Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 18

Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 18
VISBENDING Mikilvægustu verkefni þjóðmálanna - viðtal við Jón Sigurðsson The World Economic Forum gaf út skýrslu um „samkeppnishœjhi þjóða “ í október sl. þar sem Islcmd lenti í 16. sæti en það var lögð áhersla á að til þess að Islendingar geti uppskorið áframhaldandi hagvöxt þá verði þeir að leggja aukna áherslu á nýsköpun, náttúruauðlindir landsins geta ekki staðið undir núverandi lífskjörum til lengri tíma. Hvemig geta Islendingar, að þt'nu mati, best tryggt áframhaldandi hagvöxt og batnandi lífskjör? Niðurstöðumar í þessum samanburði á samkeppnishæfni þjóða eru jákvæðar fyrir Island. Sextánda sætið er ekki slakur árangur, sérstaklega þegar í það er sest á upp- leið eins og raun ber vitni í þessum athugun- um. Það er athyglisvert að það sem lyftir ís- landi í þessum samanburði er ekki síst stofn- anakerfið, þar sem koma við sögu löggjöf og samningaumhverfi. í þessu samhengi er vert að hafa í huga að þessi árangur er m.a. að þakka EES-aðildinni og því sem henni fylgdi. í þessu er fólgin vísbending um það hvað það er sem helst gæti stuðlað að áfram- haldandi hagvexti á íslandi. En það er að mínu áliti alþjóðavæðing atvinnulífsins. Þá er líka jákvætt hversu vel ísland stendur sig í alþjóðlegum samanburði á sviði hagnýtingar upplýsingatækni, þessu þarf að breyta í út- flutningstekjur. Til þess þarf aukna áherslu á hátæknigreinar og samstarf atvinnulífs og háskóla. Það þarf að hafa hugfast að það er ekki nein mótsögn milli útflutningsaukning- ar á gmndvelli náttúmauðlinda annars vegar og hátækniútflutnings hins vegar. Þær þjóðir sem hafa náð góðum árangri á síðasta áratug styðjast við hvort tveggja. Inn á við er mikil- vægt að treysta samstarf milli rannsóknar- starfs og atvinnuh'fs. Út á við er mikilvægt að Islendingar taki þátt í fjárfestingum í vænleg- um atvinnugreinum yfir landamæri. Þeir straumar þurfa að liggja í báðar áttir. Reynsl- an sýnir að það er einmitt fjárfesting og fyrir- tækjatengsl yfir landamæri sem einkenna lönd með hraðan hagvöxt. Fyrirtækin Marel og Össur em góð, íslensk dæmi um jákvæða strauma. Nú hefur þú verið aðalbankastjóri Norrœna fjárfestingarbankansfrá árinu 1994 sem hef- ur aðalstöðvar í Helsinki en Finnland hefur náð að umbreyta sér á síðustu tíu árum með því m.a. að fóstra upplýsingatœknina. Land- ið virðist hafa náð ótrúlegum árangri og til marks um það var Finnland efst á blaði í síð- ustu rannsókn The World Economic Forum á „samkeppnishœfni þjóða". Hvemig hefur þér komið þessi umbreyting fyrir sjónir, hvaða áskoranir bíða þeirra og hvað geta ís- lendingar lœrt afreynslu Finna? s Arangur Finnlands í efnahagsmálum, sem margir dást að, frá því botni var náð í kreppunni við upphaf tíunda áratugar- ins á sér fleiri en eina skýringu. Ég get nefnt nokkrar sem mér finnst mikilvægar: í fyrsta lagi, aðildin að ESB og svo EMU- myntbandalaginu. Heilshugar aðild að ESB og EMU hefur í senn gefið Finnum kjark til framfara og veitt hagstjórninni hæfilegt aðhald. Áhugi erlendra fyrirtækja hefur því aukist á því að fjárfesta í finnskum fýrirtækj- um. I öðru lagi, náið samstarf atvinnulífs og háskóla á sviði rannsókna og þróunarstarfs með NOKIA í broddi fylkingar hefur orðið Finnlandi mikil lyftistöng. I þriðja lagi, markviss endurskipulagning stórfyrirtækja og banka, oft með sammna yfir landamæri, hefur haft mikið gildi fyrir hagvöxtinn. Þetta á jafnt við auðlindagreinar, eins og trjávömvinnslu, pappírsgerð og véla- og tækjasmíð. Hátækni og upplýsingatækni 18

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.