Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 28

Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 28
VÍSBENDING Gleðiefni - og bölvun Frá upphafi var andstaðan gegn íslands- banka af tvennum toga. f öðrum flokkn- um voru þeir gætnu og íhaldssömu, sem töldu þjóðina reisa sér hurðarás um öxl með því bruðli og óráðsíu, sem innleidd yrðu í þjóðlífið með svo stórfelldu innstreymi er- lends fjármagns. Dr. Jónas Jónassen land- læknir má teljast dæmigerður talsmaður fyrir þennan hóp. Þegar alþingismönnum þótti útséð um það sumarið 1903, að af stofnun bankans yrði, kvað hann svo að orði í umræðum á þinginu: „Það er sannarlegt gleðiefni fyrir íslendinga, að þetta mál er nú komið í það horf, sem það nú er í. Nú er það komið fram að þeir menn sem ætluðu sér að stofna hér banka til þess að geta grætt á því hafa ekki getað fengið næga peninga til þess.“ Ennfremur segir Jónassen, „má nærri geta, hvemig myndi hafa farið, ef þessir menn hefðu hefðu stofnað banka hér á landi, það hefði verið sú mesta bölvun fyrir þetta land....þess vegna held ég, að sú fregn sem barst hingað upp með síðasta póstskipi um daginn, að þeir menn munu alls ekki koma hingað upp í sumar til þess að stofna hér banka, sé sú gleðilegasta fregn, sem hugsast gat fyrir þetta land.“ Aðstaða til að mergsjúga landann / Ahinn bóginn voru svo þjóðernissinn- arnir, sem óttuðust, að hinir erlendu hluthafar Islandsbanka hefðu aðstöðu til að mergsjúga landsmenn með óhóflegum arði af hlutafé sínu. Það reyndist Grýla ein. Strax á fyrsta l'undi bankaráðs dagana 7. og 9. maí 1904 var enginn hinna þriggja dönsku fulltrúa mættur á fundinum, og var það yfírleitt undantekning að nokkur þeirra mætti á þessa fundi, sem haldnir voru einu sinni á ári. Fólu þeir þá venjulega ráðherra eða landritara umboð sitt. Það voru því Is- lendingar einir, sem tóku ákvarðanir í mál- efnum bankans, svo sem um arðsúthlutun og gátu því í rauninni skammtað hluthöfun- um það sem þeim sýndist. Að vísu gáfu hlutabréf íslandsbanka á stundum dágóðan arð, en það var alltaf á valdi íslenskra aðila að ákvarða hann. Aðeins einu sinni virðast dönsku fulltrúarnir hafa tekið frumkvæði um ákvörðun bankaráðs. Var það á auka- fundi, sem boðaður hafði verið 3. mars 1909, en þá sendu þeir fundinum skeyti með ósk um að Hannes Hafstein, sem þá hafði verið felldur frá ráðherradómi, yrði ráðinn bankastjóri í hið auða sæti Páls Briems. Var það einróma samþykkt af ís- lensku fulltrúunum. Arður og gengi Arðsúthlutun til hluthafa var yfirleitt mjög stöðug á bilinu 5,5-6,5 prósent, en fór niður í 5% 1913 og '14 vegna gjald- þrots Milljónafélagsins. Frá 1915-19 var út- hlutaður arður á bilinu 6-12%. Nokkuð seig á ógæfuhliðina á árunum eftir heimsstyrj- öldina, bæði vegna aðstæðna á heimsmark- aði og „síldarkrakksins" 1919, sem gekk mjög nærri útgerðinni. Til 1925 er þó út- hlutað 5% arði, nema síðasta árið 4%. Eftir það er ekki úthlutað arði til hluthafa. Islandsbanki var frá upphafi skráður á kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Gengi bréfanna var nokkuð stöðugt fram að heimsstyrjöldinni en féll nokkuð - niður í 80 - við gjaldþrot Milljónafélagsins. Hins vegar þaut það upp á styrjaldarárunum og var í 130 árið 1919. Frá 1922 fór genginu hnignandi og fór lægst í 17 árið 1927. At- hyglisvert er að gengi bréfanna hækkaði að nýju í 40% af nafnverði 1929, en féll síðan aftur, þannig að við síðustu skráningu þeir- ra 1. febrúar 1930 er það í 24. En þá var það orðið heyrinkunnugt í Danmörku að lokun bankans væri yfirvofandi. s Lokun Islandsbanka - nauð- synleg eða réttmæt? Var það réttmæt og eðlileg ráðstöfun að láta koma til lokunar íslandsbanka? Það varð smám saman hefðbundin skoðun. T. d. kemst Klemens Tryggvason þannig að orði um afdrif bankans: „Snemma á árinu 1930 varð íslandsbanki svo að loka vegna fjárhagsörðugleika. Hafði hann orðið fyrir miklum töpum, og traust erlendra lánar- drottna og innstæðueigenda á honum hafði þorrið til muna. Kom nú til kasta Alþingis að ráða skjótt fram úr þeim mikla vanda, sem skapaðist við það, að annar höfuðbanki landsins, neyddist til að stöðva starfsemi sína.“ Og prófessor Olafur Bjömsson, sem skrifaði 75 ára sögu Islandsbanka-Utvegs- banka, segist hafa sett fram þessa hefð- bundnu skoðun tvisvar í þeim ritum er hann lét frá sér fara um þessi mál: I ritinu Þjóðar- búskapur íslendinga, sem kom út í seinni út- gáfu árið 1964. og í Afmælisriti Landsbank- ans árið 1961, þar sem Olafur skrifaði einnig um þetta tímabil. En prófessor Olafur hafði við nánari at- hugun skipt um skoðun, þegar hann skrifaði sögu Islandsbanka/Útvegsbanka 1981. Þar bendir hann m. a. á, að „íslensk stjómvöld höfðu allar götur síðan 1913 haft úrslitaáhrif á það, hverjir vom ráðnir bankastjórar Is- Mynd úr afgreiðslusal íslandsbanka. 28

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.