Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Qupperneq 34

Vísbending - 22.12.2001, Qupperneq 34
VISBENDING merktur Hóladómkirkju) verið varið til annarra þarfa. Þess vegna kom ekki annað til greina en að vanþakkláti bændalýð- urinn í kringum Hóla berði grjót kauplaust til þess að koma yfir sig nýrri dómkirkju og lærði eitthvað nytsamlegt í leið- inni. Vond vertíð Isveitum Norðurlands varð uppi fótur og fit er konungsbréf- ið varð opinbert. fslendingum hafði þótt fjarlægðin frá náðarsól konungs vera nokkuð þægileg, þar sem þeir höfðu yfirleitt fengið að vera í friði fyrir konunglegum tiltektum. Tilskipunin hefur örugglega verið talin enn eitt dæmið um hættulegar afleiðingar af nýjungunum hans Skúla fógeta, sem vitaskuld voru óráðsía frá upphafi til enda. En það tjáði ekki að neita konungi. Sæst var á að hver hreppur í Skagafirði og Húnavatnssýslum sendi tvo menn til Hóla. Vitaskuld völdu hreppstjórarnir þá menn til fararinnar sem þóttu lakastir í vinnu og enginn vildi hafa í vist. Eins og segir í vfsu sem var ort þetta sama vor; Undrar mig á einum þó vana: Þeir útvelja Iausgangarana og allra handa óþjóða grúa sem upp skulu kirkjuna búa. A hlaði Hólastaðar fóru því brátt að safnast fyrir lausgang- arar sem áttu að verða liandlangarar. Flestir þeirra hafa lík- lega tekið í vörina, eins og þá var landssiður, og spýtt mórauðum tuggum um leið og þeir virtu fyrir sér staðinn. í samtímaheimild segir að verkamönnunum hafi þótt þetta „vond vertíð og erfiðið strangt að grafa og bera grjótið... Héldu þeir að betra mundi að þjóna á Brimarhólmi." Þeir fengu hvorki vist né þjónustu á Hólum og voru látnir liggja í fjárhúsunum þar á staðnum. Væntanlega hefur það verið álit flestra að þeir hefðu verið dæmdir til betrunarvistar án þess að hafa brotið af sér. Raunir kirkjusmiðs Ef til vill hafði Sabinsky kynnst þegnskylduvinnu á sínum heimaslóðum, en víst er að hann hafði ákveðnar hug- myndir um það hvernig lýðurinn ælti að vinna. Hann skipaði þeim til á þýskuskotinni dönsku, og ef til vill hafa nokkur bjöguð íslensk orð flotið með. Nú 250 árum síðar er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað gerðist næst. En í bréfi sínu til yfirvalda segir Sabinsky að mennirnir hafi neitað að hlýða honum, og er hann gekk harðar á eftir þeim slógu þeir hring um hann og gerðu sig líklega til þess að lúskra á honum. Sabinsky komst undan á hlaupum, hinir lögðust niður ein- hvers staðar í skjóli og héldu væntanlega áfram að tyggja tóbak. Sabinsky sá að fleiri bréfaskriftir dugðu lítt. Þótt armar konungs væru nægilega langir til þess að safna lausgöngurun- um saman á Hólum, voru hrammar hans of fjarri til þess að tryggja að þeir berðu grjót fyrir ekkert og án betalnings. Næstu gerðir Sabinskys báru þess vitni að hann hafði lært ör- lítið um þjóðarsál Islendinga. Hann opnaði reikning hjá ein- okunarkaupmanninum á Hofsósi og keypti bæði munntóbak og brennivfn. Sfðan var búið til hvatningarkerfi. Þeir verka- menn sem börðu grjót áttu von á glaðningi að kveldi; tóbaks- tölu og jafnvel brennivínsstaupi. Þá loks fór verkið að mjakast af stað en gekk hægt, jafnvel þó konungur léti brátt undan