Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 23

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 23
25 þess var sáð í lítinn blett, er af gekk, fræblöndun af há- liða- og vallarfaxgrasi. Allar þessar frætegundir voru útlendar. að einni und- anskilinni (hásveifgrasi), er safnað var á Hallormsstað und- anfarið sumar. Quttormur Pálsson, bóndi á Hallormsstað lét þetta fræ til ókeypis og bauð sambandinu jarðnæði undir tilraunirnar ásamt aðstoð sinni við þær e'tir megni. Sambandið á Quttormi því mikið að þakka það, að tilraun- irnar eru komnar í það horf, sem orðið er. Frá 22. ágúst til 10. september ferðaðist eg um Hjalta- staðaþinghá, Vopnafjörð og Strandir. í Hjaltastaðaþinghá mældi eg fyrir girðingum á þess- um bæjum í Dölum, Sandbrekku og Hrolllaugsstöðum, og leit á engjar til framræslu og áveitu á: Kórek stöðum, Jórvík, Bóndastöðum og Dratthalastöf um. í Strandahreppi athugaði eg áveituengi á 6 bæjum: Skeggjastöðum, Djúpalæk, Miðfjarðarnesi, Saurbæ, Felli og Bakka, og mældi engjastykki á Skeggjastöðum og jarða- bætur á 15 bæjum í hreppnum. í Vopnafjarðarhreppi mældi ég fyrir áveitu á Torfa- stöðum, en leit á engjar til áveitu á Egilsstöðum og Hofi Einnig yfirleit eg áveitufyrirtæki að Bót í Tungu, í baka- leiðinni. Frá 11.—20. september vann eg að undirbúningi hrúta- sýninga, er boðaðar voru á suðurhluta sambandssvæðisins — frá Öræfum til Norðfjarðar, og á suðurleið til sýninga- haldsins vann eg að áveituathugunum á Geithellum og Bragðavöllum í Álftafiröi; einnig áætlaði eg hvort gerlegt mundi vera að hlaða fyrir Selá, svo nefnda, er liggur við að eyðileggi stórt engjasvæði á Starmýri í sömu sveit. Og fyrir flóðgörðum, á Höskuldsstöðum í Breiðdal og Hólum í Hornafirði, var einnig mælt í þessari ferð. Við hrútasýningar vann eg frá 21. september til 22.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.