Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 37
Dóttir Kristínar, Ester Kristjánsdótdr, haíði söguna dálítið öðruvísi, taldi að tarfurinn hefði ruðst inn í fjósið til kúnna, og verið allur ísbrynjaður, eins og hann kæmi úr vatni eða sjó. Þá hélt hún, að kálfurinn, sem hann gat, hafi verið skjöldóttur. 2. SÆKÝR HJÁ MIÐFJARÐARNESI Á LANGANESSTRÖND Lára Sigurðardóttir frá Saurbæ á Langanesströnd, nú búsett á Húsavík, segir svo frá: Það var árið 1934 (eða 1935), þegar ég var um 17 ára gömul, að ég var léð að Gunnarsstöðum á Strönd (sem nú kallast Veðramót), til að kenna börnum. Þetta var snemma vetrar, ef ég man rétt, og einhverntíma á jólaföstunni fór ég heim í Saurbæ og sótti faðir minn mig í Miðfjörð. Ætluð- um við að gista í Miðfjarðarnesi, og lögðum því leið okkar út sjávarbakkana, vestan við fjörðinn, enda var þar snjólétt- ara en uppi á aðalveginum, sem lá nokkru ofar. Lórum við eftir reiðgötum skammt frá bakkanum og var faðir minn jafn- an á undan. Þegar við erum sest inn í eldhús í Miðfjarðarnesi og erum að drekka kaffi, fer pabbi að segja frá því, að sækýr hafi labbað á undan okkur út bakkana. Kom hún upp úr fjörunni skammt fyrir utan Miðfjarðarárósinn og hvarf ofan í hana áður en komið var að Miðfjarðarnesi. Minnir mig að hann lýsti kúnni þannig, að hún hefði verið sægrá, búkmikil, með stór eyru og langan hala, en heldur lágfætt, en þannig var sækúm oftast lýst í mínu ungdæmi. Ekki minnist ég þess, að hann nefndi blöðru á nösum hennar. Ég varð mjög undr- andi yfir þessari frásögn föður míns, því að sjálf sá ég ekkert óvanalegt á leiðinni út með sjónum, enda hefði ég líklega orðið vitlaus af hræðslu, ef svo hefði verið. Heimilisfólki á Miðfjarðarnesi virtist hins vegar ekki koma þetta á óvart, og mátti skilja á því, að kýr þessi sæist þar endrum og eins á bökkunum. Svipaðar sögur gengu af fleiri stöðum þarna á Langanesströndinni, m.a. úr næsta nágrenni 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.