Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 15
Jón Þorsteinsson:
Til heilsubófar fyrir innisefumenn
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um
það, að innisetumenn á skrifstofum og í verk-
smiðjum lifa flestum óhollara lífi. Þeir þurfa,
ef vel á að vera, að leggja nokkuð að sér til
að varðveita góða heilsu, en hvernig eiga þeir
menn að geta komið slíku fyrir, sem ef til vill
hafa nauman tíma? „Frjáls verzlun'1 lagði þessa
spurningu fyrir hinn velþekkta íþróttafrömuð
Jón Þorsteinsson og fer hér á eftir umsögn
hans:
Ég hefi velt þessu oft fyrir mér, og það er
engan veginn vandalaust að leysa úr þessari
spurningu, svo að haldi komi. Það fer mest
eftir áhuga hvers og eins, hver árangur verður
en það má benda á ýmislegt, sem menn geta
valið úr eftir hentugleikum og geðþótta.
Ef menn eru ekki allt of morgunsvæfir, ætti
að vera örlítil stund afgangs, áður en farið
er á skrifstofuna að morgni. Þá ættu menn að
þvo sér öllum með þvottapoka úr ilvolgu eða
köldu vatni, og þurrka sig á eftir með snörpu
handklæði. Þetta er vægast sagt ekki lakasti
þvotturinn og þarf ekki að taka nema örlitla
stund. Raunar er einnig gott að viðhafa slíkan
þvott að kvöldi, en einkum á það þó við um erfið-
ismenn. Ég vil leggja sérstaka áherzlu á þessa
morgun-ræstingu. Hún vekur menn og hressir,
er einföld og tekur stuttan tíma.
Eitt sinn hafði Ríkisútvarpið hina svonefndu
morgunleikfimi. Hún var lögð niður, því að
það kom í ljós, að almenningur kunni ekki að
notfæra sér kennsluna. En það fyrirhafnar-
minnsta og jafnvel það bezta eru þó einmitt
léttar, daglegar æfingar í heimahúsum. Inni-
setumönnum, sem sitja við skrifborð, hættir til
að bogna í baki. Slíkar heimaæfingar þyrftu
einmitt að vera þannig, að þær réttu menn úr
kútnum. Ýmis konar æfingar koma til greina,
auðveldar hreyfingar og léttar, sem enginn
vandi er að framkvæma.
Hér í Reykjavík hafa menn aðgang að sundi
og leikfimi. Þetta ættu innisetumenn að iðka.
Hæfilegt er að fara í leikfimi tvisvar í viku, en
gott að synda sem oftast.
FRJÁLS VERZLUN
Svo geta allir farið í stuttar gönguferðir.
Það er fjöldi skrifstofumanna í Reykjavík, sem
svo að segja aldrei er gangandi. Menn fara í
bíl á skrifstofuna að morgni og heim og heiman
í hádegismatinn. Og á kvöldin fara menn enn
í bíl heim og setjast svo inn í stofu og fara að
lesa blöð. Þetta er óhollt. Strætisvagnarnir eru
líka óhollir og margir innisetumenn nota þá
mikið í ferðum milli heimilis og skrifstofu. Þeir,
menn, sem með nokkru móti geta komið því fyr-
ir, ættu að ganga a. m. k. klukkustund á dag
og þá er einfaldast að ganga einmitt á daginn
milli heimilis og skrifstofu. Ýmsir skrifstofu-
menn, sem ef til vill eiga ekki langa leið heim,
taka á sig krók, t. d. niður að sjó eða eitthvað
annað, til að lengja leiðina. Þetta er skyn-
samlegt. En Reykvíkingar eru að sumu leyti
ekki vel settir, hvað gönguferðunum viðvíkur.
Rykið á götunum er stórlega óholt, en „asfalter-
aðar“ og steinsteyptar götur væru hin bezta
heilsugjöf, sem bæjarbúar gætu þegið. Rykið
er óþolandi og vafalítið enn meira heilsuspill-
andi en reykjarsvælan þó hún sé slæm. Þótt
það sé til stórra bóta að ganga inni í bænum,
þá er betra að ganga um opin svæði, t. d. út í
Effersey, um Vatnsmýrina eða Háteigsveginn,
svo að nokkrir staðir séu nefndir. Umhverfi
bæjarins er nú orðið þannig, að það er ekki gott
til gönguferða. Þar er fullt af „bröggum“ og
girðingum. Reykvíkinga vantar gönguveg út úr
bænum og bæjarstjórnin ætti að láta ryðja
slíka götu. Það þyrfti ekki að vera kostnaðar-
samt. Nýverið var verið að tala um friðland
Reykvíkinga, sem sumir nefna Heiðmörk.
Gönguvegurinn gæti einmitt legið út í þetta
„friðland“.
Það eru mikil framför, hve Reykvíkingar og
aðrir bæjabúar í landinu, fara almennt í skíða-
ferðir á vetrum og í alls konar sumarferðir.
En menn ættu að gæta að því í sambandi við
sumarferðirnar, að yfirleitt er farið allt of
langt í bílunum. Ef ferðin er farin til hressing-
ar, en ekki til að sjá landslagið, þá ætti bílferð-
in að vera sem styzt. Það er ekki holt að sitja
15