Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 10

Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 10
samningur Alþýðusambandsfélaganna, BSRB og Kennarasambands íslands árið 1991, þegar ég lagði fram víðtæka sameiginlega miðlunar- tillögu fyrir öll samböndin. Hvemig myndirðu lýsa vinnubrögðum rík- issáttasemjara? Hafa orðið einhverjar breyt- ingar á þeim ? Ekki byltingarkenndar breytingar, en ein breyting þó. I lögunum er getið um svokallaða miðlunartillögu sem sáttasemjari rná leggja fram þegar viðræður ganga illa. Slík tillaga er lögð fram beint til atkvæðagreiðslu í félögun- um án þess að hún komi til atkvæða í samn- inganefndunum. Þá þarf aukinn tneirihluta í félögunum, ef þátttaka er lítil, til að hún fái samþykki. Torfi - sem var ríkissáttasemjari í 34 ár og átti mikinn hlut að vinnulöggjöfinni 1938 - kaus að nota þessa aðferð lítið, en lagði oft fram innanhússtillögu. Slík tillaga er lögð fyrir samninganefndirnar til samþykkis eða synjunar. Hann skapaði það form og gerði það að sinni aðalreglu. Því hélt ég og hafði sem meginreglu. Þó hefur í seinni tíð þurft að grípa til formlegrar miðlunartillögu - ég hef senni- lega upp undir 10 sinnum á síðustu árum lagt slíka fram, en það hefur ávallt verið að höfðu samráði við nefndirnar, enda er gert ráð fyrir því í lögunum að slíkt samráð sé haft. Ein sú síðasta sem ég lagði fram 1991 er náttúrulega minnisstæð því hún náði til 80% af vinnu- markaðinum, en var unnin þannig að samn- ingurinn var í raun og veru til nema í tveim eða þrenrur atriðum. Þarna voru öll Alþýðu- sambandsfélögin, BSRB-félögin og Kennara- sambandið. Mér er þetta mjög minnisstætt þv( það er gífurleg vinna í að útbúa svona tillögu. Þetta er eiginlega eina breytingin á vinnu- brögðunum sem ég get nefnt. Við höfum sem sé samhliða innanhússtillögum notað okkur þessa formlegu miðlunartillögu sem lögin gera ráð fyrir. En hafa orðið breytingar á samskiptum og vinnubrögðum deiluaðilanna ? Ég held það megi taka undir það sem Torfi Hjartarson segir í tímaritsgrein um þessi efni. Hann lýsir þeim breytingum sem urðu á hans tíma, frá 1945 til 1978 þegar hann lætur af störfum. Samskipti aðila voru oft persónulega illvígari á fyrri hluta tímabilsins, en það breyttist smám saman. Ég tel að þetta hafi haldist síðan. Menn eru ekki í eins persónu- legu skítkasti - það er líka samvinna á milli deiluaðila og stundum mjög mikil. Mér sýnist þetta vera sama þróun og hefur orðið í pólitíkinni, þetta hefur haldist í hend- ur. Menn eru orðnir miklu málefnalegri og persónulegt skftkast á undanhaldi. Nú er það oft svo í vinnudeilum að menn fara ekki að tala saman fyrr en í óefni er kom- ið. Er eitthvað hœgt að gera til að breyta því? Það er alveg rétt. í raun og veru er það miður. Ríkissáttasemjari hefur heimild til að taka málin í sínar hendur um leið og vinnu- deila hefst. En maður gerir það ekki fyrr en verkfall hefur verið boðað, eða annar hvor aðilinn eða báðir hafa beðið um afskipti rfkis- sáttasemjara. Ég hef einnig þá skoðun að það sé best að reyna til hins ýtrasta að ná sáttum án þess að vera með formlega tillögugerð. En vinnubrögðin eru misjöfn eftir löndum. Hlið- stæð stofnun við embætti ríkissáttasemjara hér heitir ACAS í Bretlandi, þ.e. Advisory, Conciliation and Arbitration Service. Auk ýmissar ráðgjafar og upplýsingastarfa fyrir aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera annast stofnunin þrjú stig sáttamála. Hið fyrsta er conciliation, þ.e. almenn sáttastörf án þess að borin sé fram tillaga. A því stigi leys- ast flest mál. Næst er það mediation, þ.e. sáttastarf sem endar með formlegri miðlunar- tillögu. Það stig nota Bretar lítið, þótt lögin geri ráð fyrir að það sé gert, ef málið leystist ekki með conciliation, heldur fer málið beint í gerðardóm (arbitration). Niðurstaða gerðar- dóms er ekki lagalega bindandi, en Bretar telja hana „morally binding". Verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum hefur sett sig mjög á móti gerðardómsleiðinni. Þó eru þess nokkur dæmi hér á landi að samningsaðilar hafa fallist á frjálsan gerðardóm, sem er bindandi. Auk þess hefur Alþingi alloft gripið til gerðardómslaga. Norðurlandaþjóðirnar leggja megináherslu á að leysa kjaradeilur með almennum sáttastörf- um og tillögugerð (innanhússtillögu eða form- legri miðlunartillögu), ef þurfa þykir. Við höfum heimild til að leggja fram miðlunartillögu, en það er ekki skylda. Það var reyndar skylda