Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 4

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 4
6 14. Samin og send Búnaðarfélagi íslands fjárhagsá- ætlun fyrir árið 1922. 15. Eftir tilmælum frá Búnaðarfélagi íslands voru gerð- ar fóðurtilraunir á 24 ám; tilraunaskeiðið stóð í 12 vikur og ánum skift í 3 flokka, einum fl. gefið hey, öðrum hey og rúgmjöl og þriðja hey og síldarmjöl. Búnaðarfélaginu sendar skýrslur um tilraunirnar. 16. Eftir ósk frá sama félagi, skrifaði stjórnin öllum búnaðarfélögum á sambandsvæðinu, um að taka sem mest- an þátt í væntanlegri búsáhaldasýningu, auk þess var farið fram á við nokkra elnstaka smiði, að smíða muni og senda til sýningarinnar. 17. Ársrit sambandsins er gefið út og liggur væntan- lega fyrir fundinum. 18. Herfingar fara fram í Vopnafirði og Ströndum á þessu sumri, og plægingar og herfingar á Fljótsdalshéraði eftir því sem hægt verður að sinna. 19. Að tilhlutun Búnaðarfélags Islands var útveguð sumarvist,. nokkrum dönskum verkamönnum á sambands- svæðinu, en er til reyndar kom, komu að eins tveir menn. Af þessu stafaði nokkur kostnaður og fyrirhöfn, og þó sér- staklega óþægindi, sem sérstaklega stafaði af því hversu ó- ábyggileg tilboðin reyndust, sem að sjálfsögðu var að kenna óhentugum skipaferðum, sóttvarnarráðstöfunum o. fl. 20. á árinu hafa verið skrifuð 84 bréf, auk bréfa, þó nokkurra, sem ekki hafa gefið beint tilefni til að vera bók- færð. 21. Stjórnarfundir hafa verið haldnir 10 á árinu. 22. Fjárhagsvonir sambandsins á árinu eru: Frá Búnaðarfélagi íslands . . kr. 6000,00 — Sýslusjóðum..............a: — 1200,00 Flyt d: kr. 7200,00

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.