Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 8

Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 8
Samkeppnin er hinn ósýnilegi löggjafi í sérhverju atvinnufrjálsu mannfélagi, er leggur lag á varning manna ... Hún lœtur sjálfselsk- una ráða gjörðum sínum fyrst í stað, því sam- keppnin er frjálslynd, hún er frelsið sjálft, en hún tekur þó í taumana, í eintóma frelsis- tauma, og leiðir sjálfselskuna nauðuga viljuga til að líta á almenningshag og vinna fyrir al- mennings gagn ... Samkeppnin metur starfa á móti starfa, þjónustu gegn þjónustu, hlut við hlut, vöru við vöru. Samkeppnin raðar mönn- um niður í atvinnuvegina og fer sem nœst um að mátulega margir séu að staðaldri í hverj- um þeirra ... hún sér um að allt sé til er hverr girnist og getur keypt. Hún virðir hvern hlut til verðs og lœtur sér umhugað um að allir fái keypt við sem bestu verði, og hún fœr komið því svo fyrir að menn fái margar þarfir sínar bœttar og enn fleiri óskir sínar fylltar nálega gefms ... hún etur viti gegn viti, kunnáttu gegn kunnáttu, sérplœgni gegn sérplœgni, og lætur hið illa beygja sjálft og brjóta odd af oflœti sínu. Samkeppni af þessum tagi var næsta óþekkt á íslandi á síðustu öld, enda landið rétt að brjótast undan vetri dönsku einokunarinnar. Hérlendis hefur frelsi og samkeppni ávallt verið tengd frumskógarlögmálum eða útúr- snúningi á þróunarkenningu Darwins um að sá hæfasti muni lifa af, sem útleggst þannig að sá grimmasti og siðlausasti svínbeygi aðra. Eða þá menn hafa álitið samkeppni sóun á kröftum manna sem ættu að vinna saman. Þessarar ótrúar hefur gætt mjög á þessari öld, en sú tilhneiging hefur verið rík að skipuleggja atvinnuvegi og skipta þeim upp á milli aðila, oft eftir einhverju flokkamynstri. Hugmyndin var sú að allir hefðu sitt og öngvir þyrftu að berjast um sitt lifibrauð. Sönn samkeppni er hins vegar ómissandi í markaðsþjóðfélagi og veldur hins vegar því að enginn fær beitt valdi sínu til kúgunar, seljendur keppa um kaupend- ur og öfugt. Þannig fæst rétt markaðsverð m.v. framboð og eftirspurn. Frelsi neytenda til að velja og frelsi framleiðenda til að framleiða getur af sér samkeppni, neyðir menn, hvort sem þeim líkar betur eða verr, til að reyna að fullnægja þörfum náunga sinna betur og ódýr- ar en keppinautar þeirra. Sé þetta frelsi skert með valdboði og mismunun yfirvalda eða markaðsvaldi einkaaðila, t.d. hindrun á að- gangi samkeppnisaðila, hefur sérgæskan fengið rúm til athafna og þröngvar kosti manna. Frelsi og samkeppni beita því eigin- hagsmunum fyrir vagn almannaheilla, og við slíkar aðstæður getur löggjafinn haft það ætlunarverk eitt að verja eingöngu og vernda meðfœdd réttindi manna fyrir árásum ann- arra, en láta frjálsrœði ráða utan sem innan. Arfleifð Arnljóts og fræða hans Hér hefur grundvallarhugsun hagfræðinnar verið til umræðu og vonandi hafa útleggingar Arnljóts komisl til skila í meðförum þess blekbera sem hér á heldur. Stiklað hefur verið á stóru og aðeins fyrri hluti bókarinnar verið tekinn fyrir, en seinni hlutinn er þó ekki ómerkari en sá fyrri. Þar er t.d. fjallað um verð og verðlag, peninga og nánar um auðinn. Bók- inni