Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Síða 29
þekkja jarðarinnar ýmislegar tegundir; loftslagið, hvar jurtirnar skulu vaxa, og mátann, að
yrkja jörðina handa þeim: vita megu menn og að lækna hana af sínum veikleikum, og frjóvga
hana; og þetta hið seinasta vildi ég ádrepa, ef til nota kynni að verða; en þó er nauðsyn
að telja fyrst stuttlega þær almennustu jarðar-tegundir.
2.
frjár teljast aðalgreinir jarðarinnar: mold, leir og sandur.
1) Mold, sem er dökk að lit, smágerð, laus og létt, og heftr sína veru af hvítleitu
dufti, olíu salti og vatni, og sinn uppruna af rotnuðum grösum, og öðru þvílíku rotnuðu;
hún er almennt hin efsta flaga jarðarinnar; vatn gjörir hana lausari, og svartleitari, en raki
seigari: þessi jarðar tegund er heitrar náttúru, minnkar af því að bera gras og jurtir, af þurrk
og vindi, sólar-hita og burt-færslu af vatni; en vex af áburði, og vatns áleiðslu, og feitast
af velbrenndri mykju, og öðru þessháttar. Kraftur moldarinnar þekkist af hennar þéttleika,
til dæmis; grafi maður gröf, og moki sömu moldu í aftur svo er jörðin því megnari, sem
minni mold fer í gröftna; en því feitari er hún, sem hún loðir manni meira við hendur; hún
er hin frjósamasta allra jarðar-tegunda; sé hún of-létt, má hún þéttast með áburði.
2) Leir er ýmislega litur, sá blá-leiti er í mestu afhaldi, þéttur og smá-gerður, og
eftir sínu rétta eðli ekki feitur; hann heldur vatni og öðru lengi í sér, verður harður og þéttur
af þurrkum; af þessari jarðar-tegund verða oft steinar, og Mergel eður jarðar-mergur, sé hún
kalki blandin; því djúpari í jörðu leirinn er, þess hreinari er hann.
3) Sandur er sem leir ýmislega litur, er eigi annað, en smágerður steinn; hann
vermist fljótt, og er því oftast heitur á sumrum, en heldur eigi vatni, eður öðru lengi í sér;
hann má bera á leir-jörðu, til að gjöra hana lausari, og hitanum hæftlegri; allskonar aur,
rauður, gulur, ec. telst með þessari jarðartegund. Hún betrast með mykju, og góðum áburði,
leiri, og moldu. Engin jarðar-tegund er einsömul, svo að eigi sé hún með annari menguð.
Því votari jörðin er, þess kaldari er hún, hvar af ráða má að láglendið er kaldara en hálendi,
þó loftið gjöri nokkuð til gróða hins síðara, því jurtir fæðast af oliu, eld-næmri jörðu, salti
og vatni, sem temprar allt þetta, og þar að auk fæðirvel. Kaldastur er norðan-vindur, heitastur
sunnan-vindur, austan-vindur kaldari enn vestan; en þó halda menn, að báðir færi með sér
salta og oliu-mengaða fæðu; þó gjera þeir dampar af jörðunni, sem vindurinn fer yfir og flytur
frá einum stað til annars, mikið að verkum. Allskonar jörð skemmist af ræktarleysi, en við
yrkju verður jafnvel hin lakasta góð og frjósöm, það er að skilja, ef hún er pæld upp, (því
efsta flaga jarðarinnar kann eigi jafnan að bera ávöxt) og blönduð með öðrum jarðartegundum,
og vatni af-eður áhleypt. Súrleiki jarðarinnar tekst í burtu við kalk, skít, ösku og jarðarmerg.
En um mykju, hvar með jörðin feitist, vil ég nú stuttlega tala.
31