í gömlu lögunum um opin- bera starfsmenn, en reynslan frá stóra verk- fallinu 1984 varð til þess að menn sættust á að breyta þessu. Ég vil gæta hófs í að leggja fram tillögur, einkum formlegar miðlunartillögur, vegna þess að þá tek ég frumkvæðið frá aðilum. Og ef tillögugerð verður meginreglan, þá erum við komin út á hálan ís. Launamál eru hluti af efnahagsstefnu - og á þá einn maður að móta efnahagsstefnu ríkisstjórnar með tillögugerð? Mér finnst það hæpið og vil ekki grípa til miðlunartillögu nema brýna nauðsyn beri til. Ég hef verið íhaldssamur á það og lagt megin- áherslu á að skapa umgjörð fyrir menn til að ræðast við í. Þetta er lfka þróunin sem er að verða í Evrópu. Það kom fram á fyrstu alþjóð- lcgri ráðstefnu ríkissáttasemjara sem haldin var á írlandi 1993 að menn leggja æ meiri áherslu á þessa leið. Ég held að það undirstriki að aðilar vinnu- markaðarins séu í raun og veru sammála þessu, að síðustu þrjú árin er það orðin regla að þeir óska eftir að fá að halda fundi hjá rík- issáttasemjara - á hlutlausum stað - þó að ekki sé búið að boða verkfall. 1 húsakynnum ríkis- sáttasemjara er því mikið l’undað þó að málin séu ckki formlega hjá embættinu. Þetta tel ég vera af hinu góða. Ríkissáttasemjari tekur ýmislegt ónæði af aðilum eins og að boða fundi og útvega fundasali o.fl. Hér er góð að- staða að öllu leyti og ef málin fara í hnút þá veit ríkissáttasemjari hvar þau standa, en þarf ekki að byrja á að setja sig inn í þau. Hvaða eiginleika þurfa menn að hafa til að bera til að jafna ósœtti? Skiptir ntáli að hafa samningatœkni á valdi sínu eða er þetta meðfœddur eiginleiki sem bara sumir einstak- lingar eru gœddir? Torfí Hjartarson sagði oft að það væru sennilega helst sálfræðingar sem gætu tekið starf sáttasemjara að sér. Algengast er á Norð- urlöndunum að lögfræðingar séu skipaðir sáttasemjarar, en ýmis dæmi eru þó um annað, t.d. hinn þekkti danski hagfræðingur og ríkis- sáttasemjari liú Mette Kofoed-Björnson. Ég tel að lögfræðimenntun sé gagnleg í þessu starfi, en þó ekki nauðsynleg, og sáttasemjari má aldrei setjast í dómarasæti. Almenn dóm- greind er sennilega mikilvægasta forsenda sáttasemjarastarfa. Ég vil hins vegar ekki útiloka það að samn- ingatækni skipti máli og engir tveir menn nota sömu aðferð. Þegar öllu er á botninn hvolft tel ég að það skipti afar miklu máli að kynnast fólkinu senr annast samningsgerðina. Ég hef gert töluvert af þvf, þegar ég hef haft lausa stund, að fara út á land án þess að vera í formlegum erinda- gjörðum, þannig að ég tel mig hafa haft gott samband við það fólk sem er hér á samninga- fundum, tel mig þekkja það. Mér eru mjög minnisstæðir Akureyrar- samningarnir svokölluðu fyrir nokkrum árum. Þetta voru samningar Verkamannasambands íslands við vinnuveitendur. Mikil áhersla hafði verið lögð á það að fá samningafundina út á land, helst f heimabyggð sérhvers félags. Því varð ekki við komið, en aðilar málsins sættust á að halda fundina á Akureyri. Það tók 4 eða 5 sólarhringa að ganga frá tjölmörgum aðalsamningum og sérsamningum, alls upp á unr 400 blaðsíður. Ég er þess fullviss að hið nána persónulega samband sem tókst þarna með einstaklingum beggja vegna borðsins, ekki síst í hléum milli funda, átti stóran þátt í góðum, viðamiklum samningum, sem þarna tókust. Nú hefur veríð rœtt um að tilteknar stéttir séu í þeirri aðstöðu að geta valdið miklum skaða með verkföllum og heyrst hafa raddir sem vilja svipta þœr verkfallsréttinum. Er til einhver leið til að tryggja sanngjarnan gerð- ardóm sem allir aðilar myndu sœtta sig við? Það er afar erfitt. Ýmis mál hafa reyndar verið sett í frjálsan gerðardóm. Mjólkurfræð- ingar hafa gert það einu sinni eða tvisvar á mínum tíma og þá hafa deiluaðilar fallist á það fyrirfram að hlíta niðurstöðunni. Sá dóm- ur er þá skipaður af Hæstarétti eða Héraðs- dómi Reykjavíkur eða áþekkum aðila. Ég tel að ríkissáttasemjari eigi ekki að skipa í slíkan dóm, hann tengist þá þeim manni sem hann skipar, en hann á að halda sig frá dómara- störfunum. Ég er þeirrar skoðunar að það sé töluvert langt í að menn sætti sig almennt við að gerð- ardómsleiðin sé farin, en maður heyrir víða að fólk gerir kröfur unt breytingar. Oft er spurt: A að auka vald ríkissáttasemjara? A hann til dæmis að geta frestað verkföllum? Annað: Er hægt að takmarka verkfallsréttinn, er hann of víður? I þriðja lagi: Er hægt að koma í veg 10 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.