var ætlað að kynna (kenna) Islendingum nýja hugsun, en þjóðin drattaðist þá með langa hefð einræði og einokunar. Hjá Arnljóti Ilæðir Um verslun Sökum millígöngu peninganna geta menn alveg ókunnir tekið sem höndum saman til viðskipta í Ijarlægum löndum; hvor peirra gerir öðrum greiða, hvor veitir öðrum hjálp og lið- sinni, og hvor þeírra fullnægir annars þörf, og það alveg án þess að nokkur prestur komi til og minni á kærleiksskylduna til náungans. Fyrir tilhjálp peninganna bindur verslunin saman til vinsamlegra viðskipta ólíkustu trúarflokka og ólíkustu menn, er hafa sterka óvild og enda fyririitning eður hinn mesta ímugust og óþokka hvor á öðrum, og er annars mundu hliðra sér hjá að gegna presti sínum til að elska þessa óvini sína. ... Verslunin reiðir þér út í hönd og ummæla- laust, og hún tekur að sér fyrir þig að eiga eftir- kaupin við hinn Ijariæga, hinn ókunna, hinn ófædda mann einhversstaðar á hnettinum. Sannarlega undraverður er þessi viðskiptavefur manna er við köllum verslun, en jafnframt að- dáanlegur, með því að hún flytur jafnvel hinum afskekktasta afdalabúa fullnægingu þarfa sinna með svo margfalt betra verði en hann sjáfur gæti, Verslunin afstýrir hungri og hallæri, hún aftrar striði og styrjöldum, verisunin heftir hatur og hefndargirni, hun bægir heift og reiði; verslunin lægir ofsa og yfirgang, hún sefar ofstopa og ofdramb; verslunin ber sáttarorð milli sundurþykkra, vinarorð milli vígbúinna óvna, Verslunin er sigurgyðja friöar og fasætíar. hagfræðin fram hrein og tær og öll grund- vallarlögmál verða auðsæ í þeirri elfu, enda hefur hann gott vald á íslensku máli. Bókin er einnig merkileg fyrir það að höfundur leiðir íslenskuna inn á nýtt fræðasvið og auðgar málið með mörgum nýyrðum auk þess að nota gömul kjarnyrði. Það l'innst engin sletta eða erlend misbrúkun í skrifunt Arnljóts, málfar allt sem fornkappar væru að ræða um hag- fræði sín á milli. Af lögfræðingum og hagfræðingum Lögfræðingarnir kenna, að eignarrótturinn sem og hver annar mannróttur, só gefinn, settur og tiltekinn í og með landslögum. Þeir kenna því að landslögin skapi og úthluti mönnum réttind- ín, og viðurkenna einungis, að hjá mannínum sjálfum sé aðeins hæfileiki tíl róttinda, en eigi réttindin sjálf, fyrr en lögin komu til sögunnar og skömmtuðu honum þau úr hnefa sínum. Eftir kenning þessari verður þá allur mannróttur og mannfrelsi eintómar lagasetningar, og því ein- berar mannasetníngar, þvi' öll landslög eru mannaverk. Auðfræðingar álíta nu kenning þessa eigi aðeins ranga, heldur og hættulega villukenn- ingu, ef henni er framfylgt stöðugt í lög- gjöfinni.., Mannrétturinn, en hann er hér híð sama sem mannfrelsið, er jafngamát mann- inum, og maðurinn er eflaust til á undan lands- lögunum. Landslögín eiga að vernda mann- réttinn og friðhelga hann. En eigi geta lands- lögin raskað mannróttinum né rýrt mannfrelsið, nema með því eina móti; aö lögleiða rangindi og ránskap og löghelga ofrelsi og ólög. Ritið fékk góðar viðtökur á sínum tíma, en hins vegar liðu 108 ár á milli fyrstu (1880) og annarrar útgáfu (1988), og gekk margt á á þessari rúmu öld. Klassísk hagfræði, þ.e. hug- nryndir