Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 22

Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 22
uðum kostnaði. Mikilvægt er að menn gefi sér tíma til þess að fara vel yfir vanda beggja. Fyrirtæki getur lýst því yfír að ef launin hækki verði það að fækka starfsmönnum til þess að lenda ekki í kröggum. Starfsmenn gætu bent á það að nýta megi krafta þeirra betur þannig að tekjur aukist. Þá þyrfti ekki að reka neinn. 4. Láttu tilfinningamar ekki ráða samn- ingsgerðinni. Stundum geta málefni sem skipta engu ráðið úrslitum. Verkalýðsfélagið kemur með tillögu um nýtt vinnufyrirkomulag sem vinnuveitandinn hafnar með orðunum: „Þið vilduð þetta ekki um árið þegar við ósk- uðum eftir því.“ Það er ekki skynsemin sem ræður heldur er stund hefndarinnar runnin upp. Allt of oft ræður fortíðin úrslitum í nútíðinni. Það virðist vera erfitt að sætta sig við það að það er miklu auðveldara að breyta framtíðinni en fortíðinni. Sá sem efast um það þarf ekki annað en leiða hugann að trúar- bragðastríðum erlendis eða að innanfiokks- deilum hér á landi, sem enginn skilur, kannski síst þeir sem fara þar fremstir í flokki. Til þess að höggva á hnútinn í erfiðri deilu kemur vinnuveitandinn með nýja hugmynd, sem verkalýðsfélagið hafnar umsvifalaust: „Þetta er ekkert á borðinu hér og við ræðum ekki nýjar kröfur.“ í stað þess að halda sífellt áfram að leita nýrra lausna þá hjakka menn í sama farinu. Samningsaðilinn er óvinur, ekki félagi. En það verður aldrei fullbrýnt fyrir mönnum að á endanum verða báðir að geta unað við samninginn. Þess vegna er mikilvægt að aðilar fari saman yfir það sem líklegt er að fylgi í kjölfar samninganna. Leiðir breytingin til þess að verðbólga aukist; dregur úr at- vinnuleysi; fiæðir erlent vinnuafl inn á mark- aðinn? Þetta eru allt spurningar sem menn geta reynt að svara saman. Verkalýðsfélagið sem hrósaði sigri með 30% launahækkun kall- aði enn meiri verðbólgu yfir sig. Vinnuveit- andinn sem heldur launum niðri hrekur smám saman alla sem eitthvað geta úr stéttinni. 5. Beittu ekki bolabrögðum og láttu ekki þvinga þig til samninga. Bandamenn keyptu þá lexíu dýru verði eftir fyrri heimsstyrjöldina að þvinga Þjóðverja til þess að greiða háar og auðmýkjandi skaðabætur og kölluðu þá yfir sig heift og seinna hefnd í annarri heimsstyrj- öld. Þess vegna gættu menn þess vel eftir seinna stríð að byggja friðinn á efnahagsað- stoð og bandalögum. Verkalýðsfélag, sem l'er í verkfall á þeim tíma sem kemur sér verst fyrir vinnuveitandann, nær ef til fram öllum sínum kröfum en kallar það yfir sig að hann noti allar aðferðir til þess að gera vopn þess óvirk. Verkfall opinberra starfsmanna sem stöðvaði útsendingar Ríkisútvarpsins árið 1984 hefur líklega verið það lóð á vogarskálarnar sem tryggði að frjálst útvarp var samþykkt á Alþingi árið eftir. Forstjóri sem neitar að greiða fastan yfirvinnutíma sem greiddur hef- ur verið árum saman án sérstaks samkomulags fær engan til þess að vinna yfirvinnu þegar þörf er á. En hvað ef hinn vill alls ekki semja? Um þetta hafa einnig verið skrifaðar heilar bækur. Sjálfstætt framhald bókarinnar JA! heitir að sjálfsögðu Segðu ekki NEl eða á ensku Getting past no og er rituð af Ury einum. Þar tekur hann fyrir hvað gera eigi ef andstæðingurinn virðist alls ekki ætla að semja, eða hann er í miklu sterkari aðstöðu en við. Af undarlegri tilviljun hefur hinn höfund- ur JÁ!, Fisher, ásamt tveimur öðrum einnig gefið út bók um erfiða mótstöðumenn og heitir hans bók Eftir Machiavelli eða Beyond Machiavelli á ensku. Menn geta reynt að geta sér þess til hvað hafi valdið því að þeir náðu ekki saman um eina bók um þetta efni, félag- arnir. í Nei setur Ury fram eftirfarandi aðferð þegar andstæðingurinn er erfiður, jafnvel and- styggilegur: 1. Hafðu stjórn á þér. Ekki láta and- stæðinginn setja þig úr jafnvægi. Urn leið og honurn tekst það ert þú byrjaður að tapa. Ætli flestir geti ekki litið í eigin barnt og rifjað upp fjölmörg tilvik þar sem þeir ruku upp í reiði, skelltu dyrum og voru sjálfir í sárum á eftir. 