Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 55
tal jarða. Seinni jarðatöl eru nokkuð sammála um, að mat
jarða á öllu landinu nemi eitthvað yfir 80.000 hundraða.
Þetta mat á grasnytinni dreifðist um landið eftir gildi úthag-
ans og hagagöngu, og var sennilega nokkuð stöðugt mat í
rúm 800 ár enda þótt graslendi margra jarða hafi rýrnað
að gæðum á þeim tíma. Ekki er í dag fyrir hendi tilsvarandi
endurskoðað gæðamat á jörðum, þar sem hverri jörð fylgir
nútíma hundraðatal eða upplýsingar um stærð hinna ýmsu
gróðurlenda, ræktaðs lands, ræktunarmöguleika og verðgildi
þeirra þátta, til dæmis, miðað við markaðsaðstæður, enda
þótt gróðurkort af ýmsum svæðum hafi verið gerð. Að vísu
er til fasteignamat, sem tíundar gildi ræktaðs lands jarða,
til þess að unnt sé að skattleggja eignina. Samkvæmt fast-
eignamati 1987 er verðgildi þess lands alls kr. 3.236 milljónir.
Þar af er ræktað land metið á kr. 2.353 milljónir en öll útjörð
metin á íjórðung þess verðs eða á kr. 883 milljónir (1. tafla).
Sé landið hins vegar metið til kýrverðs, sem í dag er um
kr. 60.000, er það allt um 54.000 kýrverð eða enn minna
virði en það var á 11. öld, þrátt fyrir aukna ræktun. A þessu
sést hvað útjörð hefur raunverulega fallið í gildi frá því við
landnám, þegar afrakstur úthaga stóð undir öllum bústofni
landsmanna. Getur það verið, að að því stefni, að útjörð
verði einskis metin í framleiðslu landbúnaðarvara?
Tafla 1. Jarðamat.
Tímabil Tegund Upphæð Viðmiðun
1096 Tíundamat 85.000? Hundrað álnir (Kýrverð)
1840 Jarðatal 82.299
1846 Jarðatal 84.268
1847 Johnsens 85.443
1987 Fasteignamat 54.000 kr. kr. 60.000
1987 Fullvirðisréttur 58.000 Fé 30.000 kúgildi Kýr 28.000 kúgildi
1987 Framleiðsluþörf 47.000 Fé 22.000 kúgildi Kýr 25.000 kúgildi
1987 Túnþökur 1.000
1987 Útivist
57