Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 3
Gull og grjót - Arnljótur Ólafsson fyrsti íslenski hagfræðingurinn eftir Ásgeir Jónsson Sáttasemjari en ekki dómari - viðtal við Guölaug Þorvádsson Þorgeir Kjartansson skráði 5 9 „Guðlaugur hefur sjötta skilningarvitið“ - segir Guðmundur J. Þorgeir Kjartansson skráði Fer heimurinn versnandi? - Velferðarbyrðin næstu, 100 árin eftir f3enedikt Jóhannesson Sigfús í Heklu • eftir Hannes Hólmstein Gissurarson 12 13 17 Maður er aldrei ánægður með samninga - Um samningatækni eftir Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Talnakönnun h', Borgartúni 23, 105 Reykjavík, Sími: 561 7575, myndsendir: 561 8646, Ritstjórn: Ásgeír Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Málfarsráðgjöf: MáM'sindastofnun Háskólans. Forsíðumynd: RagnarTh. Sigurðsson Umbrot og prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 3,000 eintök, Öll réttindi áskilin. Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. i / :si orasnia í þessu sumarblaði Vfsbendingar er meðal annars fjallað um séra Arnljót Olafsson sem fyrstur íslendinga skrifaði bók um fræðilega hagfræði. Arnljótur stóð í nær öllum pólitískum deilum sem völ var á síðari helming 19. aldar og átti þar í höggi við helstu stjórnmálaskörunga þjóðarinnar, Jón Sigurðsson forseta, Benedikt Sveinsson og valtýinga. Arnljótur var menntaður hagfræðingur og ril hans er skemmtilegt aflestrar, þar sent santan fer mögnuð hagfræði og gott málfar. En bókin er annað og meira. Hún sviðsetur klassíska hagfræði við íslenskar aðstæður, og sú svið- setning virðist falla furðuvel að hugarfari þjóðar- innar og ráðamanna hennar enn í dag, þótt 115 ár séu síðan bókin kom fyrst út. Saga þjóðarinnar á tímaskeiðunum 1860 -1895 og frá 1960-1995 á sér eitt sammerkt: baráttu gegn höftum og forsjár- hyggju. Mikilvægasta frelsisbaráttan á síðustu öld var ekki barátta fyrir þjóðfrelsi eða aðskilnaði frá Danaveldi, heldur baráttan fyrir mann- frelsi og þar stóð Arnljótur í fylkingarbrjósti. Arið 1860 var líf alþýðu á flestan hátt njörv- að niður undir forsjá valdsmanna, t.d. var fólk bundið fæðingarhreppi sínum og lögskipað að vera vinnuhjú. Baráttan fyrir frelsi þessa fólks var ekki háð við Dani, heldur við Alþingi íslendinga sem þá var eitt afturhaldssamasta þjóðþing í Vestur-Evrópu. En nú eru aðeins um 100 ár síðan Alþingi lögfesti rétt almennings til að kjósa sér atvinnu. Þá var vinnu- aflinu, helsta framleiðsluþætti landsins, sleppt lausu og þá fyrst fóru hjólin að snúast í íslensku hagkerli og framsókn þjóðarinnar hófst fyrir alvöru. Um síðustu aldamót hvöttu þjóðskáldin til djörfungar og dáða í Ijóðum sínum, til frelsis og framfara, en brátt sló í bakseglin. í erfiðleikum kreppuáranna var landinu lokað, hag- kerfið varð aftur reyrt í fjötra, og ljármagnskerfinu komið undir handarjaðar Alþingis og það heft á flestan máta. Fjármagnið sem lagðist til í kjölfar iðnvæðingar var, eins og vinnu- aflið forðum, fest í ákveðnum farvegi eða atvinnugreinum með lagaboðum og milli- færslum. Afleiðingamar urðu þær sömu á báðum tímaskeiðum, sóun og fábreyttir atvinnu- vegir. Frá 1960 hefur önnur frelsisbarátta staðið yfir, gegn höftum og forsjárhyggju, og enn sem fyrr hefur Alþingi verið eitt íhaldssamasta þjóðþing í Vestur-Evrópu. Séra Arnljótur hefði hæglega getað staðið í pontu Alþingis á síðustu árum, sem á sinni tíð, og deilt um sömu grundvallaratriði í hagstjórn og á síðustu öld, en í dag hlyti hann líklega nafnbótina nýfrjálshyggjumaður. Nokkuð hefur mjakast í þessari baráttu. Aukið frjálsræði í fjár- magnsviðskiptum hóf fyrst að brjótast fram fyrir 10 árum en ennþá er nokkuð í land. Við kunnunt að hafa barist fyrir sjálfstæði og staðið vörð unt þjóðfrelsið, en mannfrels- ið höfum við ekki virt í þeim skilningi að almúginn hefur ekki verið látinn sjálfráður gerða sinna. Ráðamennirnir hafa alltaf þóst þess untkomnir að geta valið fyrir fólkið, lramleið- endur sem neytendur, hvað sé þörf og hvað vangá og hvernig fjármunum þeirra skuli var- ið. Forsjá sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót. Þegar vinnuaflið slapp undan forsjá stjómmálamanna varð mikið framfarastökk í sögu þjóðarinnar og nýir atvinnuvegir byggð- ust upp. Nú stefnum við inn í nýja öld og fjármagnið virðast vera að losna undan forsjá Alþingis, og við gæturn vænst álíka framfara og hófust fyrir 100 árum, þótt lítil hvatning hafi komið frá þjóðskáldum enn sem komið er. En besta leiðin til að vernda sjálfstæði landsins og menningu þjóðarinnar er, eins og skáldin boðuðu fyrir öld síðan, í gegnum frelsi og framfarir, þannig að við stöndum jafnfætis öðrum þjóðum. Með það að markmiði sóttumst við eftir sjálfstæði og þannig munum við halda því. Upp er runninn tími nýrrar djörfungar og dáða í anda séra Arnljóts. HOTEL REYKJAVÍK Tvö (róö hótel — tveir góðir kostir! Nýuppgert 7. Jlokks hótel með 100 rúmgóðum herbergjum. Staðsett í kyrrlátu umhverji skammt frái Laugardal. Glœsileg veislu- og ráðstefnuaðstaða. Nýtt 60 herbergja Jiótel í hjarta borgarinnar Vinsamleg og persónuleg pjónusta. Urval góðra matsölustaða í nœsta nágrenni. HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 • Stmi 568 9000 • Fax 568 0675 Rauðarárstíg 37 • Sími 562 6250 • Fax 562 6350 VÍSBENDING 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.