Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 9

Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 9
Guðlaugur Þorvaldsson lét af embætti rík- issáttasemjara um síðustu áramót. Hann hafði gegnt því l'rá árinu 1979 þegar það var gert að heilsársstarfi og var hann fyrstur til að starfa sem slíkur. Guðlaugur átti fjölbreyttan starfsferil að baki þegar hann gerðist ríkissáttasemjari. Hann var fulltrúi og deildarstjóri á Hagstof- unni á 6. áratugnum og samdi m.a. fyrstu út- gáfuna af íslenskri atvinnuvegaflokkun eftir hinum alþjóðlega staðli ISIC. Þá vann hann brautryðjandastarf í undirbúningi að gerð fjár- laga, þar sem útreikningar á ýntsum efnahags- stærðum og samspili þeirra á milli urðu fjár- lagahöfundum tiltækar í fyrsta sinn. I fram- haldi af því var hann fenginn til að semja lög um fjárlagagerð sem enn eru í gildi. Guðlaug- ur varð ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu en hvarf frá því starfi til að sinna kennslu í viðskiptafræðideild Háskólans. Þar var hann prófessor og deildarforseti, en var síðan kjör- inn háskólarektor og gegndi því embætti í tvö kjörtímabil, uns hann tók við embætti ríkis- sáttasemjara. Þá hafði hann um árabil setið í fjölmörgum sáttanefndum og var því vel kunnungur íslenskum vinnumarkaði og deil- um tengdum honum. Starfsferill Guðlaugs spannar mikla breyt- ingatíma í fslensku þjóðfélagi. Hann hefur gjarnan verið nálægur þar sem púlsinn hefur slegið í efnahags-, atvinnu- og menntamálum þjóðarinnar, þannig að margs mætti spyrja. Vísbending hitti Guðlaug að máli um mánaða- mótin aprfl-maí. Okkur lék sérstaklega hugur á að fræðast um reynslu hans af vinnudeilunt og sáttaumleitunum. Eru einliverjar sérstakar vinnudeilur sein þér finnst standa upp úr eða hafi verið lœr- dómsríkar? Ég kom fyrst að þessum málum árið 1971. Þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannes- asemiari en el - viðtal við Guðlaug Þorvaldsson Þorgeir Kjartansson skráði son, stillti mér upp við vegg og sagði að það væri borgaraleg skylda mín - ég var þá próf- essor við Háskólann - að fara í sáttanefnd. Hann skipaði mig og Jóhannes heitinn Elías- son bankastjóra, ásamt Torfa Hjartarsyni í nefndina. Það var kjaradeila á vegum Alþýðu- sambandsins fyrir hönd flestra stéttarfélag- anna. Verið var að gera samninga um verulega styttingu vinnutfmans og breytingar sem því fylgdu. Rætt var við hvcrt félag út af fyrir sig, en það voru líka vissar kröfur sameiginlegar. Ég man að þetta endaði með fjögurra sólar- hringa vöku- það er lengsta vaka sem ég hel' fyrrverandi ríkissáttasemjara verið í og m.a. þess vegna er mér þetta svo minnisstætt. Síðan var ég í eiginlega öllum sáttanefnd- um sem voru skipaðar, þangað til ég tók við 1979. Sérstaklega eru það árin 1974-77 sem standa upp úr í minningunni, en það endaði með sólstöðusamningunum frægu, með tvöfaldri vísitölutengingu. Ég held að þetta hafi að mörgu leyti verið slæmir samningar og afdrifa- ríkir og þeir hafi kynt undir verðbólgubálið. Margir aðrir samningar eru mér minnis- stæðir, t.d. samningar BSRB við ríkið árið 1984 og hið langa verkfall sem þá varð, og Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, Guðlaugur og Benedikt Daviðsson, formaður ASÍ, þegar Guðlaugur lét af störfum sáttasemjara 4. janúar 1995. 9 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.