Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 4
þeir, að alltaf verður taísvert að eiga undir mati þeirra, sem framkvæma skiptingu innflutningsins, þar sem erf- itt er að finna algerlega einhlítan mælikvarða, er fylgja meg'i bókstaflega. Hins vegar telur meiri hluti nefndar- innar það svo mikilsvert, að verzlunin sé ekki færð í fullkomna fjötra, né landsmönnum meinað að efla sam- vinnufélög sín og verzlunarsamtök, að ekki sé unnt að setja þessa erfiðleika fyrir sig. Tillaga meiri hluti nefndarinnar er því sú, að þegar nauðsyn beri til að beita innflutningshöftum, verði skiptingu innflutningsins hagað i aðalatriðum svo sem hér segir: Skipting innflutningsins milli innflytjenda sé ákveð- in með hliðsjón af innflutningi þeirra undanfarin ár, en með það fyrir augum, að menn geti haft viðskipti sin hjá þeim, sem þeir helzt vilja skipta við, kaupmönn- um eða kaupfélögum, eftir því hvort þeir vilja heldur. í því skyni skulu kaupfélög þau, er nú starfa eða síðar verða mynduð, þar sem slik félög eru eigi starfandi, yfirleitt fá leyfi til innflutnings hlutfallslega eftir tölu félagsmanna og heimilismanna þeirra, miðað við fjölda landsmanna, og innflutningsleyfi til viðskipta, við utan- félagsmenn eftir sömu reglum og kaupmenn. Þá telur meiri hluti nefndarinnar rétt, að innflutn- ingur þeirra vörutegunda, sem misjafnt eru notaðar af landsmönnum svo verulegu nemi, t. d. eftir þvi, hvort menn búa í sveitum eða kaupstöðum, sé sérstaklega flokkaður. Sé síðan ákveðið hlutfall, sem gilda skuli um innflutning til sveita og kaupstaða í hverjum þess- ara vöruflokka. Innflytjendur tilkynni síðan, hvort þeir verzli við sveitir eða kaupstaði eða að hve miklu leyti við hvort um sig. Geti innflytjendur ekki sagt til um þetta, þann- ig að áreiðanlegt megi teljast, skal áætla hlutfallið milli verzlunar þeirra við sveitir og kaupstaði. Innflutningur kaupfélaganna handa félagsmönnum skal síðan breytast til hækkunar eða lækkunar með breyttri félagsmannatölu og tölu heimilismanna félags- manna kaupfélaganna, eins og að framan greinir, en jafnan með tilliti til hins ákveðna hlutfalls i vöruflokk- unum milli innflutnings til sveita og kaupstaða, ef um vörur er að ræða, sem taldar eru misjafnt notaðar af landsmönnum eftir atvinnuháttum. Menn sjá af þessu, að ekki hefir verið hopað frá forréttindastefnunni. — Glöggt er það enn, hvað þeir vilja. CASSON: Fjögur afriði við stofnun fyrirtækja Flest fyrirtæki eru stofnuð undirbúnings- laust, án umhugsunar eða fyrirhyggju. Sum verða traust, er tímar líða, en flest verða sama hrákasmíðin og áður. Það er líklegt að lag verði komið á uppbygg- ingu fyrirtækja eftir svo sem 100 ár. Það verða þá ef til vill til „fyrirtækja arkitektar“ — menn, sem hafa ekki annað fyrir stafni en að undir- búa og stofna ný fyrirtæki. Við skjóta athugun finnst mér vera fjögur atriði, sem taka þarf til greina við stofnun fyr- irtækis. Ef maður hefir nægan höfuðstól og hefir ákveðið að stofna fyrirtæki, á hann að fara svona að: 1) Þjálfa sjálfan sig. 2) Þjálfa starfsmennina. 3) Fá fasta viðskiptavini. 4) Færa út kvíarnar og stofna nýjar deildir. Tökum sem dæmi, að maður hafi nægilegt fé og ætli að stofná bensínsölustöð og viðgerðar- verkstæði. Það fyrsta, sem hann verður að gera, er að fræðast. Hann verður að fræðast um bíla og kynnast verkstæðum, sem rekin eru vel. Hann ætti jafnvel að fá svo sem sex mánaða vinnu í verkstæði. Hann má ekki leggja fé sitt í fyrirtæki, sem hann veit ekkert um. Hann verður fyrst að verða hæfur til að vinna verkið. Þegar hann hefir lært allt, sem hann þarf að vita, þarf hann að útvega sér starfsmenn. Þeir þurfa líka þjálfun og æfingu. Það eru 100 möguleikar gegn einum á því, að honum takist ekki að finna fullgilda stárfs- mann. Hann verður að taka þá eins og hráefni og laga þá í hendi sér. Það er engu síður áríð- andi en sjálfsþjálfunin að velja rétta menn og æfa þá og þjálfa vandlega. Þriðja atriðið er að finna viðskiptamenn og gera þá að föstum viðskiptamönnum með því að vinna vel fyrir þá. Þegar viðskiptavinirnir eru orðnir svo marg- ir, að fyrirtækið er farið að borga sig, þá er komið að fjórða atriðinu — annaðhvort að færa út kvíarnar eða stofna útbú annarsstaðar. Eins og menn munu geta séð, er þetta rétta aðferðin við að stofna fyrirtæki. Menn verða allsstaðar að beita kunnáttu og þekkingu. Stofn- andinn verður fyrst að mennta og þjálfa sjálfan sig. Síðan verður hann að mennta starfsmenn sína. Þá hefir hann skapað sér aðstöðu til að afla sér fastra viðskiptavina. Síðan munu við- skiptavinirnir sjá honum fyrir hagnaði til þess að auka fyrirtækið. Leiðrétting. Undir myndinni af 25 ái’a verzlunarskólamönnum á bls. 9 í maí-hefti af „Frjáls verzlun", hefir fallið burtu nafn Hjalta Björnssonar, en hann er lengst til hægri i miðröð. 4 FRJÁLS VEEZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.