Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Qupperneq 37
Dóttir Kristínar, Ester Kristjánsdótdr, haíði söguna dálítið
öðruvísi, taldi að tarfurinn hefði ruðst inn í fjósið til kúnna,
og verið allur ísbrynjaður, eins og hann kæmi úr vatni eða
sjó. Þá hélt hún, að kálfurinn, sem hann gat, hafi verið
skjöldóttur.
2. SÆKÝR HJÁ MIÐFJARÐARNESI Á LANGANESSTRÖND
Lára Sigurðardóttir frá Saurbæ á Langanesströnd, nú búsett
á Húsavík, segir svo frá:
Það var árið 1934 (eða 1935), þegar ég var um 17 ára
gömul, að ég var léð að Gunnarsstöðum á Strönd (sem nú
kallast Veðramót), til að kenna börnum. Þetta var snemma
vetrar, ef ég man rétt, og einhverntíma á jólaföstunni fór
ég heim í Saurbæ og sótti faðir minn mig í Miðfjörð. Ætluð-
um við að gista í Miðfjarðarnesi, og lögðum því leið okkar
út sjávarbakkana, vestan við fjörðinn, enda var þar snjólétt-
ara en uppi á aðalveginum, sem lá nokkru ofar. Lórum við
eftir reiðgötum skammt frá bakkanum og var faðir minn jafn-
an á undan.
Þegar við erum sest inn í eldhús í Miðfjarðarnesi og erum
að drekka kaffi, fer pabbi að segja frá því, að sækýr hafi
labbað á undan okkur út bakkana. Kom hún upp úr fjörunni
skammt fyrir utan Miðfjarðarárósinn og hvarf ofan í hana
áður en komið var að Miðfjarðarnesi. Minnir mig að hann
lýsti kúnni þannig, að hún hefði verið sægrá, búkmikil, með
stór eyru og langan hala, en heldur lágfætt, en þannig var
sækúm oftast lýst í mínu ungdæmi. Ekki minnist ég þess,
að hann nefndi blöðru á nösum hennar. Ég varð mjög undr-
andi yfir þessari frásögn föður míns, því að sjálf sá ég ekkert
óvanalegt á leiðinni út með sjónum, enda hefði ég líklega
orðið vitlaus af hræðslu, ef svo hefði verið.
Heimilisfólki á Miðfjarðarnesi virtist hins vegar ekki koma
þetta á óvart, og mátti skilja á því, að kýr þessi sæist þar
endrum og eins á bökkunum. Svipaðar sögur gengu af fleiri
stöðum þarna á Langanesströndinni, m.a. úr næsta nágrenni
39