Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 8
inborgar Excelsior-kaffi“, þá mátti hún kjósa sér einhvern nytsaman búshlut úr verzluninni. Verzlunin hafði fjórhjólaðan kolavagn, sem var notaður stundum þannig, að hann var skreytt- ur og í honum menn, klæddir í hina fegurstu búninga, og var honum þannig ekið um göturn- ar. Var kastað pokum með góðgæti til krakk- anna, sem eltu vagninn, en umbúðirnar voru auglýsingar. Mikið var af allskonar auglýsinga- spjöldum á vagninum. Fyrir jólin var ýmislegt gert til að draga menn að búðargluggunum. Þá var Jólasveinn Edinborgar til eins og nú og jóla- bazarinn haldinn í pakkhúsinu, sem allt var skreytt að innan og hlaðið skápum og borðum, fullum af varningi. Einnig var það til, að hlaða kolum upp í stafla í glugga og skyldu menn svo geta, hve þungi þeirra væri mikill. Sá, sem næstur komst, fékk kolin heimsend, og einnig voru veitt fleiri verðlaun. Eitt sinn kom hinn heppni vinnandi til Ásgeirs og spurði, hvort hann fengi kolin send heim. Ásgeir sagði, að það væri alveg sjálfsagt, hann skyldi láta senda kolin strax og spurði um heimilisfangið. Mað- urinn átti þá heima suður í París á Frakklandi og heimtaði kolin send þangað! Eitt sinn fékk hver, sem verzlaði fyrir krónu minnst, afhent póstkort, og skyldi sá fá verð- laun, sem oftast gæti skrifað orðin: Verzlunin Edinborg“ á kortið. Benedikt Gabríel Benedikts- son skrautritari gat hrúgað mestu á kortið og fékk hæstu verðlaunin. Þannig voru auglýsingabrellurnar í þá daga. Nú mundi sumt af þessu ef til vill vera talið til ólögmætra verzlunarhátta, því að nú má ekki einu sinni setja mynd af filmstjörnu í kaffi- pakka. ★ Ásgeir Sigurðsson andaðist 26. sept. 1935. Hann hafði um fjölda ára verið konsúll Breta á íslandi og aðalræðismaður frá 1928, og mátu Bretar starfsemi hans mikils, eins og sést á því, að hann var sæmdur orðunum 0. B. E. (Offi- cer of the British Empire) og C. B. E. (Com- mander of the British Empire), sem sjaldgæft er, að nokkrir fái nema enskir menn. Ásgeir sótti um lausn frá ræðismannsstarfi 1935, eftir 25 ára þjónustu og verður þess þáttar af æfi hans ekki getið nánar hér, þótt um það mætti langt mál rita. Sigurður B. Sigurðsson, breskur konsúll, nú- verandi stjórnandi fyrirtækisins, gerðist með- eigandi að Edinborg 1926, og á hana nú, ásamt Haraldi Sigurðssyni, syni Ásgeirs. Walter heit- inn Sigurðsson var einnig um skeið meðeigandi að verzluninni. 8 Edinborg starfar nú í tveimur deildum, vefn- aðarvörudeild og leirvörudeild. Heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar stofnuð 1919 og Veiðar- færagerð íslands, sem stofnuð var 1934, standa einnig með miklum blóma. Við fyrirtækið starfa nú fjöldi manns. — Verzlunarstjóri er Tryggvi Magnússon, fram- kvæmdastjóri veiðarfæragerðarinnar er Pétur Jóhannesson og sölustjóri heildverzlunarinnar Björn Hjaltested. CASSON: Eyðsla á opinberu íé Sjaldan hefir verið látin eins skynsöm skoð- un í ljósi í brezka þinginu og Robert Boothly, þingmaður fyrir Aberdeen, lét í ljósi í apríl síðastliðnum. Hann sagði: „Það er skylda þingsins að sjá svo um að það fái fullt verðmæti fyrir það fé, sem streymir úr ríkisfjárhirzlunni. Ég held að ekki fáist fuilt verðmæti fyrir það nú.“ Það, sem ríkisstjórnin þarfnast er maður, sem er „varðhundur ríkiskassans“ og hann á að hafa aðstoðarmann, sem er þaulvanur allskonar við- skiftum. Ef neðri málstofan hefði sinnt tillögu Booth- ly’s mundi hún hafa sparað 50 milljónir ster- lingspunda árlega og hefði getað lækkað tekju- skattinn um stilling í stað þess að hækka hann um sex pence. Það er eftirtektarvert, að ríkað hefir í þjón- ustu sinni fjölda velæfða skattheimtumenn, en þeir, sem eyða peningunum, þurfa enga mennt- un að hafa eða reynnslu. Að þessu komust menn í Heimsstyrjöldinni. CASSON: Svisslendingurinn duglegi I sjö aldir hafa Svisslendingar látið sér nægja að hugsa um sín eigin málefni og komizt vel af. Þjóðarhagur Svisslendinga er ágætt dæmi um það, hvað samhent og atorkusöm þjóð getur. I Sviss er engin olía, kol eða járn og landið á eng- ar nýlendur og það liggur hvergi að sjó. En þjóðin er skynsöm og fús til vinnu. Þjóðarauðurinn nemur 625 sterlingspundum á hvert mannsbarn í landinu. Til samanburðar má geta þess, að árið 1928, þegar sem bezt gekk í Bandaríkjunum, nam þjóðarauður þeirra að- eins 420 sterlingspundum. Samanborið við fólksfjölda á engin þjóð eins marga uppfinningamenn og Svisslendingar. Þar eru að jafnaði tekin út 3700 einkaleyfi á ári. PRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.