Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 7

Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 7
VÍSBENDING Sá sem á bú, þótt lítið sé, er sinn eigin herra. Einstaklings- hyggjan var vissulega til að fomu og til hennar er hvatt. Enda þekkir sögumaður engan þann sem er svo gjafmildur að hann ætlaðist ekki til launa fyrir gjafir eða að leið séu laun19. En ekki er hvatt til sparnaðar því eigi menn fé skyldu þeir ekki þörfþola40, það er líða skort. Því oft sparír leiðum það sem Ijúfum er hugað40, það er oft fær annar spamaðinn en til er ætlast. Til dæmis gæti leiður tengdasonur fengið sparifé sem ætlað var ljúfri dóttur. Það er reyndar mikilvægt að minna á, að fræðimenn nú á dögum telja sumir að erfðir rugli grundvallarlögmál kapítalismans. En orðið auðugur kemur ekki fyrir fyrr en því er lýst hvernig gæfan snerist þegar sögumaður fór einn saman og varð villur vega; en auðugur þóttist er hann annanfann því maður er manns gaman47. Hinn sanni auður felst ekki í peningum heldur í góðum félaga. Þessi vísindi eiga ekki síður við nú á tímum en alltaf verða menn að uppgötva þau upp á nýtt. En þó að menn eigi að deila með öðrum því sem þeir eiga er óþarfi að gera það í óhófi því oft kaupir sér í litlu lof52. Meðalhófið er í flestu best að mati höfundar. Ríki sitt skyldi ráðsnotra (hygginn) hver í hófi hafa64. Bandaríkjamenn vitna oft í Benjamín Franklín sem sagði: Early to bed and early to rise makes that man healthy, wealthy and wise. Hávamál segja mörgum öldum áður: Ár skal rísa, sá er á yrkjendur fáa, og ganga síns verka á vit. Margt um dvelur, þann er um morgun sefur. Hálfur er auður und hvötum.59 Sá sem á fáa vinnumenn á að fara snemma á fætur á vit verka sinna. Hálfur auðurinn er undir því kominn að vera röskur. Höfundur veit vel að menn sækjast eftir auði, en margt fleira veitir sælu. Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel.69 Mestu skiptir að halda lífi en rninnu þótt menn séu ekki alheilir því haltur ríður hmssi, hjörð rekur handar vanur, daufur vegur og dugir.7' Hér er ekki litið niður á menn þótt þeir gangi ekki heilir til skógar því að þeir geta gert margvíslegt gagn. En að endingu segir að auðurinn einn geri menn ekki mikla heldur þvert á móti: Margur verður afaurum api75. Viðhorf viturra manna Af þessum tveimur merku kvæðum má ráða að margt af því sem nú er grundvallarhugsjón einstaklingsfrelsis hafi verið höfund- um þessara bálka vel kunnugt. Of djúpt er í árinni tekið að segja að þau lýsi kapítalisma, því að markaðir voru ekki til í þeirri merkingu sem við nú leggjum í það orð, en hins vegar var lítið um það sem nú veldur mestu óhagræði, millifærslur af ýmsu tagi. Höft voru að sjálf- sögðu talsverð vegna þess hve samgöngur voru erfiðar og hvergi er í þessum kvæðum hvatt til verslunar. í hnotskum er hægt að fullyrða að speki Hávamála um dugnað, vináttu, visku og meðalhóf sé gott vegamesti hveijum þeim sem hyggst halda út í viðskiptalífið. Enginn verður maður að meiri með því að gera lítið úr öðmm. Menn eiga að verða sjálfs síns herrar en hjálpa þeim sem em hjálpar þurfi. Alls ekki er víst að þetta hafi verið almennt viðhorf en var þó, þá jafnt sem nú, viðhorf viturra manna. * Texli kvæða er byggður á útgáfu Ólafs Briem, Eddukvœði, Skálholt 1968. Tölur vísa í erindanúmer í útgáfu Ólafs. Göngugreinum með tölvutækni Mælum lengd fótleggja Ráðgjöf er veitt varðandi innlegg og skófatnað Sjúkraskósmíði T ölvugöngugreining ÖSSUR HF. Grjóthálsi 5 110 Reykjavik Sfmi 515 1300 Fax 515 1366 mottaka@ossur.is www.ossur.com Nánari upplýslngar og tímapantanir I síma 515 13 35 ri ÖSSUR 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.