Vísbending


Vísbending - 22.12.2001, Qupperneq 13

Vísbending - 22.12.2001, Qupperneq 13
VÍSBENDING Vísbending ársins Nú er botninn sleginn í 19. árgang Vísbendingar og sá 20. bíður handan við hornið. Árið var átakaár þar sem gengi krónunnar, verðbólga og vextir settu einna mestan svip á viðskipta- og efnahagsumræðuna. Vísbending hefur eins og endranær reynt að höggva sem næst kjarnanum í þessum málum sem öðrum með því að leita aðstoðar helstu sérfræðinga landsins í viðskipta- og efnahagsmálum. Sumir fóru hreinlega á kostum og má kannski sérstaklega nefna Sigurð Jóhannesson hagfræðing sem oft og iðulega tók stöðuna gegn straumnum og vakti upp ögrandi spurningar sem skapað hafa nýjar víddir í umræðunni. Þorvaldur Gylfason skrifaði margar góðar greinar á árinu og ein þeirra „Er gengið rétt?“ sem kom út í marsmánuði í 1 1. tölublaði er mörgum minnisstæð, þar sem Þorvaldur rökstyður þá skoðun sína að gengið myndi lækka enn meira en það hafði þá gert, sem var þvert á hina almennu skoðun á þeim tíma, en varð svo raunin. Fleiri menn hafa farið á kostum á árinu, eins og Bjarni Bragi Jónsson, Gylfi Zoéga, Þórður Friðjónsson, Gylfi Magnússon, Ólafur ísleifsson, Pétur Örn Sigurðsson, svo að einungis fáeinir séu nefndir. Við þökkum öllum þeim sem skrifað hafa í Vísbendingu fyrir framlag þeirra. Hér á eftir má sjá glefsur úr því sem skrifað var á árinu. Ríkissérfræðingar TTagur ríkissjóðs hefur batnað, en ekki verður séð að það stafi í -L af aðhaldi í útgjöldum. Einkum eru menn hirðulausir um líf- eyrisskuldbindingar ríkisins, sem hafa stórhækkað undanfarin ár. Langmest uxu ríkisútgjöld 1998, eða um 20%, samkvœmt nýrri framsetningu ríkisreiknings. 9. tbl. - 2. mars („Umtalsverður árangur í stjórn ríkisfjármála"- Sig- urður Jóhannesson). J Tins vegar kemur kannski á óvart að löggjöf um starfsvernd er L L einmitt líklegust til þess að valda skaða á þeim tímum sem hennar virðist vera mest þörf þ.e.a.s. þegar hœtta er á kreppu í efnahagslífinu. Inngrip ríkisvalds á vinnumarkaði eru bjarnar- greiði þegar slíkar blikur eru á lofti! 43. tbl. - 2. nóvember (Starfsöryggi sem bjarnargreiði ríkisvaldsins - Gylfi Zoéga). Við getum kallað þetta nálœgðarregluna: því nœr sem menn standa fyrirhöfninni við verðmœtasköpunina, þeim mun betur fara þeir með verðmætin. Vinnan gefur verðmœtunum gildi sitt. 2. tbl. - 12. janúar (Annarra fé - Þorvaldur Gylfason). J-^eir sem setjast í bíl lijá ökumanni sem er undir áhrifum áfengis Lr eða lyfja hœtta á að ferðin endi annars staðar en til var œtlast. Eins geturfarið ef menn treysta sérfrœðingum sem eru undir annar- legum áhrifum. 16. tbl. - 27. apríl (Sérfræðingar undir áhrifum - Sigurður Jóhann- esson). Krónan og gengismál J Tágengiseinkennin eru yfirleitt svipuð og hér: verðbólga, við- L L skiptahöft, fákeppni og náttúruauðlindagnægð skekkja innviðina og hœkka raungengið, svo að útflutningur staðnar, erlendar skuldir hrannast upp - og gengið fellur með brauki og bramli við og við. 11. tbl. - 16. mars (Er gengið rétt? - Þorvaldur Gylfason). T^etta átti sér aðdraganda í viðleitni, sem kalla mœtti „hagstjórn L^eftir pöntun", og er gamalkunnugt fyrirbœri frá þeim tíma, er at- vinnuvegasamtök stormuðu í vígi valdsins til að fara fram á gengis- lœkkun, opinbera lánajyrirgreiðslu og sem lœgsta vexti. Slíkt fram- ferði átti að vera aflagt með nýju kerfi, þar sem hagstjórnin skyldi miðast við viðbrögð markaðsaðila, en ekki kröfugerð þeirra. 