Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Qupperneq 17

Vísbending - 22.12.2001, Qupperneq 17
VÍSBENDING 4. mynd. Óvissubil fyrir verðbólguspá-eftir vaxtalækkun í nóvember |\5 \12.5 N25 \75 \87.5 \9S \meaallal | Myndin sýnir spá um hækkun neysluverðsvisitölu á einu ári. Að vöxtum óbreyttum eru líkur á að ársverðbólga lækki fyrst, en leiti síðan upp á við. Óvissan í spánni er mjög mikil og þegar fram í sækir er mjög erfitt að segja neitt um hver verðbólgan verður. 5. mynd: Óvissa í verðbólguspá-vextir hækka um 5% Ef seðlabankinn hækkar vextina hressilega batna verðbólguhorfur talsvert. Ekki er þó hægt að fullyrða um áhrif vaxtahækkunarinnar. hyggist ekki veija krónuna af mikilli hörku. Þetta tvennt, mikil verðbólga hér á landi og vaxtalækkanir að undanförnu, vinnur hvort tveggja á móti krónunni, þó að erfitt sé að fullyrða neitt um hvaða stefnu gengið tekur á næstunni. Því má bæta við að ein af forsend- um verðbólguspárinnar er að hagvöxtur verði um 2% árið 2001. Verðbólguþrýstingur eykst ef hagvöxturinn verður meira í ætt við þær tölur sem fyrir liggja um fyrri helming ársins. Ég hef spáð verðbólgu sem falli af launa- og gengisbreytingum, eftirspumarspennu og vöxtum banka af óverðtryggðum lánum. Þessum stærðum er svo aftur spáð í öðrum jöfnum, nema vöxtunum, sem haldið er föst- um. Líkanið er metið með gögnum frá árun- um 1983-2001. Óvissa er alls staðai' nokkur, bæði vegna þeiiTar sveiflu sem alltaf má búast við í afgangsliðum og vegna þess að stuðlar jafnanna em óljósir. Reynt er að fanga hvort tveggja, líkanið er látið spá 250 sinnum og útkomuna má sjá á 4. mynd. Myndin gefur hugmynd um hvaða áhrif það hefur að slaka á ýmsum forsendum í spá Seðlabank- ans, til dæmis þeirri að launalið kjarasamn- inga verði ekki sagt upp, að ekki verði byrjað á nýjurn virkjunum og stóriðju og að gengi krónunnar haldist fast. Líkanið er ófullkomið. Áhrif peningastefnunnar á trú- verðugleika Seðlabankans em meðal þess sem ekki er tekið með í dæmið. Spáin hvílir að hluta á huglægu mati, eins og flestar aðrar verðbólguspár. Að jafnaði er á 4. mynd spáð meiri verðbólgu en Seðlabankinn gerir ráð fyrir, en meiri athygli vekur líklega að óvissan er miklu rneiri en bankinn gefur upp. Til gamans sýni ég aðra spá, þar sem vextir hækka urn 5%. Myndimar sýna ekki nákvæm- lega áhrifin af vaxtahækkun, en þær gefa hugntynd um þau.J Ekki er hægt að fullyrða að hækkunin nægi til að færa verðbólguna niður á þolanlegt súg. Ekki er einu sinni víst að verðbólgan verði lægri en ef ekki er hreyft við vöxtunum. En myndimar em í samræmi við það mat flestra hagfræðinga að líklegra sé að úr verðbólgunni dragi ef vextir hækka en ef ekki er átt við þá. Blóraböggull Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,8% f nóvember. Fram kom að fleiri vaxtalækkanir myndu fylgja á eftir. Ekkert lát er samt á verðbólgunni. Þegar Seðlabank- inn byrjaði að lækka vextina í mars var árs- verðbólgan 3,9%. Þegar hann lækkaði þá aftur nú í nóvember var hún 8,1%. Vaxta- lækkunin kemur síður á óvart þegar umræð- an um þessi mál er skoðuð. Fáar stofnanir eru óvinsælli í þróunarlönd- unum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Næst- ur sjóðnum að óvinsældum er líklega Al- þjóðabankinn. Þessar stofnanir lána stjóm- völdum stórfé með skilyrðum um óvinsælar aðgerðir, sem þær telja nauðsynlegar. Skrumgjamir landsherrar kenna lánardrottn- um sínum svo um flest sem aflaga fer. Kvisast hefur að stundum biðji þeir stofnan- imar unt að „krefjast“ þess að eitt og annað sé gert, til þess að geta sagt: „Þetta er nú bara gert að kröfu sjóðsins" eða „Bankinn vildi þetta.“ Varla var búið að fela Seðlabanka ís- lands vald til þess að ákveða vexti þegar stjómmálamenn fóru að úthúða honum fyrir að lækka þá ekki. Þeir sem hafa gengið hvað harðast fram í skömmunum hafa þó yfirleitt gætt þess að biðja ekki um vald yfir vöxtun- um aftur. ÆÚuðust þeir kannski ekki til að hlustað yrði á þá? Margir eiga um sárt að binda eftir hrap hlutabréfaverðs undanfarin misseri. Eðlilegt er að þeir sem þannig stendur á íyrir biðji um vaxtalækkun (gengi hlutabréfa hækkar að öðm jöfnu þegar vextir lækka). Þetta skýrir þó ekki hvað umræðan hefur verið sam- hljóma. Sagt er að menn sem tekið er mark á hér á landi kalli sumir ráðgjafa víða að, en setji það skilyrði að þeir séu sömu skoðunar og þeir sjálfir. Aðrir hugsa sjaldan neitt frá granni, en hlusta þeim mun betur á „almenn- ingsálitið". Hvor leiðin sem farin er verður niðurstaðan tæpast framleg. Þegar síðast fréttist voru laun seðlabanka- stjóra hér á landi á bilinu frá 700 þúsund krónum til liðlega 900 þúsunda á mánuði. Það er ekki mikið þegar horft er á það hve mikilvægt er að halda verðbólgunni niðri. En því miður hefur bankastjóranum ekki tekist ætlunarverk sitt. Verðbólgan er meiri en þolað verður til langframa. Á meðan þeir beita ekki helsta vopninu sem til er gegn henni er vart við því að búast að þeir reynist verðugir launa sinna. 1. Nánar tiltekið skyldu þau vera í réttu hlutfalli við frávik frá verðbólguinark miðinu, sem í upphafi var 3-5%, en var seinna lækkað í 0-2%. 2. Sjá Morgimblaðið 29. febrúar 2001: Víða er áhugi á árangurstengdum launakerfum. 3. í riti Frjálsrar verlsunar um 300 stærstu fyrirtækin í haust er rætt við stjómendur sjö fjármálafyrirtækja um vaxtamálin. Þeir telja allir að eins og efnhags- málum landsins sé háttað núna sé rétt að Seðlabankinn lækki vextina. 4. í líkaninu er notast við bankavexti en stýrivextir Seðlabanka hafa mikil áhrif á þá. Greinin lýsir aðeins skoðunum höfundar. 17

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.