Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 31
6.
Allskonar sorpi, leppum, hornum, hófum, hári, og öðru, er menn eigi kunna eður vita betur
að faera sér til nota, skal kasta í gröf eina framan við bæjar forina, og láta þar fúna, og
erþað all-góður áburður.
7.
Veggja-mold, allskonar affalls- og grafar-torfi, ítem uppgrafmni mold úr mýrum og tjörnum
eður annarsstaðar, þessu skal moka í hauga, að þomi þar og viðrist; síðan skal þetta gagnvæta
með hlandi, er safna á og geyma hvert ár af öðru, eftir gamalla manna venju, í gryfju einni
við bæinn; og er sú hin sama til margra hluta nytsamleg; en skyldi gjörð vera á hæð nokkri,
og þakin ofan til, að ekki vatn komi þar í. Gólf og veggi hennar má tilbúa eftir 4. úr leiri,
allra helst á ofan-verðum veggjunum. Bleytu og hroða í upp-þornuðum vatns-farvegum, lækjum
og tjörnum, skal moka saman í hauga á sumrum, og bera síðan á vall-lendi að hausti.
8.
Leir-jörðu, einkanlega hinni bláu og hvítleitu, skal moka saman í dyngjur til þurrks og veðurs,
og standi svo alla tólf mánuði, og vökvist með hlandi smámsaman, þá skal hana bera á lausa
moldu eður sand-jörðu; sumir leggja hana og í hauga ásamt þangi eður mykju, sitt lagið
af hverju, og láta svo fúna; þó varðar miklu, að þunn séu lögin af hverju fyrir sig, helst
afleirogþangi.
9.
Jarðar-mergur er blendingur af kalki og leir, ýmislega litur, fmnst helst í árbökkum og á
stundum undir mógröfum, og lítur út sem annar leir. Ef hann er lagður út til viðrunar, verður
hann að dufti; en hreinn og almennilegur leir verður steinharður. Sé jarðar-mergur látinn
í glerstaup með vatni, þá koma strax bólur á vatnið upp af honum, og dettur hann þá sundur
í smá-flísir, þar til hann samblandast vatninu, svo að einungis nokkuð sandkyns sest á botninn
og verður eftir. Hann má reyna með góðu ediki, málm-sýrum eður skil-vatni, og jafnvel með
góðri gamalli sýru, og lætur þá sem sjóði, þegar á er hellt. Jarðar-mergur er annars haldinn
hinn dýrmætasti áburður á súra eður deiglenda jörð.
3
33