um frelsi og sjálfstýringu sem Arn- ljótur lýsir, sótti mjög á undir lok síðustu aldar og í byrjun þessarar, en þá hóf ísland að iðn- væðast af miklum móð. Þá kom önnur hug- myndafræði um miðstýringu og sameign hing- að til lands sem féll svo ljómandi vel að hefðum landsins um höft og hömlur til vemd- ar landsins gagni og nauðsynjum. Einnig fór heimskreppan mjög illa með Island sem var geysilega háð útflutningi og þegnar sem svelta hafa takmarkaða trú á sjálfvirkni til að lagfæra hlutina. Þetta þrennt lagðist á eitt, gömul afturhaldssemi, sameignarstefna og tíma- bundnir erfiðleikar, og ísland færðist frá þeirri frjálslyndu stefnu sem Arnljótur og fleiri höfðu markað. Afleiðingin varð hagkerfi hamla og pólitískrar ofstjómunar sem við erum rétt á síðustu árum að brjótast undan. Hafi landsmenn verið fáfróðir eða fordóma- fullir gagnvart frelsi á síðustu öld voru þeir litlu fróðari 1950 þegar íslenskt hagkerfi var að komast í þrot vegna haftabúskapar. Hvað sem því líður er ekki hægt að ásaka Arnljót um að hafa ekki skýrt málin fyrir þjóð sinni, heldur var það hún sem vildi ekki hlusta. Ef alþingismenn hefðu haft Auðfræði á borðum sínum við afgreiðslu mála á þessari öld hefði mörgu verið á annan veg háttað. Hugmyndir Arnljóts um frelsi og mannréttindi eru í sókn á fslandi í dag sem og í heiminum öllum. Á 120 árum hafa útleggingar hans látið lítið á sjá. Arnljótur gæti staðið í pontu á Alþingi í dag og deilt við þingmenn um sömu grundvallar- atriðin og fyrr á tíð, frelsi og mannréttindi. Sú fáfræði sem Arnljótur barðist gegn virðist enn lifa góðu lífi, og í dag yrði hann sagður boða nýfrjálshyggju. Það er kominn tími til að Arnljóti sé skipað á þann sess sem hann á skilið í íslenskri sögu og sé viðurkenndur sem lullgildur hagfræð- ingur og hugsuður. Nú á tíð er umfjöllun um hann fremur hrokafull. Hann er sagður prestur sem gutlaði í hagfræði og gekk bara furðuvel miðað við hvað landsmenn voru fávísir á síðustu öld. Þetta er alrangt. Arnljótur lærði hagfræði í fjögur ár (1851 -55) í Kaupmanna- hafnarháskóla og dvaldi síðan ytra í fimm ár til viðbótar. Hann var þvf menntaður hagfræð- ingur, þó hann hefði ekki einhverja stimplaða pappíra upp á það sem nútímamenn virðast taka yfir flest annað. Það sem meira er, hann starfaði sem fræðimaður á sviði efnahgsmála allt sitt líf, enda var hugsun og lífsstarf öll á því sviði. Hann gerðist hins vegar prestur til þess að framfleyta sér og fjölskyldu sinni, því hann gat ekki lifað af menntun sinni hérlendis, og guðfræði lærði hann aðeins í tvö ár. Þannig var Arnljótur fyrst og fremst hagfræðingur, og afrakstur fræðistarfa hans er þó nokkur að vöxtum, fjöldi ritgerða og greina. Gáfur og menntun Arnljóts koma vel fram í riti hans um auðfræði og sú bók er, að öðrum ritum nútíma hagspekinga ólöstuðum, eitt það besta sem hefur verið ritað um hagfræði á íslenska tungu. Bókin er sígilt verk og ætti að vera skyldulesning hvers nema f hag- og viðskipta- fræði sem ómissandi kennslubók um hag- fræði, en einnig væri hægt að fórna miklu fyr- ir eitthvað af ritstíl séra Arnljóts. 8 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.