Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 12

Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 12
„Guðlaugur hefur sjötta skilnínaarvítíð' Guðmundur jaki býður Guðlaugi í nefið í upphafi þjóðarsáttarsamninga. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, hefur háð marga rimmuna við atvinnurek- endur og þekkir vel störf ríkissáttasemjara. Hann gaf sér tíma til þess að meta þær breyt- ingar sem orðið hafa á starfinu: „Þegar Torfi Hjartarson lét af starfi ríkissáttasemjara var almennt sú trú í landinu að enginn gæti tekið við þessu embætti. Hann var orðinn mjög fullorðinn og búinn að vera sáttasemjari í langan tíma. Hann var hörkukarl og skörungur í þessu starfi, maraþonsmethafi í vökum, glöggur og harðsnúinn. Guðlaugur var einn þeirra mörgu sem sóttu um starfið. Hann hafði langmesta reynslu umsækjenda, enda verið eins konar aðstoðarsáttasemjari og setið í mörgum sáttanefndum um árabil. Menn biðu milli vonar og ótta um hver tæki við þessu embætti, en voru almennt ánægðir þegar Guðlaugur fékk það. Hann var ákaflega ólíkur Torfa. Torfi var svona drumbur, en glöggur karlinn og harður, átti það til að vera brúlall, en hafði feikilega hæfni í þetta starf. Þegar Guðlaugur tók við skipti nokkuð yfir. Torfi neitaði t.d. alltaf að tala við blaðamenn, rak þá út úr húsinu og trylltist ef hann sá þá - þá var ekki komin þessi fjölmiðlaöld sem nú er. Guðlaugur tók á starfinu af mikilli Ijúfmennsku og ávann sér traust manna og hylli. Hann var ekki að troða ákveðnum skoðunum upp á menn, heldur kannaði hann ákaflega vel viðhorf beggja aðila og leiddi menn saman með hógværð og lempni. Ef það var að slá í mjög mikla hörku þá frestaði hann fundi og þreifaði sig áfram. Það hefur aldrei nokkur maður brugðið Guðlaugi um ósannsögli eða óábyggilegheit allan þann tíma sem hann var sáttasemjari. Hann stjórnaði þessu ekki með hörku eða ofsa, var þó býsna drjúgur og ég held að engum nema sjaldgæfum fyrirbærum hafi dottið í hug að sýna Guðlaugi ókurteisi. Hann varð fljótt vinsæll og býsna farsæll í þessu starfi. Hann sýndi öllum virðingu og kurteisi, hvort sem það var óvanur samningamaður eða rútíneraður og kjaftfor samningajálkur. Hann var oft ótrúlega farsæll í að leiða saman and- stæð sjónarmið og finna milliveg, sem gat verið býsna erfitt. Auk hógværðar og elskulegheita var hann glöggur og fljótur að setja sig inn í málin, enda var hann býsna vel kunnugur vinnu- markaðinum. Bæði naut hann fjölbreytilegrar starfsreynslu úr fjármálaráðuneytinu, Hagstof- unni og Háskólanum og svo hafði hann unnið ýmsa vinnu á námsárunum, þannig að hann hafði sjálfur reynslu af almennum störfum og þekkti kjör hins vinnandi manns. Hann var aldrei tjarlægur maður sem sté olan úr hásæti. Hann gat hins vegar lagt rnjög fast að mönn- um þegar svo bar undir, en hann tók vel öllum tillögum eða ábendingum og oft sá maður þær koma seinna fram í svolítið breyttri mynd - og þá var tekið mið af sjónarmiðum beggja aðila. Það að koma sátt á milli fylkinga sem standa gráar fyrir járnum er enginn leikur. En Guðlaugur var aldrei vændur um hlutdrægni, af hvorugum aðila. Almennt báru menn jákvæðan hug til hans og marga deiluna leysti hann, sem maður taldi að væri torleyst. Þar kom til það sem ég vil kalla sjötta skiln- ingarvitið. Hann var glöggur og næmur á áherslur aðila, þreifaði fyrir sér, þangað til hann fann leið til að láta menn ná saman. 1 þessu tókst honum stundum ótrúlega vel upp.“ INMARSAT og X.400 cc.Mail, DaVinci, LotusNotes, MHS, MSMail, OpenMail SKÍMA býður tengingar við INTERNET fyrir einkatölvur eða fyrir tölvunetfyrirtœkja SKÍMA býður fyrirtækjum hönmm og rekstur heimasíðna á INTERNET upplýsingar sem berast heimshoma á milli ÖRYGGI ~ HRAÐI ~ SPARNAÐUR ~ HAGRÆÐING 12 VISBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.