Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Page 12

Vísbending - 22.12.2001, Page 12
VÍSBENDING (sökum ókunnugleika af viðkomandi geira) og þai' ættu litlar sem eng- ar tilfmningar að vera í spilinu heldur bara hrein arðsemissjónarmið. Gagnrýnendur benda á að í ljósi sögunnar sé innri vöxtur happa- drýgri en yfirtökur, en gerum okkur grein fyrir því að yfirtökur og árangur þeirra eru mun augsýnilegri og mælanlegri (hagstærðir fyrir og eftir yfírtöku) en í innri vexti. Þar er verið að gera tilraunir með nýjar vörur og vöruflokka sem gjaldfærist sem þróunarkostnaður og því verður ekki hægt að gera raunhæfa samanburðargreiningu. Árangursríkar yfirtökur Þegar búið var að marka stefnuna hjá Ölgerðinni haustið 1996 var spumingin aðeins að vanda vel val á væntanlegum „fómarlömb- um“ en mikilvægt er að vera stöðugt á verði fyrir tækifæmm - og skoða alla valkosti. Jafnvel þótt unnið sé að innri vexti fyrst og fremst þá er best að skilgreina vöruþróun með víðtækari hætti og hlusta markaðinn um möguleika í yfirtökum. Eins og skátamir þá er best að vera ávallt viðbúinn en æfingin skapar meistarann og reynsla af yfirtökum af svip- uðum toga hjálpar og ffýtir þegar valkostir koma upp. Þótt hraði skipti vissulega máli er aðalatriðið að vera trúr stefnunni og meta markaðs- stöðu sína - meta markaðinn og vöntunina í vöruúrvalinu. Skýr stefnu- mótun/framtíðarsýn um vöxt er frumforsenda. Til að efla fyrirtæki er vaxtastefna í umsvifum betri leið en að einblína á spamað í kostnaði en auðvitað best ef hvort tveggja er fyrir hendi, Þegar færin gefast er best að festast ekki í verðmyndun þar sem upp- lýsingar í byrjun leyfa sjaldnast verðumræðu strax. Gott er að nýta við- ræður til að ná tengslum við lykilstjómendur og skoða mannskap - á hann að fýlgja eða borgar sig að fá hann vegna t.d. viðskiptasam- banda? Ekki er rétt að útiloka viðræður við aðra aðila sem til greina koma á sama tíma og athuga verður hvort aðrir séu einnig í kapphlaup- inu um yfirtöku. Áreiðanleikakönnun lögmanna og endurskoðenda getur skipt sköp- um og þar verða menn hreinlega að velta við hveijum steini og skoða alla þætti gaumgæfilega. Þar sem hún er unnin af hlutlausum fag- mönnum má segja að þar eigi örlögin að ráðast þar sem um er að ræða utanaðkomandi gangaöflun og engar tilfinningar koma nærri álits- gerðinni. Þeir sem óska eftir slíkri könnun verða að gera sér grein fyrir því að hún lýsir aðeins viðkomandi fyrirtæki í smáatriðum en skipuleggur ekki yfirtökuferilinn. Að lokinni könnuninni er nauðsynlegt að hrinda yfirtöku í fram- kvæmd eins fljótt og mögulegt er og mikilvægast er að selja hug- myndina til hagsmunaaðila og aðstandenda (stakeholders). Ef mglað er saman reitum þarf skipurit að liggja fyrir fljótt þannig að allir viti undir hvem þeir heyra. Engin yfirtaka gengur upp af sjálfu sér og þess vegna ber að ráða umsjónarmann eða nefnd til að fylgjast með sjálfu ferlinu, sem sér um að hraða gangi mála og koma á nýju skipulagi. Lokaorð um reynslu Ölgerðarinnar Eftir að Ölgerðin var skilgreind sem allsherjar drykkjarvörufyrir- tæki m.t.t. vömflokka, dreifileiða og keppinauta, höfum við ekki bara séð kastljósinu beint að gosi og öli heldur nánast öllum drykkj- arvömm. Frá árinu 1995 hefur snakkið bæst við og er Ölgerðin með mestu markaðshlutdeild allra innflytjenda á því sviði, fimm ámm eftir innkomu. Árið 1999 var