Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 57
BREYTT VIÐHORF í AFURÐASÖLU
Áður var minnst á, að samtök bænda og stjórnvöld heíðu
hvatt til aukinnar ræktunar um allt land meðal annars á
þeim forsendum, að unnt væri að finna markað fyrir allar
afurðir. Sala á íslenskri landbúnaðarvöru hefur hins vegar
reynst erfiðari en ætlað var. Því hefur verið horfið að því
ráði að miða árlega landsframleiðslu af afurðum hinna hefð-
bundnu búgreina við innanlandsþarfir, þannig að ríkissjóður
tryggi fullvirði fyrir 11.000 tonn af kindakjöti og 103 milljón
lítra af mjólk. Annað er ekki nauðsynlegt að framleiða og
virðist ekki fást sómasamlegt verð fyrir. Samið hefur verið
um fullvirðisrétt til næstu ára fyrir:
a) 604.000 ærgildi sauðfjár, sem þurfa um 420.000 tonn
af heyi, er gætu fengist af um 100.000 hekturum ræktaðs
lands,
b) um 592.000 ærgildi mjólkurkúa er samsvarar tæpum
28.000 kúm, er þurfa um 140.000 tonn af heyi, sem ættu
að fást af 35.000 ha ræktaðs lands. Bústofninn þarf þannig
alls hey af 135.000 ha ræktaðs lands.
Til þess að framleiða næga búvöru til innanlandsneyslu
þarf hins vegar aðeins 25.000 kýr og 450.000 fjár (Landnýt-
ing á íslandi, 1986). Fóðurþörfin fyrir þann bústofn er
125.000 tonn heys fyrir 25.000 kýr og 315.000 tonn heys
fyrir 450.000 fjár, þannig þarf alls um 440.000 tonn af heyi
og sé reiknað með því að hver hektari ræktaðs lands gefi
af sér 4.000 kg af heyi þarf aðeins 110.000 ha ræktaðs lands
til þess að standa undir neyslu landsmanna af afurðum þessa
búpenings. Rúma 31.000 ha þarffyrir kúastofninn og 79.000
ha fyrir sauðfé. En nú er til ræktað land fyrir allan þann
heyfeng.
Með samningi landbúnaðarráðherra og Stéttarsambands
bænda frá 1985 var raunverulega lagt nýtt mat á jarðir og
gróðurlendi þeirra. Jörð, sem ekki hafði búmark, var gerð
lítil- eða einskisnýt til hefðbundinnar búfjárframleislu og
gróðurlendi hennar verðlítið eða verðlaust, þar sem það gat
59