Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 13
s
Bíö
vemn ujornsson
ríkisstjóri
Þegar sambandslögin gengu í gildi, var sú
skipun sett, að Island og Danmörk skyldu skipt-
ast á stjórnmálafulltrúum, og var ákveðið, að
stofna sendiherraembætti í Kaupmannahöfn.
Það reið á miklu að sá maður, er til starfans
veldist, yrði honum vaxinn og gæti skapað virð-
ingu ög traust út á við á hinu unga íslenzka
ríki. Veiting embættisins skapaði ekki deilur,
eins og oft hefir þó orðið um embættaveitingar
hér á landi. Öllum kom saman um að Sveinn
Björnsson væri manna bezt til starfsins hæfur
og menn byggðu það á því, að honum hafði
áður verið trúað fyrir ýmsum vandamálum,
sem hann leysti prýðilega af hendi. íslendingar
voru nýgræðingar á hinu „diplómatiska" sviði
og Sveinn Björnsson gat því ekki stutt sig við
reynslu landa sinna í þeim efnum. En hann yfir-
sté þann örðugleika og ávann sér vinsældir og
virðingu hvar sem hann kom fram og hefir með
því skapað eftirmönnum sínum í samskonar
embættum hið bezta fordæmi.
Enn á ný er Sveinn Björnsson kallaður til
starfs, sem er nýtt og án fordæmis um allt fyr-
irkomulag. Hann verður því, eins og í sendi-
herraembættinu, að skapa fordæmi fyrir eftir-
komendurna. Mikið veltur á, að ríkisstjóraem-
bættinu verði gegnt á þann hátt, sem virðing
þess krefst, og allir treysta Sveini Björnssyni
til að sýna, að Islendingar geti skipað æðstu
stöður landsins eigi síður en hinar, sem lægra
eru settar.
Sveinn Björnsson hefir verið svo gæfusamur
að landar hans hafa treyst honum öðrum frem-
ur og „Frjáls verzlun“ óskar þess, að hann megi
ætíð eiga óskipt fylgi landa sinna í hverjum
þeim vanda, sem að höndum kann að bera í
starfi hans.
FRJÁLS VERZLUN
13