ingar og gífuryrði (jafnvel loforð um smá pústra) tilkynntum við viðmælendum okkar að ekki færum við að leggja líf okkar í hættu fyrir þrjá laxa, þótt stolnir væru, og sögðum þeim ,,að sá vægir sem vitið hefur meira“ og hurfum við á braut í bíl þann sem við komum með og þaðan náðum við um farsíma að kveðja til lögreglu því við þóttumst fullvissir að ekki væri annað fært en fara þar útað netum og skoða þau og haldleggja eftir atvikum. Höfðum við fengið þær upplýs- ingar, áður en laxarnir komu úr felum, að sjómenn ættu fimm net þar úti og neituðu þeir síðan að segja okkur eftir 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.