Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 24

Vísbending - 22.12.2001, Blaðsíða 24
V ÍSBENDING ingnum er ríkissjóði tryggður greiður aðgangur að flestum helstu skuldabréfamörkuðum. Samningurinn gefur færi á auknurn sveigjanleika við lánsfjáröflun og sparar útgáfukostnað. Haustið 2001 var gengið frá útgáfusamningi um víxla á Bandaríkjamarkaði (US Commercial Paper, USCP). Útgáfu- fjárhæð má nema allt að einum milljarði Bandaríkjadala. Bandaríski víxlasamningurinn kemur til viðbótar útgáfusamn- ingi ríkissjóðs um víxla á Evrópumarkaði. Víxlasamningarnir tveir tengjast á þann veg að samanlögð útgáfufjárhæð má ekki fara yfir milljarð Bandaríkjadala. Með hinum nýja USCP- samningi er ríkissjóði opnaður samningsbundinn aðgangur að stærsta víxlamarkaði heims og fleiri fjárfestum en áður. Eykur þetta öryggi í víxlaútgáfu ríkisins og skýtur stoðum undir skammtímafjármögnun og lausafjárstýringu ríkissjóðs. Um mitt ár 2001 ákváðu stjórnvöld að ríkissjóður tæki erlent lán að fjárhæð 25 milljarðar króna sem meðal annars yrði varið til að efla erlenda stöðu Seðlabankans með eiginfjárframlagi til bankans. Lánsfjárins var aflað í október á þann hátt að samið var um útgáfu skuldabréfa ríkissjóðs í Bandarfkjadölum til þriggja ára og tvær útgáfur í evrum til fjögurra ára. Gjald- dagar lánanna eru á árunum 2004-2005 sem fellur vel að af- borganaferli erlendra lána ríkisjóðs. Kjör lánanna eru nálægt millibankavöxtum. Þrátt fyrir óvenjulegar og erfiðar markaðs- aðstæður í kjölfar árása hryðjuverkamanna á Bandaríkin greiðir lántaki aðeins óverulegt áhættuálag. Lánsheimild Seðlabankans eðlabankinn lét sjálfur að sér kveða í eigin nafni á lána- markaði á árinu 2001. Bankinn gerði samning við þýska bankann DePfa Bank Europe um lánsheimild að fjárhæð 250 milljónir Bandaríkjadala. Umræddur banki, sem hefur höfuð- stöðvar í Dyflinni á írlandi, tók þátt í fjölbankaláni ríkissjóðs árið 2000 að fjárhæð 250 milljónir Bandaríkjadala og varð það kveikjan að viðskiptum fyrir Seðlabankann. Hinn nýi samningur Seðlabankans við DePfa kom til viðbótar fyrri sams konar samningum sem bankinn hefur gert í tengslum við gjaldeyrisforðann. Jók samningurinn að mun tryggan aðgang Seðlabankans að erlendu fé. Samningurinn styður gjaldeyris- varasjóð bankans og eykur svigrúm hans til aðgerða á innlend- um gjaldeyrismarkaði. Niðurlag A' rið 2001 reyndist viðburðaríkt á sviði erlendra fjármála ríkissjóðs og Seðlabanka. Á árinu voru gerðir tveir útgáfu- samningar sem gefa ríkinu sveigjanlegan og ódýran aðgang að helstu lánamörkuðum. Hvor samningur urn sig nemur millj- arði dala. Lánsfjár ríkissjóðs til langs tíma var aflað með tilstyrk hins nýja MTN-útgáfusamnings með fjórum skuldabréfaút- gáfum á kjörum sem stefnt var að. Seðlabankinn jók verulega samningsbundinn aðgang sinn að erlendu lánsfé með nýrri lánsheimild að fjárhæð 250 milljónir Bandaríkjadala. Hinir nýju útgáfusamningar tryggja greiðan aðgang að helstu fjármálamörkuðum heimsins. Þeir gefa færi á hagstæðri láns- fjáröflun fyrir ríkið á komandi tímum. Nokkrar helstu skuldabréfaútgáfur og lánasamningar ríkisins síðustu ár 1992 Þýskaland, 225 m. þýskra marka. 10 ára bréf með föstum vöxtum 8,5%. í fyrstu voru gefin út bréf að fjárhæð 150 m. marka en útgáfan var stækkuð tvisvar vegna mikillar eftirspurnar. 