Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 107
á fót stjórn yfir hvert það verkefni sem af stokkum hlypi. Fengi
sú stjórn forskrift til að vinna eftir bæði hvað varðar framkvæmd
og verklok. Um bændabókhald, kortagerð og verk af því tagi yrði
að ráða ákveðinn forsvarsmann sem tæki ábyrgð á þessum þáttum
og stjórn.
2. Stjórn félagsins. a. Óbreytt stjórnarform. b. Formenn búnað-
arsambandanna yrðu sjálfkjörnir í stjórn. Nefndin telur valkost b.
æskilegri. Má þar benda á að fjármögnun Ræktunarfélagsins er
að nokkru leyti frá búnaðarsamböndunum og er fjárhagsleg ábyrgð
því hjá þeim. Má því ætla að betra væri að þeir aðilar sem hafa
á hendi fjármál beggja þessara félaga þ.e. búnaðarsambandanna
og Ræktunarfélagsins verði hér einnig stjórnarmenn. Einnig má
á það benda að með slíkri stjórn er auðveldara að taka ákvörðun
um framkvæmd ýmissa verkefna bæði með tilliti til fjármála og
aukins vinnuafls. Með aukinni áherslu á tímabundin verkefni eða
áhersluverkefni skapaði þetta stjórnarform meiri möguleika á hreyf-
anleika starfsmanna milli verkefna.
3. Fræðsla og rannsóknir. Bændaskólinn á Hólum haldi fræðslu-
námskeið fyrir bændur í samstarfi við Ræktunarfélagið og skipu-
leggi endurhæfingu leiðbeinenda á svæðinu í samráði við Búvís-
indadeild á Hvanneyri. Tilraunastöðin á Möðruvöllum vinni að
lausn vandamála er upp koma á svæðinu í samvinnu við leiðbein-
ingar Ræktunarfélagsins og eftir því sem mannafli og fjármagn
stöðvarinnar leyfir.
4. Þjónusta við opinberar stofnanir. a. Opinberar stofnanir sem
búnaðarsamböndin vinna nú meira og minna fyrir, s.s. Framleiðni-
sjóður, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Stofnlánadeild landbúnað-
arins, Landbúnaðarráðuneytið o.fl. ráði sér trúnaðarmann á
ákveðnum svæðum, t.d. einn í hverju kjördæmi, til þess að annast
þau störf er til falla fyrir þessar stofnanir hverju sinni. Trúnaðar-
menn þessir hafi viðtalstíma á ákveðnum stöðum og ákveðnum
tíma. b. Viðkomandi stofnanir kosti þessa trúnaðarmenn. c. Trún-
aðarmenn þessir verði tengiliður milli búnaðarsambandanna og
viðkomandi stofnana.“
í umræðum um framkomið álit nefndarinnar lýsti Þorgeir Hlöðvers-
son sig fylgjandi aukinni samvinnu búnaðarsambandanna á Norður-
landi. Taldi hann því rétt að formenn þeirra mynduðu stjórn Ræktun-
arfélagsins. Þorgeir lagði áherslu á aukna þörf leiðbeininga í landbún-
aði. Vegna annarra starfa sagðist hann nú þurfa að víkja affundi.
Eftir að Jón Bjarnason hafði boðið menn velkomna að Hólum ræddi
hann um markmið og fjármögnun leiðbeininga sem hann taldi að
þyrfti endurskoðunar við. Jafnframt þyrfti að vera hægt að meta árang-
urinn af leiðbeiningastarfinu. Lagði hann áherslu á aukið samstarf
Bændaskólans við aðrar landbúnaðarstofnanir á Norðurlandi og benti
109