Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 11

Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 11
fyrir að fámennar stéttir í lykilaðstöðu geti nánast stöðvað þjóðfélagið? Enn ein spurningin: Ef mörg félög deila í einu og samningar eru lausir hjá öllum, á þá ríkissáttasemjari að leggja einhliða fram til- lögu sem gildir fyrir alla? Heimild um þetta er í lögunum frá 1978, en það er tekið mjög skýrt fram að slíkt megi ekki gera nema að höfðu nánu samráði við báða aðila. Dæmi um slíka tillögu er miðlunartillagan frá árinu 1991. Eg hef viljað fara mér hægt í þessu og ég held að það sé afar lítið gagn í að breyta lögum nema báðir aðilar séu sáttir við það. En það sem ég held að brenni mest á almenningi er að stéttarfélögin eru í mjög misjafnri stöðu til að knýja fram samninga með verkfalli. Mér sýnist þessi óánægja vera að koma mikið í ljós unt þessar mundir. Hvað er hægt að gera í þessu? Á að hverfa aftur til þess sem var þegar kjör voru ákveðin ofan frá? Var það rangt skref að veita opinberum starfsmönnum svona mikinn samningsrétt? Menn spyrja sig að þessu og eru ekki á einu máli. Sumir segja: Við höfum tapað á að fá samningsréttinn. Aðrir telja sig hafa grætt á þvf. Ég hef enga töfralausn á þessu máli, en legg megináherslu á það hlutverk sáttasemjara að sinna almennum sáttastörfum og hef ekki trú á að færa honum aukið vald. Ég hef stund- um spurt mig að því hvort það væri heppilegt að ríkissáttasemjari hefði vald til þess að fresta verkfalli. Ég hef vissulega upplifað það að mér hefur fundist vera komið svo nálægt því að hægt væri að ganga frá samningum að slíkt væri æskilegt, en því meira sem ég hugsa um það í alvöru, þá held ég að það gagni ekki. Ég held að ef verkfalli sé frestað þá konti ein- faldlega önnur bið. Það er eðli okkar íslend- inga að við tökum ekki á vandanum fyrr en hann brennur á okkur. Þannig að ég sé ekki að þetta væri lausn. Það er svo annað mál með stofnun eins og embætti ríkissáttasemjara - ekkert af þessu tagi er eilíft og það er mjög líklegt að eftir ein- hver ár verði hlutverk hans eitthvað breytt. Svona stofnanir eiga heldur ekki að vera óum- breytanlegar og starfa gagnrýnislaust. Ég er viss um að ef þú spyrð rnenn víðs vegar um jtjóðfélagið þá heyrirðu margvíslega gagnrýni á embættið og sumt af því er eflaust rétt, annað ekki. En ég hef enga töfralausn. Það verða áfram til hagsmunafélög, samtök verka- lýðs og vinnuveitenda og meðan svo er þá verður einhvers konar sáttasemjari að vera lil staðar. Ég legg áherslu á að hann verði fyrst og fremst sáttasemjari í merkingunni concilia- tor. Þannig myndi ég vilja sjá þróunina, en það getur samt vel verið að hún fari í allt aðra átt og sáttasemjari verði úrskurðaraðili - en það er ekki minn stíll. Hver er skoðun þín á þeirri þróun undan- farinna ára að gerðir eru heildarkjarasamn- ingarfyrir stóra hópafremur en að liver semji fyrir sig? Ég hef nú alltaf verið meira skotinn í stóru samflotunum, eins og t.d. 1991 sem er mesta samflot sem ég man eftir. Hins vegar fer ekki hjá því að þarna er verið að reyna að ná sam- stöðu fyrir mjög rnarga og þá verða alltaf ein- hverjir aðilar mjög óánægðir. I svona samflot- um er lítið sem ekkert tekið á sérkjörum. Þessi aðferð felur það f sér að á einhverju stigi er komin svo mikil uppsöfnuð óánægja að það verður að ræða um sérkjörin. Það hefur ekki verið gert nema lítillega á tímum þjóðar- sáttarinnar frá 1990 og síðan, og ég geri mér grein fyrir því að það er ekki endalaust hægt að sniðganga sérmálin. Að því er varðar skattamál, húsnæðismál og fleira sem aðilar vinnumarkaðarins eru farnir að blanda sér mikið í, þá verða slík atriði aldrei afgreidd í viðræðum við einstök félög eða landssambönd og þess vegna eru stóru samflotin nauðsynleg. Hvaða augum líturðu þessi ríkisafskipti af kjarasamningum sem hafa aukist mjög á seinni árum? Sennilega eru þessi ríkisafskipti orðin í rík- ari mæli hér en víða annars staðar. Menn hafa á þessu misjafnar skoðanir. Ég tel að erfitt verði fyrir ríkisstjórn að hverfa af þessari braut í náinni framtíð og oft hefur aðkoma rík- isstjórnar að erfiðum deiluni lagt grunn að samkomulagi. Menn halda oft að vinnuveitendur og verkalýðsfélög séu alltaf á öndverðum meiði, en ég vil benda á að þau vinna saman á fjölda- mörgum sviðum. ekki aðeins um kröfugerð á hendur rfkinu, heldur ráða þau sameiginlega fram úr margvíslegum vandamálum varðandi túlkun á samningum og ýniis ágreiningur sem kemur upp er leystur af þeim sjáll'um. Þeir reka saman kjararannsóknarnefnd og leysa ýmis verkefni sem t.d. í Bretlandi eru í hönd- um embættis ríkissáttasemjara. Það hefur jafnan verið erfitt að spá í fram- tíðina, en hvernig sýnist þér líklegt að þróun- in verði nœstu árin á íslenskum vinnumarkaði, sundrung eða samstaða, órói eða vinnufriður? Mér sýnist að nú sé tími nokkurrar óánægju og ýmsir fara út fyrir samstöðuna. Ég er samt ekki trúaður á að það standi lengi. Það er með þetta eins og með hagsveifluna sem fer upp og niður. Ef maður horfir lengra fram á við, svona til aldamótanna, þá held ég að þess- ar heildir, beggja vegna, verði sterkari á ný. Og samskiptin við ríkisvaldið eru og verða til staðar, þau eru ekki neitt stundarfyrirbæri; þau munu halda áfram burtséð frá því hver er í stjórn. Ég vil meina að það sé komin góð reynsla á þessi samskipti við ríkisvaldið. Auðvitað getur menn greint á um ýmislegt, en ég held að flestir séu sammála um að stöðugleikinn, lágir vextir og lág verðbólga séu af hinu góða. Aðrir benda á skuggahliðarnar og kannski ekki síst að mönnum finnist að ekki séu allir jafnir. Sumir eru f betri aðstöðu til að koma sínu fram en aðrir og það held ég að verði mikill ásteytingarsteinn í ár og á næstu árurn. Þá er sérstaklega horft til ákveðinna hópa sem óþarft er að nefna. Stundum er talað urn að ríkisvaldið niður- greiði kjarasantninga nteð skatttekjum sent launþegar þyrfa svo að standa undir. Að vissu leyti er þetta rétt, en á hitt ber að líta að þetta getur reynst hinum almenna borgara betri lausn en sú niðurstaða samninganna sem ann- ars yrði. Elisabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri gefur Guðlaugi blóm við starfslok. Pórir Einarsson, eftirmaður Guðlaugs, fylgist með. VÍSBENDING 11

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.