þrábeiðni Sabinskys og sendi fleiri múrarasveina á staðinn. Kirkjubyggingin átti að taka þrjú ár en tók helmingi lengri tíma í raun. Sabinsky segir sjálfur í bréfurn sínurn að samfellt stríðsástand hafi ríkt meðan á þegnskylduvinnunni stóð; „Eg vildi óska að ég vœri búinn með kirkjuna á morg- un, og ég skal varast að koma mér í annað eins aftur, og þar hefur maður ekki ró í sínum eigin beinurn hvorki nótt né dag ... og ég verð að verjast skapraunum úr öllum áttum. “ Arfleið þegnskylduvinnu Hólakirkja var loks vígð árið 1763, sex árum eftir að vinna við hana hófst, og var það helmingi lengri tími en ætlað var. Þá hefur Sabinsky sloppið úr snörunni sem og verkamennirnir sem voru hjá honum kauplaust. Sá grunur læðist þó að að Sabinsky hafi tafið fyrir sjálfum sér með hrokafullri framkomu gagnvart íslendingum almennt. Til að mynda reit Gísli Magnússon Hólabiskup bréf til danska kirkjustjórnarráðsins þar sem hann kvartar undan verkstjórn Sabinskys og framkomu: „Ég lief ekki roð við honum, “ skrif- ar Gísli, „hann er óráðþægur og á það til að reka mig á dyr með háði og spotti. “ Ennfremur er heldur ekki fullvíst að honurn hafi legið á að komast frá Hólum. En þeir tveir, bisk- up og Sabinsky, sendu tillögu til kirkjustjórnarráðsins um að nýta þegnskylduvinnuaflið til þess að byggja biskupsbústað úr steini eftir að kirkjunni var lokið, en þeirri tillögu var hafnað. Loks eru vísbendingar um að Sabinsky hafi gert fleiri hluti á Hólum en byggt kirkju. Þeir sem ganga inn í Hóla- dómkirkju nú sjá barnsleiði múrað inn í einn vegginn í forkirkjunni. Þar bjó Sabinsky um dóttur srna sem hann átti með vinnukonu á staðnum 26. október árið 1762. Ritaðar heimildir eru þó hljóðar um atburði sem tengjast þessari graf- skrift. Hvað lausgangarana varðar voru þeir líklega komnir aftur í sinn fæðingarhrepp nokkru áður en vígslan átti sér stað og teknir til við sína fyrri lífsbaráttu. Ef til vill hafa einhverjir þeirra dáið úr ófeiti í Móðuharðindunum 20 árum síðar ásamt um fimmtungi þjóðarinnar. En víst er að engum þeirra datt nokkru sinni í hug að berja grjót með handbragði Sabinskys °g byggja hús úr steini. Það var ekki endilega vegna heimsku eða þverlyndis þeirra sjálfra. Steinhús hentuðu einfaldlega ekki íslenskum aðstæðum á þeim tíma. Staðreyndin var ein- faldlega sú að hús úr torfi og timbri voru hlý, ódýr og héldu vatni. Þess vegna voru þau byggð hérlendis á fyrri tíð. Kon- ungur var vélaður til þess að fjármagna byggingu átta stein- húsa á þessum tíma; fjögurra kirkna, eins fangelsis og þriggja íbúðarhúsa. Byggingarkostnaður fór langt fram úr áætlun við öll þeirra. Húsin hripláku og voru geysilega köld á veturna. Hugmyndafræði íslensku viðreisnarinnar var í mörgu keim- lík því sem gerist með þróunaraðstoð nú á tímum, þar sem ætlunin var að flytja tækni frá iðnþróuðum ríkjum til vanþró- aðra með opinberum fjárfestingum. Það mistókst jafn herfi- lega hérlendis á átjándu öld og í þriðja heiminum á tuttugustu öld. En eftir standa samt átta falleg steinhús, þar með talin Hólakirkja, sem lausgangarar byggðu fyrir tóbakstuggu og konung sinn. 34

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.