Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 87

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 87
og hey af kúahögum sett í rúllubagga og plastpoka. Nægði það til hluta gjafar fram til jóla. Þurrhey í hlöðu var mest allt vel verkað en meltanleiki á heyi af mýratúni og af bökkum var frekar lágur (lítið af þessu heyi með undir 2.0 kg/FE). Astæða þessa var sú að spretta var snemma á ferð- inni en síðan kom óþurrkakafli í lok júní og byrjun júlí sem tafði heyskap röska viku, grös hinsvegar í þessum túnum aðallega snarrót og önnur innlend grös sem illa þoldu þessa seinkun á slætti. Taða af heimatúni ofan vegar bæði fyrri og seinni sláttur var aftur á móti mjög góð (1.5-1.6 kg/FE) og var því heyi mismunað í nýbærur. Voru afurðir kúa mjög góðar. Uppgjör nú á miðju ári sýnir að þá eru 36.4 árskýr með meðalnyt 4.793 kg og með fóðurbætisnotkun á 778 kg. A liðnu vori var maí heldur kaldur og þurr, hlýtt var aftur á móti í júní en þurrt og vindasamt. Heyskapur hófst 20. júní á heimatúni ofan vegar. Þá var spretta frekar lítil en vegna þess gróðurfars sem í túnunum er var ákveðið að slá svo snemma. Sláttur gekk annars þokkalega, þó velktist hey nokkuð á Suðurengi. Uppskera í fyrra slætti var frekar lítil en háarspretta góð og mikill hluti túnsins heyjaður aftur. Eru því næg hey handa búfé á komandi vetri. Hirðing minka í sóttkvíarbúi og hrúta hjá Sauðfjársæð- ingastöðinni var svo sem nauðsyn er til. í september urðu nokkur skifti á starfsfólki. Steindór Guðmundsson, Guðmundur Geirsson og Steinunn Hauks- dóttir ráðskona fóru öll í skóla á haustdögum og hættu í byrjun september. Jón Davíð Georgsson sem séð hafði um minkinn hætti einnig í september. í stað þessara voru ráðin Kristján Jónsson og Líney Diðriksdóttir. Fengu þau neðri hæð Eggertshúss til afnota. Sem fyrr var Stefán Magnússon bústjóri og Sverrir Gunnlaugsson sá um fjósið. Auk þess er hér ritar var Bjarni Guðleifsson í hálfu starfi við tilraunir. Síðastliðið sumar unnu Ásgeir Hauksson og Þórarinn Péturs- son við heyskap o.fl. Ingibjörg Þorsteinsdóttir hefur séð um mötuneyti frá því í byrjun júní. Allt er þetta ágæta fólk að hætta á þessum dögum. Ollu samstarfsfólki flyt ég þakkir fyrir góða samvinnu og vel unnin störffyrir stöðina. 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.