Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 13
i
Velferðarbyrðin næstu 100 árin, eftir Benedikt Jóhannesson
Hér á landi sem víðar hafa menn áhyggjur af
þeim vanda sem fylgir vaxandi útgjöldum
skattgreiðenda til hópa sem ekki vinna fyrir
tekjum. Orð ráðamanna þjóðarinnar hefur
mátt skilja svo að „innbyggðar, sjálfvirkar
hækkanir" valdi hallarekstri ríkissjóðs. í þess-
ari grein verður skyggnst inn í framtíðina og
þá koma í ljós ýmsar þversagnir. Fólksfjölgun,
sem gæti ógnað allri tilveru mannkynsins á
jörðinni, er beinlínis heppileg til þess að draga
úr velferðarvanda. Framfarir í læknisfræði,
sem lengja lífið, auka hins vegar vandann.
Þvert ofan í það sem margir telja þá eru
íslendingar ekki á brún hengiflugsins í vel-
ferðarmálum. Jafnvel gæti byrðin vegna þessa
málaflokks orðið heldur léttari á næstu árum.
Hins vegar sjáum við fram á það að eftir 20 til
25 ár munu stórir árgangar komast á eftir-
launaaldur. Ef menn bregðast ekki við þeini
vanda með því að grípa til aðgerða fljótlega,
þá er hætt við að kjör þessa hóps verði lakari í
ellinni en þeirra sem nú eru á sínum efri árum.
Velferðarstofnanir
Hér á landi hefur margfalt velferðarkerfi verið
sett á laggirnar. Lífeyriskerfið er að mestu
byggt á því að menn safni sér sjóðum til
elliáranna. Jafnframt gerir það ráð fyrir bótum
ef vinnugeta skerðist eða menn deyja frá maka
og börnum. Tryggingaslofnun greiðir ellilíf-
eyri sem er um það bil I3 þúsund krónur á
mánuði að grunni. Á hann hlaðast hins vegar
aukaliðir, sent nefnast tekjutrygging, heimilis-
uppbót, sérstök heimilisuppbót og fleira. Þess-
ar bætur geta hæst farið í liðlega 50 þúsund
krónur og að meðaltali eru þær um 30 þúsund
krónur mánaðarlega á hvern lífeyrisþega. Auk
þessa greiðir Tryggingastofnun ýmsan kostn-
að vegna sjúkra og fatlaðra. Atvinnuleysis-
tryggingasjóður greiðir þeim bætur sem ekki
eru í vinnu og félagsmálastofnanir sveitarfé-
laga hjálpa þeim sem eru efnalitlir. Nú er hins
vegar halli á rekstri hins opinbera og fyrir-
sjáanlegt að þjóðfélagið getur ekki til lengdar
staðið undir sömu útgjöldum og nú.
Hve stór er vandinn?
Það er athyglisvert að fram
að þessu hafa menn fyrst og
fremst skoðað hluta af fram-
tíðarvandanum, það er skuld-
bindingar lífeyrissjóðanna.
Samkvæmt yfirliti Vísbend-
ingar í 33. tbl. I994 námu
heildareignir lífeyrissjóðanna
í lok árs 1993 alls 209 millj-
örðurn króna en heildar-
skuldbindingar voru hins
vegar nálægt 300 milljörðum
króna. Með öðrum orðum þá
vantar tæplega 100 milljarða
upp á að endar nái saman eða
um 350 þúsund krónur á hvert mannsbarn.
Þessi vandi er vissulega stór en kostnaður
lífeyrissjóðanna er aðeins hluti af byrðinni
sem fylgir því að hlutfall aldraðra af þjóðinni
hækkar. Meðalgreiðsla almannatryggingaker-
fisins til aldraðra, ef saman eru talin elli-
lífeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót og aðr-
ar greiðslur er sem fyrr segir um 30 þúsund
krónur á mánuði eða 360 þúsund á ári. Ef
núvirði ellilífeyrisgreiðslna ríkissjóðs er metið
nteð sama hætti og gert er við lífeyrisskuld-
bindingar fæst að þessi skuldbinding er um
335 ntilljarðar króna vegna allra þeirra sern
þegar eru fæddir. Það eru rúmlega fimm
milljónir króna á fjögra manna fjölskyldu og
Mynd 1: Ólifuð ár 65 ára fslendinga 1900-1990
FJARMAGN
ER FORSENDA FRAMFARA
VIB hefur á liðnum árum tekið þátt í fjármögnun fjölda fyrirtækja, stofnana og
sveitarfélaga. Öruggur aðgangur að fjármagni hefur gert þessum aðilum kleift að vaxa
og dafna með auknu svigrúmi til framkvæmda og framfara.
• Skammtímafjármögnun - víxlar Nánari upplýsingar veita:
• Langtímafjármögnun - skuldabréf Vilhjálmur Vilhjálmsson, sími: 560 8919.
- hlutabréf Asgeir Þórðarson, sími: 560 8917.
FORYSTA í FJÁRMÁLUM!
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Ánmíla 13a, sími: 560 8900.
VÍSBENDING
13