Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 116

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 116
Studdi hann útgáfu ársritsins og taldi hann að þar væri vettvangur fyrir niðurstöður frá Tilraunastöðinni. Umræðum var nú frestað og fyrir tekið erindi Ævars Hjartarsonar um bændabókhald. Byrjaði Ævarr á þvi að þakka Framleiðnisjóði fyrir veittan stuðning við endurmenntun sína. Gerði hann síðan grein fyrir þróun í bændabókhaldi og stöðu þess í dag. Ræddi hann fyrst hver ætti að vinna þetta bókhald og hverjir ættu að sinna því. Frekari úrvinnsla úr þessum reikningum, framlegðarreikningur verður næsta skref á eftir skattframtali, þetta og frekari notkun eru þættir sem eftir er að þróa. Par má nefna áætlanagerð og samanburð ýmiskonar. Með tilkomu virðisaukaskatts eykst verulega þörf fyrir bókhald og séu bún- aðarsamböndin ekki í stakk búin til að sinna þessu missa þau þessi mál úr sínum höndum og þar með möguleikum á aða ná inn rekstrar- tölum um landbúnað. í þessu sambandi nefndi Ævarr möguleika á að þróa einfalt forrit til að reikna virðisaukaskatt fyrir bændur og gæti það orðið fyrsta skrefið að fullkomnu bókhaldi hjá sumum. Þá ræddi hann nokkuð um einkatölvur hjá bændum og möguleika þeirra til að nota siík tæki. Hagþjónustu landbúnaðarins er ætlað að stuðla að bókhaldi meðal bænda og þróa bókhaldsforrit og því er nauðsynlegt að hafa samstarf við stjórn hennar í þessum málum áður en hún tekur að fullu til starfa. í lögum þessarar stofnunar eru ýmis ákvæði um bókhaldsmál bænda og skyldur búnaðarsambanda í þeim efnum. Ævarr taldir þörf á að koma á rabbfundi um bændabókhaldið hér á Norðurlandi til að finna hvaða mál er brýnast að leysa. Búnaðar- samböndin hafa möguleika á að efla starfsemi sína með bókhaldsþjón- ustu en þá verða þau að veita jafn góða eða betri þjónustu en aðrir veita. Þetta má jafnvel vinna í samvinnu við aðila út um sveitir. Framhald umræðna: Pétur Helgason ræddi um þörf bændabókhalds með tilkomu virðisaukaskatts. Brýnt væri að halda þessu innan búnað- arsambandanna. Hann taldi Ræktunarfélagið vettvang til að leysa ýmis mál sameiginlega þegar kreppir að. Þá tók til máls Jón Bjarnason skólastjóri og fjallaði um möguleika á að fara með námskeið skólans út í héruð og einnig möguleika á að afla fjár til að greiða afleysingaþjónustu fyrir bændur sem sækja námskeið á vegum skólans. Einnig ræddi hann samskipti Bænda- skólans og samtaka bænda og taldi þau mjög af hinu góða. Jóhannes Sigvaldason ræddi nokkuð um heyverkun og svaraði fyrir- spurnum sem til hans var beint meðal annars um Tilraunastöðina á Möðruvöllum. Þá kom hann inn á bændabókhald og taldi þar þurfa snögg viðbrögð nú af hálfu búnaðarsambanda. Brynjólfur Sæmundson þakkaði fyrir að fá að sitja fundinn og bar honum kveðju frá formanni Búnaðarsambands Strandamanna. Taldi hann fund sem þennan jarðbundnari og nær málefnum bænda en stórfundi í Reykjavík. 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.