Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 2
Átökin um forréttindin Nýjar kröfur um aukin rétt indi samvinnufélaganna. Tvö nefndarálit. Alþingi skipaði í fyrra milliþinganefnd til að taka til athugunar innflutnings- og gjald- eyrismálin og gera tillögur þar að lútandi. í nefnd þessa voru skipaðir: Björn Ólafsson stór- kaupmaður, Eysteinn Jónsson ráðherra og Gylfi Þ. Gíslason hagfræðingur. Nefndin hefir nú skilað áliti sínu og hefir það verið gefið út sér- prentað. Eins og við mátti búast, klofnaði nefndin um innflutningsmálin. Meiri hlutinn, E. J. og G. Þ. Gíslason skila löngu áliti, þar sem leitast er við að afsaka framkvæmd höfðatölureglunnar og það misrétti, sem framið hefir verið í úthlutun innflutningsleyfa. Tillaga er gerð um nokkra breytingu á höfðatölureglunni, en jafnframt er sett fram krafa um stóraukin leyfi til kaupfé- laganna til þess að þau geti verzlað við utan- félagsmenn. Er hér um að ræða stórkostlega viðbót handa félögunum og er krafan furðuleg því að undanfarið hafa félögin talið sig hafa rétt til úthlutunar, samkvæmt höfðatöluregl- unni til þess að geta séð félagsmönnum sínum fyrir vörum. Nú er heimtuð úthlutun handa utanfélagsmönnum líka. Þessi eindæma krafa mun verða síðar tekin til athugunar hér í blað- inu. Til þess að gefa lesendum vorum tækifæri til að kynnast þeim tveimur sjónarmiðum, eins og þau koma fram í nefndarálitunum, eru hér tekn- ir þeir kaflar, sem fjalla um aðalatriðin í sam- bandi við úthlutun leyfa og framkvæmd haft- anna: Úr nefndaráliti Björns Ólafssonar: „Með þeim afskiptum, sem ríkisvaldið undir forustu Framsóknarflokksins, hefir haft af höftunum undan- farin ár, er ekki óeðlilegt, að skapazt hafi rótgróin tortryggni um alla framkvæmd þeirra af hálfu kaup- manna. Enda verður því ekki neitað, að fi’á þeim stjórnmálaflokkum, sem einráðir hafa verið um fram- kvæmdina, hefir jafnan andað köldu í garð kaupmanna, einkum hinna stærri innflytjenda, og einstaklingsverzl- unar yfirleitt. Jafnframt hafa þessir sömu flokkar beitt sér fyrir eflingu kaupfélagsverzlunar. Þessi af- staða flokkanna er mjög ólík stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í þessum málum. Hann viðurkennir þær tvær verzl- unarstefnur, einstaklingsverzlun og samvinnuverzlun, jafn réttháar og telur, að þær eigi í frjálsrij og heiðar- legri samkeppni að sýna yfirburði sína og ná hylli neytendanna vegna eigin kosta, en ekki fyrir atbeina 1 íksvaldsins. Verzlunarstéttin hefir haldið því fram, að ríkisvaldið hafi með starfsreglum Gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar reynt að skapa samvinnuverzluninni séi’réttindaaðstöðu á kostnað einstaklingsverzlunar i landinu. Reipdrátturinn um framkvæmd innflutningshaftanna, sem staðið hefir i mörg ár, hefir orðið orsök þess, að enn er ekki fundinn fastur grundvöllur fyrir heildar- úthlutun innflutningsins, eins og tíðkast þar, sem líkt hefir staðið á. Hefir úthlutunin verið mjög á reiki allan tímann, sem höftin hafa staðið, og verið orsök sífelldrar óánægju meðal innflytjenda. Ef í öndverðu hefði verið tekin sú stefna, eins og hvarvetna annars staðar, að úthluta leyfum í hlutfalli við fyrri innflutn- ing, án tillits til, hvort í hlut áttu sameignar eða sér- verzlanir, þá hefði framkvæmd haftanna komið að meiri notum, og sneitt hefði verið hjá römmum pólitískum deilum út af þessum málum. Það, sem ég hefi hér að framan sagt, beinist að framkvæmd haftanna, en ég get ekki skilið við þetta efni, án þess að minnast frekar á höfðatöluregluna, sem mestum deilum hefir valdið. í fljótu bragði kann að sýnast réttlátt, að kaupfélögin fái innflutning í hlut- falii við félagsmannatölu sína og þess fólks, sem þeir hafa á framfæri. En ef þessi krafa er athuguð nánar, kemur í ljós, að svo miklir annmarkar eru á þessu fyrir- komulag-i að framkvæmd þess til fullnustu yrði í senn óréttlát og hjákátleg. Skulu hór taldir nokkrir þeir helztu: 1. Innflutningur kaupfélaganna áður en innflutnings- höftin hófust, er talinn að hafa verið um 10—12% af árlegum heildarinnflutningi. Samkvæmt höfða- tölureglunni og ágizkun um heimilismenn eiga þau heimtingu á 33—35%. 2. Kaupfélögin nota 60—70% af innfluttum landbún- aðarvörum og vélum. Hins vegar nota þau aðens 6—7% af útgerðarvörum. O FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.