Catco-fyrirtækið keypt en það fram- leiðir vodka (Eldurís), Dillon gin og íslenskt brennivín svo eitthvað sé nefnt. Þá fyrst hófst sókn fyrirtækisins inn á vínmarkað og síðan (aðallega á ámnum 2000 og 2001) hafa mörg smáfyrirtæki í víninn- flutningi á líkkjömm, léttum vínum og víngósi verið yfirtekin og er svo komið að nú hefur Ölgerðin vömúrval nær allra áfengistegunda sem fást í veitingahúsum. Um mitt ár 2001 var veitingahúsakaffi bætt við með tilkomu hins heimsþekkta Illy-kaffis. Með langtímastefnu verður hver yfirtaka aðeins biti í stærra púsluspili. Segja má að alltaf hafi stækkun haft öll merki þess að um innri vöxt fyrirtækja sé að ræða, þó svo vömumboð séu keypt, þar sem í öllum tilfellum var um að ræða litlar sameiningar og fáir eða engir fastaíjármunir eða starfsmenn fylgdu með í kaupunum. Þó svo það hafi aldrei verið haft að leiðarljósi, sbr. forsendur í stefnumótun, þá er alveg ljóst að mun auðveldara er að fara framhjá samkeppnisyfirvöld- um með lóðréttum en láréttum sammnum. Ástæðan er einföld, þar sem mun erfiðara er að koma við mælistikum á lóðréttu áhrifin á markaðinn og keppinauta en þau láréttu, þar sem einungis er verið að mæla með hreinni markaðshlutdeild, líkt og var með bannið á sam- mna Búnaðar- og Landsbanka. Eins og fram kom í byijun em breytingar á starfsemi. veltu og vömúrvali fyrirtækisins á tímabilinu 1996-2001 með þeim hætti að íyrirtækið er nánast óþekkjanlegt ffá fyrri tíma hvað vömúrval snertir. En þetta á einnig við þegar litið er á hagstærðir fyrirtækisins, eins og fram kemur í neðangreindri töflu, byggðri á tölum úr árlegum bókum um afkomu fyrirtækja (í tímaritinu Frjáls Verslun) sl. sex ár. I millj.kr 1996 1997 1998 1999 2000 Vdta 1818 +5% 1927 +6% 2200 +14% 2445 +11% 2862 +17% Hagnaður 83 115 +39% 122 +6% 151 +24% 82 -46% Arðsemi + 19% + 21% + 18% + 17% + 10% Þess má geta að í sömu heimild kemur fram að eigið fé þrefaldað- ist á þessu tímabili og veltuaukningin er 65% frá 1995. Á árinu 2000 var það óhagstæð gengisþróun sem lækkaði reikningslegan hagnað margra fyrirtækja á síðasta ársfjórðungi, sem kunnugt er, og kom í veg fyrir að hagnaður endurspeglaði rétta rekstrarafkomu þess árs. Með árangrinum, sem fram kemur í ofangreindri töflu, má segja að vel hafi til tekist og fyrirtækið hafi fengið ffn samlegðaráhrif. Það gerði gæfumuninn að Ölgerðin hafði tjárhagsburði til að hrinda framtíðarsýn sinni í framkvæmd og það var hægt að nýta tæki- færin með skjótri ákvörðunartöku eigenda og vegna þess hve stefnan var vel skilgreind. Innri vöxtur hefur reynst vel þar sem fyrir var þekking á vönim og framleiðsluferlinu til að hagnast á markaðstæki- færum - en skilyrðislaust á að kaupa þegar innri skilyrðum verður ekki komið við. Aðalatriðið er að vita hvort yfirtakan muni lækka kostnað eða auka tekjur og þannig reyna að meta og reikna samlegð en ekki bara gera ráð fyrir henni eða vona að hún skili sér. Ólíkt Lísu í Undralandi var á þessu sex ára tímabili alltaf ljóst við upphaf ferðar hvert ferðinni var heitið. Enn á ný er Ölgerðin á kross- götum en spuming er hvort einhver viti nú á hvaða ferðalagi hún er eða hvert ferðinni er heitið en eitt er víst að Ölgerðin verður gjörólíkt fyrirtæki eftir næstu sex ár frá því sem nú er - líkt og gerst hefur á fyrri tímabilum. Gleðileg jól og farsœlt komandi ár! NÓISÍRÍUS 12

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.