Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 7
varð brátt ein stærsta verzlun landsins. Reykja- víkur-verzlunin fluttist í Knutsons-húsin við Hafnarstræti, hafði útibú á Akureyri, ísafirði, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Akranesi, Kefla- vík og Stokkseyri; keypti hús Sturlu Jónssonar við Austurstræti, þar sem nú er Búnaðarbank- inn. Árið 1905 reisti Edinborg stórt hús úr timbri vestan við Knutsons-húsið, og var það að ýmsu vandaðra en þá gerðist. í það var lögð fyrsta miðstöðvarlögn bæjarins. Á því voru einnig stærri sýningargluggar en þekktust hér áður. Var þetta fyrsta nýtízku verzlunarhúsið, sem reist var á landinu. Reykjavíkur-verzlunin var í mörgum deildum fyrir stríðið 1914—18. Vefnaðarvörudeildin var í Hafnarstræti og var Anna Sigurðardóttir deildarstjóri. Þá búsáhaldadeild í gamla húsinu við Hafnarstræti. Niðri í húsi því, þar sem Búnaðarbankinn er nú, var nýlenduvöruverzl- un og var Hallgrímur Benediktsson deildar- stjóri. Uppi á lofti var skóverzlun og veitti Stef- án Gunnarsson henni forstöðu. Þar var einnig skóverkstæði, þá var fatabúð, sem Hansína Þórðardóttir frá Hól stjórnaði og klæðskera-L verkstæði, sem Guðmundur Bjarnason og Guð-fc mundur Fjeldsted voru fyrir. Þá var einnig kvenfataverkstæði, sem Jórunn Þórðardóttir var fyrir. — í glervörudeildinni voru þau Vilborg Jónsdóttir og Egill Guttoi'msson. — Otgerðin hafði aðsetur sitt í Sjávarborg, og voru þar afgreiddar skútur verzlunarinnar, en þær voru níu eða tíu, þegar flest var, en voru seldar nokkru „fyrir stríð“. Ás- geir hafði sjálfur á hendi alla yfirstjórn út- gerðarinnar. I pakkhúsinu var Sigurbjörn Þor- kelsson hæstráðandi, en í sambandi við það var kola og saltverzlunin. Pakkhúsið stóð, þar sem nú er hús Eimskipafélags íslands. Edinborg hafði einnig sérstaka kaffibrennslu. Gjaldkeri á skrifstofunni var Arent Claessen, en yfirbók- ari Guðmundur Þórðarson frá Hól. Einnig störfuðu þar Elín Stephensen og Hansína Þórð- ardóttir frá Hól. Edinborg fékk hingað fyrsta hraðritara, sem hér þekktist og var það skozk stúlka, Miss Mclntyre. Tryggvi Magnússon, sem nú starfar í Edinborg, hefir verið þar í 30 ár, og er nú elzti starfsmaður stofnunarinnar, en það eru líka einu ellimörkin, sem við hann sjást. Edinborg hafði á þessu tímabili ,,vagtara“ eða vökumenn, sem áttu að gæta húsa og ann- arra eigna verzlunarinnar á næturnar. Þessir vagtarar voru útbúnir með klukkur, sem voru þannig gerðar, að að þeim gengu lyklar, sem festir voru á ýmsa staði í bænum, svo sem Iðnó, hús í Austurstræti o. s. frv. Ef þeir nú opn- uðu klukkuna með þessum lyklum, mátti lesa það af pappírsræmu, sem var innan í verkinu, og gat Tryggvi Magnússon þannig lesið út; úr því hvar „vagtararnir“ höfðu verið á hverj- um tíma næturinnar. Var þetta gert til þess að hafa eftirlit með því, að þeir „stæðu sína pligt“. Edinborgarhúsin í Austurstræti og Hafnar- stræti brunnu til kaldra kola í eldinum mikla 1915, og fluttist verzlunin þá í Ingólfshvol og færði saman kvíarnar. T. d. var nýlenduvöru- deildin þá lögð niður. Á sextugsafmæli sínu ákvað Ásgeir, að byggja nýtt hús á rústunum í Hafnarstræti og var það fullbyggt 1925. Á blómaskeiði Edinborgar fyrir styrjöldina 1914—’18 var margt nýstárlegt í rekstri hennar og má þar m. a. tilnefna auglýsingastarfsemi verzlunarinnar. Hjalti Sigurðs- son bróðir' Ásgeirs var þá ný- kominn frá Ameríku og starf- aði um skeið við verzlunina, en hvarf svo vestur aftur. Hjalti kunni ýmsar auglýsingaaðferð- ir, sem þá voru tíðkaðar vestra, og þóttu þær nýstárlegar hér. Var margt gert til þess að laða viðskiptavinina að, og var þar á meðal það sem hér fer á eftir: Hver, sem keypti pund af kaffi, fékk með í pakkanum miða, sem bókstafur var prent- aður á, og þegar húsmóðirin gat skilað miðunum þannig, að úr þeim mátti lesa orðin: „Ed- Knutsons-húsið. FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.