Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Qupperneq 21

Vísbending - 22.12.2001, Qupperneq 21
VÍSBENDING Þegar þú varst iðnaðarráðherra vont stór- iðjumál oft ofarlega á baugi og þau hafa einnig verið það á undanfömum árum þar sem slík áform hafa m.a. verið gagnrýnd út frá arðsemis- og umhverfissjónamtiðwn. Hver er þín skoðun nú á stóriðjuframkvœmd- um á Islandi? Hversu miklu máli skiptir stór- iðja fyrir íslenska þjóðarbúið? s Eg ætla mér ekki þá dul að hafa úr fjar- lægð ákveðnar skoðanir á einstökum áformum um virkjanir og stóriðju sem nú em á döfínni án þess að hafa aðgang að nauðsyn- legum gögnum. Af almennum sjónarhóli er framvegis sem hingað til full ástæða til þess að nýta alla arðvænlega kosti til þess að auka útflutning. En nýting orkulindanna verður jafnan að vera í sátt við landið. Við þurfum að finna jafnvægi milli arðsemis- og umhverfis- sjónarmiða. Við þurfum líka að líta á stjómun áhættu í nýtingu auðlindanna þegar horft er til langs tíma. Það er ekki skynsamlegt að hafa öll helstu orkuver landins á sama spmngu- svæðinu, ef annarra kosta er völ. Stóriðjan er meðal þeirra kosta sem eiga að koma til greina við íjárfestingu. Hún er ekki eini kost- urinn og hún er heldur ekki andstæð þróun smáfyrirtækja heldur þvert á móti undirstaða týrir þróun þeirra, eins og dæmin sanna. Þú varst viðskiptaráðherra þegar íslands- banki varð til í byrjun tíunda áratugarins, m.a. úr sameiningu atvinnuvegabankanna, og þegar Landsbankinn keypti Samvinnu- bankann. Jóhannes Nordal, forveri þinn í Seðlabankanum, sagði við þau tínmmót í ræðu: „...engin rök em fyrir ríkisafskiptum af dreifingu lánsfjár áfrjálsum lánsfjánnarkaði, sé ég ekki heldur, að nein haldbœr rök séu fyrir því, að ríkið taki þátt í bankastarfsemi. Þvert á móti mundi ríkið hafa að því beinan fjárhagslegan hag að losa sig út úr þessum rekstri. “ Varstu sammála Jóhannesi þá og ertu það nú? Telur þú aðfarið hafi verið of hœgt í einkavœðingu bankanna? Hver hefðu áhrifin afhraðari einkavæðingu í bankageir- anum hugsanlega getað orðið? Sala og sameining bankanna var eitt af helstu stefnumálum mínum sem við- skiptaráðherra. Ég beitti mér fyrir og ákvað að selja einkabönkunum þremur, Iðnaðar- banka, Verzlunarbanka og Alþýðubanka, Út- vegsbankann. Það var mikilvægt skilyrði fyrir sölunni af minni hálfu að bankamir fjór- ir sameinuðust. Þannig varð Islandsbanki til um áramótin 1989/1990. Ég studdi líka sam- einingu Samvinnubankans og Landsbankans. Markmiðið var í báðum tilfellum hagræðing í bankarekstri. Ég taldi nauðsynlegt að breyta Búnaðarbanka og Landsbanka í hlutafélög og hafði látið semja fmmvarp þessa efnis í árs- byrjun 1992. Tilgangurinn var að efla bank- ana en um leið að gera ríkinu kleift að draga sig út úr bankarekstri. Því miður náðist ekki samkomulag urn málið miUi ríkisstjómar- flokkanna vegna andstöðu í þingílokki Sjálf- stæðisflokksins. Svipuðu rnáli gegndi um sameiningu fjárfestingalánasjóða í stærri heild. Nú hafa bæði þessi mál náð firam að ganga og er það vel. Mín skoðun er sú að bankana hefði mátt einkavæða fyrr hefðu fmmvörp mín um bankamál verið samþykkt 1992. I þessum efnum er þó hraðinn ekki aðalatriðið hetdur að fylgt sé skipulega ákveðinni stefnu. Ríkið á að losa sig út úr bankarekstri en verður jafnan að gæta sinna hagsmuna sem eigandi bankanna fyrir hönd almennings. Þú varst fyrsti forstjóri Þjóðhagsstofnunar þegar hún var sett áfót árið 1974 enforsœtis- ráðherra Islands hefur lýst því yfir að hann hyggist leggja hana niður við fyrsta tœkifœri. Telurþú að hlutverki stofnunarinnar sé lokið eða telur þú að hún hafi enn hlutverki að gegna íefnahagslífinu, þá hvaða hlutverki? s Eg tel að Þjóðhagsstofnun hafi enn hlut- verki að gegna sem hlutlaus rannsóknar- og ráðgjafarstofnun sem jafnt Alþingi sem