38. tbl. - 28. september (Hagstjóm eftir pöntun - rót vandans - Bjarni Bragi Jónsson). CJkýringin á þessum mikla mun milli rekstrarafkomu og rekstrarnið- kj urstöðu eftir skatta [skv. milliuppgjörum 52 fyrirtækja] liggur öll í mjög mikilli Itœkkun á bókfœrðum fjármagnskostnaði. Þessi liður hœkkaði milli ára úr 1% af veltu á fyrri liiuta seinasta árs í um 9,5% áfyrstu 6 mánuðum þessa árs. 37. tbl. - 21. september (Hálfsársuppgjör íslenskra fyrirtækja 2001 - Olafur Klemensson). ~ATiðurstaðan erþví sú að veiking krónunnar bœti hag sjávarútvegs- 1 V ins þegar til lengri tíma er litið. Miðað við 16% veikingu krón- unnar batnar sjóðsstreymið í rekstrinum um 4-5 milljarða á ári eða sem nemur 4-5% af heildarútflutningsverðmœti greinarinnar. 33. tbl. - 24. ágúst (Gengi gjaldmiðla og sjávarútvegurinn - Jón Hall- ur Pétursson). T-JÍ er eins með efnahagsmálin almennt og margt annað að menn Lr verða að vera búnir að hysja upp um sig buxurnar eftir síðasta œvintýri áður en hlaupið er af stað í það nœsta. 39. tbl. - 5. október (Kreppa á íslandi?). Stefnumótun og stjórnun TTrjálœði seinni hluta tíunda áratugarins hefur sett nokkra óvissu Lj í spil frumkvöðla á ný. Fœribandaframleiðsla fyrirtœkja á Net- inu hefur brennimerkt frumkvöðlaumrœðuna... ekki síst í Ijósi þess að „dauði eða heimsyfirráð" var eina markmið tæknifrumkvöðl- anna og það fyrrnefnda virðist hafa orðið hinu síðarnefnda yfir- sterkara. 10. tbl. - 9. mars (Að framleiða fyrirtæki). Meðaltími stefnumótandi samstarfs er einungis sjö ár og nœstum 80 prósent slíkra tilrauna enda með sölu eða yfirtöku sam- starfsaðilans. 35. tbl. - 7. september (Stefnumótandi samstarf fyrirtækja - Magnús I. Guðfinnsson). Astœðan fyrir samdrœttinum er augljós, án áskriftatekna og auglýsingatekna er erfitt að sjá að rekstur netmiðla í einhverri samkeppni við aðra fjölmiðla geti gengið upp til lengdar. 9. tbl. - 2. rnars (Endalok netmiðla?). T Telta skráðra atvinnufyrirtœkja (alls 52) var 206 ma. kr. á fyrstu V 6 mánuðum þessa árs. Er það um 16% raunaukning milli ára í pöruðum samanburði. 37. tbl. - 21. september (Hálfsársuppgjör íslenskra fyrirtækja 2001 - Olafur Klemensson). að er nánast broslegt að heyra menn belgja sig upp með ásökun- um um háa vexti, gjarnan hina sömu og hafa átt þátt í að hleypa þensluöflum á skrið og eru í leiðinni í reynd að biðja um verðbólgu og gengislœkkun. 44. tbl. - 9. nóvember (Verðbólgumarkmið Seðlabankans - Bjarni Bragi Jónsson). £f bœði þessi lönd /Bretland og Danmörk] verða í evruhópnum fer hátt í 70% af vöruútflutningi landsins til evruþjóða og þá verður erfitt fyrir þjóð sem þrífst á útflutningi að standafyrir utan evruna. 40. tbl. - 14. október (Evran - okkar peningar). Að mati Druckers eru yfirráð smám saman að breytast í ábyrgð og starf stjórnandans ekki lengur fólgið í því að gefa fyrirskip- anir heldur að telja starfsmenn á að vinna fyrirtækinu til heilla. 39. tbl. - 5. október (Úrelt stjórnkerfi fyrirtækja). s A heimsvísu egar bein erlend fjárfesting í iðnríkjunum [árið 1999] er skoðuð kemur í Ijós að bróðurparturinn var í formi samruna fyrirtœkja yfir landamæri og voru fyrirtæki í Vestur-Evrópu þarfremst íflokki. 3. tbl. - 19. janúar (Bein erlend fjárfesting - Síðari grein - Pétur Örn Sigurðsson). 13

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.