2. Settu þig í hans spor. Hvað myndum við gera í hans stöðu? Ef við skiljum tilfinningar viðmælandans, glöggvum okkur á hans vígstöðu, tilfinningum og tortryggni, þá eigum við auðveldara með að ná samkomulagi. Er hugsanlegt að honunt finnist við jafnóþolandi og okkur finnst hann? 3. Afvopnaðu andstœðinginn. Hvernig bregst hann við ef við segjumst vel skilja að hann sé í erfíðri aðstöðu til að semja við okkur? Þá muni aðrir koma í kjölfarið og hann verði að veita þeim hið sama, auk þess sem hann verði að skýra samninginn fyrir sam- stjórnarmönnum sínum. Við skulum hjálpa honum að leysa sinn heimavanda um leið og við semjum um okkar mál. 4. Finndu sameiginlegan sáttagrundvöll. Eftir að við höfum sett okkur í spor mótstöðu- mannsins eigum við auðveldara með að stinga upp á lausn sem hjálpar báðum. Með þessu móti verður ekki aðeins erfið- ara fyrir hann að segja nei; það verður auðveld- ara að segja já! Meginatriðið er oft að brjóta ísinn. Einfalt atriði eins og byrja að spyrja hvernig utan- landsferðin hafi verið eða hvernig hestunum líði, gerir það erfiðara fyrir hinn að vera fúlan. Allan tímann þarf hinn að fá það á tilfinninguna að við séum sanngjarnir mótstöðumenn sem vilj- um ná ásættanlegri lausn fyrir hann. Við ætlum að ná árangri, ekki ná okkur niðri á viðmælandanum. Fisher leggur í seinni bók sinni áherslu á hjálpartækin sem menn eigi að nota í samninga- viðræðum. Þar bendir hann á eftirfarandi atriði: • Setjið fram minnis- lista um þau atriði sem geta varpað Ijósi á deil- urnar. Hverjar verða afieiðingarnar ef við- mælandinn fellst á til- lögur okkar og hverjar ef hann gerir það ekki? • 'fínið það úr vopnabúrinu sem með þarf, til dærnis ákvarðanatré eða það sem kalla mætti viðhorfstöflu. Þar skráum við ágrein- ingsefnin og hvernig þau horfa við deiluaðil- um. Hún getur oft aukið skilning okkar á við- horfum andstæðingsins. • Aðgerðaáætlun. Hvernig ætlum við vinna okkar heimavinnu, hvaða gögn þurfum við, hverjir eru okkar hagsmunir, hvernig kynnum við þá fyrir andstæðingnum, hvernig skýrum við okkar mál út á við? • Setjið fram kjarna deilunnar í stuttu máli, ails ekki í lengra máli en tveimur vélrituðum blaðsíðum. • Skiptið með ykkur verkum. Niðurlag Verðum við betri samningamenn á því að tileinka okkur aðferðir þær sem hér eru kynnt- ar? Svarið er afdráttarlaust: Já! Eru þessar aðferðir nokkuð meira en heil- brigð skynsemi færð í nýjan búning? Líklega ekki, en það er vel gert. Með því að temja okkur skipuleg vinnubrögð af þessu tagi er líklegra en ella að við getum forðast átök en þó náð árangri. Markntiðið er ekki að kaupa sér frið heldur að ná okkar fram án illdeilna. Líklegast er mönnum fremur í blóð borið að berjast við bræður sína en að lynda við þá. Þess vegna eru hugmyndir eins og þær sem hér eru kynntar afar gagnlegar, því þeim er hægt að beita jafnt við vopnaskak stórvelda sem í deilum um það hver eigi að fara út með ruslið. í samningum er enginn sigurvegari. Eftir alvörusamninga eru allir samningsðilar ánægðir, því ekki var hægt að gera betur. ÁBYRGÐAR BÓNUS Fjölskyldur sem vátryggja ALLT HJÁ ÁBYRGÐ fá allt aö 20% afslátt af heimilis- tryggingu og 10% af öörum vátryggingum nema ökutœkjatryggingum og geta unniö sér rétt til 10% endurgreióslu iógjalda. Þú nýtur einnig aukinnar bónusverndar og átt rétt á frfum bflaleigubfl i viku ef þú lendir í kaskótrjóni! Kynntu þér kjörin hjá okkur TAKTU ÁBYRGÐ! Vá tryggingafélagið til eflingar bindindis og heilsu Lágmúla 5 - Reykjavík - sími 588 9700 22 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.