1992 Sviss, 100 m. svissfranka, 8 ára bréf með föstum vöxtum 71/2% . 1993 Bretland, 100 m. sterlingspunda (svonefnd bulldog-útgáfa). Bréf gefin út til 10 ára með 83/4% föxtum vöxtum. 1993 Evrópumarkaður, 125 m. Bandaríkjadala til fimm ára, vext- ir fastir 6%. 1994 Bandaríkin, 200 m. Bandaríkjadala (svonefnd Yankee-út- gáfa) til 10 ára. Vextir fastir 61/2%. Bréfin voru gefin út rétt áður en upphófst hrina vaxtahækkana vestra. 1995 Evrópumarkaður, 15 milljarðar jena til 10 ára. Heimsmark- aðir þröngir á útgáfutíma, Evrópumarkaður valinn fremur en samúraímarkaður sem gaf kost á stærri hópi fjárfesta en fól í sér meiri kostnað fyrir útgáfanda. Fastir vextir 4,9%. 1995 Fjölbankalán ríkissjóðs til fimm ára, lánsheimild að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala. 1996 Evrópumarkaður, 350 m. þýskra marka til fimm ára. Fyrsta stóra skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs á millibankavöxtum sléttum án álags. 1997 Evrópumarkaður, 150 m. þýskra marka til þriggja ára. Fyrsta langtímaútgáfa ríkissjóðs undir millibankavöxtum. 1999 Sviss, 100 m. svissfranka. Hagstæður kostur miðað við fáan- legt fé á mörkuðum á þessum tíma. 2000 Evrópumarkaður, 200 m. evra til sjö ára. Fyrsta útgáfa ríkis- sjóðs á hinum nýja evrumarkaði. Vextir undir millibankavöxtum. 2000 Fjölbankalán ríkissjóðs til fimm ára, lánsheimild að fjárhæð 250 milljónir Bandaríkjadala. Endurnýjun og stækkun lánsheim- ildar ríkissjóðs frá 1995. 2001 Útgáfusamningur fyrir skuldabréf ríkissjóðs, svonefndur MTN-samningur sem heimilar útgáfu bréfa fyrir allt að einn millj- arð Bandaríkjadala. 2001 Evrópumarkaður, 250 m. evra til fimm ára. Ríkissjóður kemur öðru sinni inn á evrumarkaðinn á vöxtum undir millibanka- vöxtum. Útgáfan er hin fyrsta undir nýjum útgáfusamningi um skuldabréf, svonefndum MTN-samningi, sem heimilar útgáfu allt að einum milljarði Bandaríkjadala. 2001 Þrjár einkaútgáfur: 100 milljónir Bandaríkjadala, 90 milljón- ir evra og 87 milljónir evra. Þessar útgáfur voru seldar lokuðum hópi fjárfesta undir hinum nýja MTN-útgáfusamningi til að fram- fylgja ákvörðun stjórnvalda um 25 milljarða króna erlenda lán- töku til að treysta gjaldeyrisstöðu Seðlabankans. Útgáfur gerðar við óviss markaðsskilyrði í október á kjörum sem að var stefnt. 2001 Útgáfusamningur fyrir skammtímabréf ríkissjóðs á banda- rískum víxlamarkaði, svonefndur USCP-samningur, sem heimil- ar útgáfu víxla fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. 1 Milljarður Bandaríkjadala jafngildir liðlega hundrað milljörð- um króna miðað við gengi á aðventu 2001. 1 Reglurnar Guidelines for Public Debt Management er að finna á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins www.imf.org. 3 Með hugtakinu Evrópumarkaður er átt við hinn alþjóðlega fjár- málamarkað utan lögsögu einstakra ríkja og bandalaga. Heimildir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn, Guidelines for Public Debt Management, dags. 21. mars 2001. Ársskýrslur Seðlabanka íslands 1991-2000. Höfundur er framkvœmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka íslands. Hann tekur sœti í framkvœmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC um tveggja ára skeið frá áramótum. 24

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.