ríkisstjóm geti leitað til og almenningur geti treyst. Hins vegar er án efa tímabært að skipta verkefnum milli stofnana upp á nýtt. Til dæntis þannig að þjóðhagsreikningagerð færist í meginatriðum til Hagstofu og Fjár- málaráðuneytið beri sjálft ábyrgð á þjóðhags- spám sem undirstöðu tekju- og gjaldaáætlun- ar fjárlagaffumvarps svo mikilvæg dæmi séu nefnd. Þetta er eðlileg þróun. En ég er þeinar skoðunar að þörf sé fyrir stofnun eins og Þjóðhagsstofnun. Ástæðan er sú að flestir aðrir sem fást við greiningu á framvindu og þróun í þjóðarbúskapnum hafa sérstakra hagsmuna að gæta, starfa t.d. fýrir hagsmuna- samtök eða banka o.s.frv. Þjóðhagsstofnun á að gegna því hlutverki að vera óháð greining- arstöð efnahagslífsins. Þetta er hagkvæm lausn fyrir þing, stjómvöld og almenning. Efþú líturyfir efnahagsstjómun á íslandi síð- astliðin tíu ár hvað telur þú hafa verið vel gert og hvað hefði betur máttfara? Mér virðist að tímamót í stjóm efnahags- mála hafi orðið þegar um mitt ár 1987. Frá þeint tíma vom sett ýmis lög og ekki síð- ur reglur á valdi ráðherra sem stuðluðu að viðskiptafrelsi og opnun fjármagnsmarkaða. Þetta lagði gmnn að efnahagsjafnvægi og framfömm. Ég tel að vaxtafrelsið sem innleitt var á ámnum 1987 og 1988, við litlar vin- sældir, hafi gegnt mikilvægu hlutverki til þess að koma á jafhvægi í þjóðarbúskapnum. Þá var það ekki síður mikilvægur áfangi þegar ákveðið var með reglugerð viðskiptaráðu- neytis haustið 1990 að afnema í áföngum á nokkrum ámm allar hömlur á flutningi fjár- magns milli íslands og annarra landa. Þar rneð fékk vaxtamyndun hér á Iandi aðhald frá alhliða samkeppni. Einkavæðing bankanna og sameining þeirra hófst einnig á þessum ámm eins og ég nefndi áðan. EES-samning- urinn og löggjöf í samræmi við hann fylgdi þessari þróun svo eftir frá árinu 1991. Nýjar aðferðir við stjóm fiskveiða með úthlutun ffamseljanlegra veiðiheimilda, sem mótaðar vom á þessum ámm, stuðluðu líka að aukinni arðsemi í sjávarútvegi um leið og haldið var aftur af sókn í fiskistofna. Þetta hefur skilað árangri. En til jress að ljúka því máli farsæl- lega þarf að koma á kerfi veiðigjalda eða ann- ars konar verðlagningu á veiðiheimildum til þess að jafna metin milli auðlindanýtingar- greina og annarra atvinnugreina í þjóðarbú- skapnum. Þá var það mikilvægur árangur á síðasta áratug aldarinnar sem leið að það tókst að ná jafhvægi í ríkistjármálum og ná niður verðbólgunni, sem lengi hefur hijáð íslend- inga. Efþú hotfir fram á veginn hver telur þú vera mikilvœgustu verkefnin í efnahagsstjómun landsins næstu tíu árin og hvaða árangri er hægt að ná? s Eg hef nú þegar tæpt á því sem mér finnst mestu máli skipta í hagstjóminni um þessar mundir. Til þess að efla þróun hátækni og upplýsingatækni - bæði sem framleiðslu- greinar og sem þáttar í hvers konar starfsemi annarri- er mikilvægt að auka samstarf há- skóla og atvinnu- og viðskiptalífs. Fjárfesting í því sem kalla mætti þekkingarinnviði er leið til að greiða fyrir jákvæðri þróun nýrr- ar tækni og nýrra greina. Hér á ég við skóla- kerfi og rannsóknarstarfsemi og vísinda- og rannsóknargarða í tengslum við iðngarða. Menntun og menning er snar þáttur í gróandi þjóðlífi. fslendingar þutfa að beina athygli og atorku að þvf að finna jafnvægi í nýtingu auð- linda til ffamleiðslu og umhverfisvemdar. Þetta gildir bæði til sjós og lands. Opið sam- félag, fijáls viðskipti bæði innanlands og við önnur lönd, en um leið efling velferðarríkis sent byggir bæði á samhjálp og sjálfsbjörg einstaklinga er auðvitað stöðugt verkefni í ís- lenskum stjómmálum og verður það áffam. Ef okkur tekst að finna gullið jafnvægi á öll- um þessum sviðum er framtíðin björt á ís- landi. Þetta em mikilvægustu verkefni þjóðmál- anna á næstu ámm. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.