Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 25
Panama-skurðurinn Framh. af bls. 10. að veita verkfræðingi úr hernum, sem Goethals hét, al- íæðisvald um allt, sem við kom verkinu. Goethals fékk i lið með sér mann þann, sem Gorgas hét og var yfir- maður á rannsóknarstofu Bandaríkjahers. Gorgas tók upp bardagann við hinar skaðvænu flugur á þann hátt, að hann brenndi í eldi stór svæði af kjarri og mýra- flóum við Panama. Olíu var helt i mýrarnar og síðan kveikt í. Árangurinn af þessu varð sá, að pestirnar urðu upprættar og var það fyrsta skilyrðið til þess að hægt væri að halda vei-kinu áfram. Bandaríkjastjórn lagði til ógrynni fjár og verkamenn fengust víða að, en verkinu var fyrst lokið 1914, og 3. ágúst það ár fór fyrsta skipið gegnum skurðinn. Panama-skurðurinn er hin mesta völundarsmíð. Eink- um er frægur skipastiginn við Gatun. Panama-skurð- urinn er allur stærri en skurðui'inn um Suez og talinn merkilegra mannvirki. Skurðurinn hefir stórkostlega þýðingu fyrir verzlun og siglingar, og er hann var- inn af her Bandaríkjamanna. Saga Panama-skurðarins sýnir, hve hin þýðingar- mestu mannvirki eiga sér oft langan og flókinn aðdrag- anda — menn verða oft að bíða lengi eftir hinum sjálfsögðustu framkvæmdum, vegna sundurþykkis og spillinger í opinberum málum. Þetta brennur, því mið- ur, ví?a við. Hækl<un farmgjalda Línurit þau, sem fylgja þessari grein, sýna hækkun farmgjalda í hundraðshlutum síðan um stríðsbyrjun, í ferðum milli Englands og ís- lands og Khafnar og íslands, meðan sambandið hélzt við Danmörku. Farmgjöld til Ameríku hækkuðu um 100% í ágústlok 1939, 125% í sept. 1939 og ca. 156% í apríl 1940. Á síðasta fundi Eimskipafélags íslands var nokkuð rætt um farmgjöldin. Upplýstist þá, að tap hafði orðið á ferð, sem Brúarfoss fór fyrir nokkru til Halifax, til þess að sækja matvæli og nam tapið 35—40 þús. kr. Ennfremur varð halli á sams 'konar flutningum með Lagarfoss, sem nam 48 þús. kr. Farmgjöld virðast því ekki svo há á kornvörum, að nægi til rekstrar skip- anna, eins og nú er, en aðalhagnaðurinn er af flutningi stykkjagóss. „FRJÁLS VERZLU N“ Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. — Formaður: Friðþjófur O. Johnson. Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf Björnsson, Bergþór Þorvaldsson, Björn Olafsson, Pétur Olafsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. - - -Skrifstofa: onarstræti 4, 1 hæð. Áskriftargjald: 10 krónur á ári, 12 hefti. — Lausasala, kr. 1,00 heftið. — Prentsmiðja: ísafoldarprentsmiðja h.f. í stríðinu 1914—1918 urðu farmgjöld upp í kr. 160,00 pr. smál. af kornvörum og við það bættist flutningsgjald frá Reykjavík út um land. Tilsvarandi flutningsgjald er nú kr. 132,00 og flutningsgjald út um land innifalið. Ef athuguð eru verkalaun eins og þau voru í stríðinu 1914—18, þurfti maður að vinna í 2V& klst., til að geta greitt flutningsgjald fyrir 100 kg. af matvöru. Nú þarf verkamaður ekki að vinna nema 6—7 kl.st. fyrir hinu sama. Menn úti um land þurftu að greiða 1914—18 kr. 195,00 fyrir að fá flutta til sín smálest af matvöru, nú þurfa hinir sömu ekki að greiða nema kr. 132,00 og sama hvar er í landinu. Á tímum eins og nú eru siglingar til landsins miklum breytingum undirorpnar. Má og búast við í nánari framtíð, að breytingar verði á fyrirkomulagi siglinga milli Englands og ís- lands, en hve víðtæk áhrif það hafi, er ekki unnt að segja um. ★ Fyrir stríð var stríðsvátrygging á vörum milli landa Bretaveldis og íslands % %. Þann 1. sept. 1939 til 1. júní 1940 var vátr. oftast 3%, en stundum niður í 21/2 %• Þann 1. júní 1940 til 1. marz 1941 var vátr. 5% og stundum upp í 6%, en frá 1. marz þ. á. og til dagsins í dag 3%. Á Ameríku leiðinni hefir stríðsvátrygging- in verið sem hér segir: Frá 1. sept. 1939 til 1. maí 1940 1%, frá 1. maí 1940 til 1. marz 1941 11/2%, og niður í 11/4 %, en hækkar svo upp í 2% og er það nú. FRJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.