Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 9
P anama-skurðu rinn Eitt af þeim mannvirkjum heimsins, sem mesta þýðingu hefur fyrir verzlun og viðskipti er Panama-skurðurinn. Þetta mannvirki sam- einaði Atlanshaf og Kyrrahaf á þann hátt að sjóleiðir beggja hafanna tengjast þar, en áður varð að fara hina hættulegu og löngu sjóleið fyrir suðurodda Ameríku eða flytja vörur á landi yfir eiðið eða meginland Ameríku. Panama-skurðurinn á sér merkilega forsögu. Á sínum tíma var skurðurinn helzta umtalsefni manna í Evrópu og Ameríku, en sú saga fer hér á eftir í nokkrum dráttum: í maí 1879 sat á rökstólum í París alþjóðlegt þing til rannsóknar á möguleikum til að gera skipaskurði á milli hafa á þýðingarmiklum við- skiptaleiðum. Frakkland hafði þá nýlega beðið mikið afhroð í viðskiptunum við Þjóðverja og var hugur í mörgum Frökkum í þá átt að fram- kvæma eitthvað það, er gæti varpað ljóma á hið nýstofnaða lýðveldi, t. d. á sama hátt og gröft- ur Suez-skurðarins hafði orðið Napoleon III. til vegsauka 10 árum áður. Á fundinum var mjög rætt um skurð gegm um Panama-eiðið og varð það úr að samþykkt var að grafa skurðinn og var kostnaðurinn Iierskipið Nelson í Panama. PRJÁLS VERZLUN áætlaður 1200 millj. gullfranka og skyldi ljúk- ast á 12 árum og jafnvel 8 árum, ef vélar reynd- ust svo fljótvirkar, sem sumir áætluðu. Skurð- urinn átti að vera þannig, að hann væri allur grafinn niður að sjávarmáli. Ákvörðunin um að grafa skurðinn vakti óhemju fögnuð. Tólf menn greiddu atkvæði á móti og voru þeir ekki í miklu áliti og þeir hæddir og smánaðir. Skiljanlegt var það, að þessi ákvörðun vakti mikinn fögnuð. Sjófarend- ur hafði dreymt um það um aldir, að skurður yrði gerður um eiðið, því ef þetta landhaft, sem aðeins var 44 mílur á breidd, yrði grafið sund- ur, styttust siglingar mjög milli þýðingarmik- illa staða. Leiðin milli New York og San Fran- cisco var 13,135 mílur, ef farið var um Magell- ans-sund, en ekki nema 5,262 mílur, ef farið var um Panama, eða 60% styttra. Leiðir styttust jafnvel verulega fyrir skip, er sigldu frá Ev- rópu. Leiðin frá Liverpool til San Francisco var 13,507 mílur um Magellans-sund, en ekki nema 7,386 um Panama, eða 42% styttri. * Frakkar tóku nú til óspilltra málanna og út- veguðu leyfi hjá stjórninni í Columbía til að I skipastiganum. V

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.