Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 78
Það er einungis fóðurstöð Melrakka á Sauðárkróki sem
hefur sent sýni oftar en vikulega á þessu eina og hálfa ári,
en fóðurstöðvarnar á Dalvík, Vopnafirði, Höfn og Selfossi
hafa sent einhver sýni á öllum ársfjórðungum. Mér sýnist
nauðsynlegt að menn meti gagnsemi þessara mælinga og
hvort halda eigi þeim áfram með þessu eða öðru sniði. Mæl-
ing á hverju sýni kostar nú rúmar 1300 krónur. Niðurstöður
mælinganna eru sendar strax til viðkomandi fóðurstöðvar
en afrit til fóðrunarráðunautar BÍ, eftirlitsmanns SÍL og við-
komandi héraðsráðunautar. Mér virðast þó þessi skilaboð
oft koma of seint og verða því að takmörkuðu gagni. Rætt
hefur verið um að bæta við mælingum á ferskleika fóðursins
og einnig að fara í mælingar á hráefninu sem notað er til
fóðurgerðar. Um þetta þurfa þeir sem málið snertir að taka
ákvörðun.
Fiskafóðurmœlingar.
Einungis er um að ræða mælingar fyrir ístess h/f í Krossa-
nesi. Þessar mælingar, sem eru hliðstæðar mælingum á loðdýra-
fóðri, hafa gengið samkvæmt áætlun. ístessmenn koma með
sýnin á rannsóknastofuna og sækja um leið niðurstöður. A
árinu 1987 voru efnagreind 559 sýni fyrir Istess og á miðju
þessu ári höfðu verið efnagreind 188 sýni. Virðist stefna í
heldur færri sýni á þessu ári en í fyrra.
Rannsóknastörf.
Ég hef unnið við kalrannsóknir á Möðruvöllum. Þar bættist
ein frystikista við á kalstofunni. Ég reyndi þarna ýmsar gras-
tegundir og ýmsa stofna. Meðal annars prófaði ég Korpu
vallarfoxgras bæði stofnfræ frá 1974 og söluvöru frá KEA
til að sannprófa hvort þolið hefði minnkað. Þessi prófun gaf
ekki einhlýt svör. Ég reyndi líka svellþol nokkurra belgjurta-
tegunda svo sem umfeðmings, baunagrass, lúpínu, hvítsmára
og rauðsmára. Þol þeirra er miklu minna en þol grastegunda.
Þá hélt ég áfram prófunum á vetrarkorni og sáði ég afgangs-
fræi í reiti á Möðruvöllum haustið 1987. Talsvert lifði af
hveitinu og nær allur rúgurinn. Rúgurinn skreið um miðjan
80