Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 5
Verzlunin Edinborg Verzlunin Edinborg er einhver elzta og vel- þekktasta verzlun höfuðstaðarins. Verzlunin var stofnuð 1895 og átti því á síðasta ári 45 ára afmæli, en fáar eru þær verzlanir, sem svo langa sögu eiga að baki sér. Stofnandi Edinborgar var Ásgeir Sigurðs- son, síðar konsúll. Með honum voru í félagi tveir brezkir menn, þeir Geo Copland og Nor- man Berrie, en nokkru eftir brunann 1915 varð Ásgeir einn eigandi verzlunarinnar. Verzlunin Edinborg eins og hún er nú. ,<y , ' 'S.Y ’ ' * '• * -* - — FRJÁLS VERZLUN Það er ekki hægt að skrifa svo um Edin- borgar-verzlun- ina, að minnast ekkiÁsgeirsSig- urðssonar ræki- lega. Ásgeir varð á margan hátt til að ryðja nýjar brautir í verzlun lands- manna og mun hanslengi verða minnst. Ásgeir fædd- ist á ísafirði 28. sept. 1865, ólzt þai upp til 10 Ásgeir Sigurðsson. ára aldurs, en fór þá til Edin- burgh í Skotlandi og dvaldi þar í sex ár hjá föðurbróður sínum, Jóni A. Hjaltalín, sem síð- ar varð skólastjóri á Möðruvöllum í Hörgárdal. Ásgeir gekk á skóla í Edinburgh og varð hon- um dvölin þar svo hugstæð, að er hann stofn- aði verzlun sína mörgum árum seinna, nefndi hann hana eftir borginni. Hjaltalín, fóstri Ásgeirs, varð mjög hrædd- ur um, að drengurinn kynni að týna niður móð- urmáli sínu, ef hann dveldi lengi með fram- andi þjóð, en Hjaltalín sá, að í Ásgeiri var hið mesta mannsefni, en íslandi lá á dugmiklum og menntuðum mönnum. Slíkir efniviðir máttu ekki glatast heimalandinu. Því var það, að Ás- geir fór heim og var norðan lands í tvö ár, en fór svo utan aftur og er næstu árin ýmist í Skotlandi eða heima. Ásgeir gekk í skóla fóstra síns á Möðruvöllum og útskrifaðist þaðan 1882, ísavorið mikla, sem svo var kallað. Þau árin var hið megnasta illæri á Norðurlandi, bæði vegna kulda og farsótta, og var yfirleitt ekki glæsi-

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.