Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 17
w
eftir Hannes Hólmstein Gissurarson
Islendingar kunna miklu betur að meta liðug-
an talanda en vel unnið verk. Þeir bera meiri
virðingu fyrir lærðum mönnunt en leikum,
meiri virðingu fyrir mælsku en mætti. Ég skal
nefna lítið dæmi. Andvari nefnist gamalt og
virðulegt tímarit senr flytur einkunr ævisögur
merkra íslendinga. Ég taldi nýlega saman um
hvaða íslendinga hefði verið skrifað í fyrstu
100 árganga Andvara. í ljós kom að þar voru
ævisögur 66 embættismanna, presta, dómara,
bankastjóra (ríkisbanka), prófessora og ann-
arra kennara. Þar voru ævisögur 28 lista-
manna, leikara, skálda og vísindamanna. Þar
voru ævisögur 23 stjórnmálamanna og 9
bænda, en 14 menn, sem um var ritað, var erf-
itt að flokka. En í þessum spegli okkar Islend-
inga var aðeins rakin ævi fjögurra athafna-
manna, þeirra á meðal eins samvinnumanns!
Þessar tölur segja mikla sögu um gildismat
okkar íslendinga, virðingarstiga okkar.
Sigfús Bjarnason í Heklu var athafnamaður
- einn þeirra manna, sem lyftu raunverulegu
grettistaki í lífí sfnu og með því. Hann var
l'æddur og alinn upp í sárri fátækt í Miðfirði í
Húnaþingi, elstur sjö barna þeirra Margrétar
Sigfúsdóttur og Bjarna Björnssonar. Hugur
hans hneigðist snemma að fésýslu og
framkvæmdum. Innan við fermingu tók hann
að smíða orf og hrífur, sem hann seldi, og
lagfæra hluti fyrir foreldra sína. Sautján ára
fór Sigfús fótgangandi suður í Borgames, tók
þaðan ferju til Reykjavíkur og komst í verka-
mannavinnu þar og í Hafnarftrði. En haustið
1930 veiktist faðir hans, svo að Sigfús sneri
aftur norður til að hjálpa foreldrum sínum.
Þegar um hægðist ákvað hann að leita sér
meiri menntunar og settist vorið 1931 í
nýstofnaðan héraðsskóla í Hrútafirði, Reykja-
skóla. Þar rak hann mötuneyti fyrir nemendur
og kynntist eiginkonu sinni, sem síðar varð,
Rannveigu Ingimundardóttur l'rá Djúpavogi.
Að loknu námi í Reykjaskóla hugðist
Sigfús hefja nám í Samvinnuskólanum í
Reykjavík. En vorið 1932 hljóp óvænt snurða
á þráðinn. Þá hafði Sigfús forystu um mót-
mæli nemenda við prófdómara, sem þeim
þótti ósanngjarn. Jónas Jónsson frá Hriflu,
sem þá var í senn skólastjóri Samvinnuskólans
og kennslumálaráðherra landsins, gerði hinunt
baldna skólasveini í Húnaþingi þá orð um það
að hann fengi hvergi skólavist, léti hann ekki
strax af öllum mótmælum.
Sigfús Bjarnason hafði hótun kennslu-
málaráðherrans að engu og hélt til Reykjavík-
ur haustið 1932 í því skyni að setjast í Versl-
unarskólann, því að þangað náði ráðherra-
valdið ekki, enda Verslunarskólinn einkaskóli.
En sökum fátæktar varð hann að fresta nám-
inu og útvega sér vinnu. Hann var fyrst
mjólkurpóstur en fckk síðan vinnu í ftski fyrir
milligöngu Ólafs Thors. Hann hóf líka að selja
tryggingar í hjáverkum og ekki leið á löngu
þangað til hann hafði nægilegt fé handa í milli
til þess að vilja hefja verslun. Og hinn 20.
desember 1933 stofnaði hann heildverslunina
Heklu ásamt tveimur vinum sínum, Magnúsi
Víglundssyni og Pétri Þórðarsyni.
Fyrstu árin seldi Sigfús aðallega ávexti frá
Spáni og eignaðist brátt nokkra góða og fasta
viðskiptavini. En þegar öll viðskipti við Spán
féllu niður í borgarastríðinu þar, varð Sigfús
að afla sér nýrra sambanda. Hóf hann inn-
flulning vefnaðarvöru frá Þýskalandi og Italíu.
Eftir að stríðið skall á í lok ársins 1939
stöðvuðust líka öll viðskipti við þessi lönd, og
þá tók Sigfús að flytja inn vörur frá Bretlandi.
Jafnframt stofnaði hann saumastofu og vinnu-
fataverksmiðju. Árið 1942 varð Hekla hluta-
félag í eigu Sigfúsar og fjölskyldu hans. í
stríðinu hóf Sigfús viðskipti við ýmis banda-
Ein i n g a b r é f 1 10 á r a
10. maí 1985 100.000 kr.
Einingabréf 1 hjá Kaupþing hf. hafa skilað nær 10% árlegri
raunávöxtun að meðaltali 110 ár. Hafðu samband við ráðgjafa okkar
í síma 568 9080 og fáðu sendar nánari upplýsingar.
10. maí 1995 754.800 kr.
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki
í eigu Búnadaiiankans og spansjóðanna
VÍSBENDING
17