Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 1

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 1
Skýrsla um aöstödu og störf Búnaðarsambands Austurlands frá 26. júní 1920 til 23. júní 1921. 1. Aðstaða sambandsins. Þetta ár er sérstætt í sögu þess, þar sem það er eina árið síðan það byrjaði að starfa, sem það ekki hefur haft ráðunaut nema að litlu leyti. Metúsalem Stefánsson, sem verið hefur ráöunautur sam- bandsins nokkur ár, fór frá, en ráðunautur fékst ekki með þeim kjörum, sem stjórnin sá sér fært aö ganga að, enda félst aðalfundur á þá ráðstöfun. Þrátt fyrir það, hefir sam- bandið getað fullnægt óskum, sem fram hafa komið um leiðbeiningar, og vísast til ársritsins um þau störf. Þetta ráðunautsleysi hefir að vísu aukið mikið störf stjórnarinnar, en eftir ástæðum líklega heppilega ráðið. Nú hefur sambandið fengið LúOvík Jónsson ráðunaut Búnaðar- félags Islands í sauðfjárrækt, fyrir ráðunaut yfirstandandi ár (frá 1. febrúar að telja til jafnlengdar næsta vetur). 2. Tilraunastöðin var ekki starfrækt þetta ár, þar sem neitað hafði verið um nauðsynleg beitarnot í Eiðalandi, svo hægt væri að starfrækja stöðina til frambúðar, en stjórnin væntir þess að nú sé eitthvað að liðkast um það mál. Hús stöðvarinnar voru því leigð Eiðaskóla og Quðgeiri kennara Jóhannssyni leyfð notkun landsins.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.