Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 25

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 25
Félagsgarðyrkja. Þess hefur oft verið getið í blöðum og tímaritum, að efnahagur landsins væri nú mjög bágborinn og því þyrftu menn að spara, til að rétta við aftur þjóöarhaginn og hag einstaklinganna. Slík sparnaðaróp eru í sjálfu sér ekki víta- vsrð, því eins og málshátturinn segir, er engu minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess — og íslend ngum er margt annað betur gefið en að spara fé. Auk sparnaðar er annað þjóöráð, sem gæti greitt eitt- hvað úr efnaskortinum, og það er einkum og helzt aukin framleiðsla þeirra vörutegunda, er ganga til innanlandsnot- kunar. Það ætti að vera takmark hverrar þjóðar, er efla vill sjálfstæði sitt, að vera sjálfri sér nóg, að framleiða sem flestar nauðsynjar í landinu og sækja sem minst til annara ríkja. íslendingar standa að vísu illa að vígi í þessum efn- um hvað kornframleiðslu snertir, því þeir geta ekki ræktað neitt korn í landinu og verða þessvegna að sækja það til annara landa; en í sambandi við það verður manni á að spyrja, hvort þeir geti ekki minkað korninnflutninginn með aukinni framleiðslu annara fæðutegunda, sem framleiddar eru í landinu, og því verður ekki neitað með rökum. Korn- kaupin má mikið spara með aukinni garðyrkju eða kartöflu- rækt í landinu.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.