Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 29
á hnettinum og hún átti di-ýgstan þátt í því að leggja ný lönd undir r.æktun og menningu. Verzlunin hef- ir á öllum öldum verið einn helzti og ef ekki einmitt langhelzti máttar- stólpi alls þess, sem vér nefnum framfarir og' menningu. I’að er ekki GulliS kom eklci frá Ameríku. Iiarl V. fékk mest af auðæfum Spánar frá Niðurlöndum. talið að fundur Islands hafi að neinu leyti staðið í sambandi við viðskiptalegar þarfir eða framtak og er að því leyti nokkuð einstæður at- burður. En allir helztu landafundir áttu rót sina að rekja til viðleitni kaupsýslumanna, til að leita eftir nýjum mörkuðum. Þannig urðu hin- ar fjölförnu haf-,,götur“ til. Columbus leysti Atlantshafið úr álögum. En þrátt fyrir það hreppti hann aðeins vanþakklæti að laun- um. Mönnum varð nefnilega elcki þegar ljós hin viðskiptalega þýðing Ameríku. Menn bjuggust við að ná til auðlinda Indlandshafs, sem áður voru þekktar, en torsóttar. Lítið fannst i fyrstu af gulli og silfri. Að vísu fundust nytjajurtir, svo sem vanille, kakao og tóbak, en lang-ur tími leið, þar til almenningur vand- ist við að nota þær, og svo þörfnuð- ust þær skipulagsbundinnar ræktun- ar, sem hinir gullþyrstu landnáms- menn höfðu ekki þolinmæði til að láta í té. Seinna fundust svo hinar auðugu silfurnámur i Mexikó og Pó- tosi, en það gekk seint að koma námugreftrinum á laggirnar. Al- mennt er álitið, að Karl V. hafi fengið megnið af auðæfum Spánar frá Ameríku, en svo var ekki. Af FRJÁLS VERZLUN þeim fimm milj. gyllina, sem á ári hverju runnu í sjóð hans, ltom aðeins ca. V2 miljón úr nýlendunum, en frá hinum auðugu Niðurlöndum fékk hann ekki minna en 3 milj. gyllina. Það var ekki fyrr en um 1550, eða tæpum 60 árum eftir för Columbus- ar, að silfrið tók að flytjast í stór- um stíl að vestan. Þá hófst tími silf- urflotanna, en skip fóru þá- í stór- um lestum í herskipafylgd yfir At- lantshaf. Spánn varð nú mjög vel- megandi ríki, en féð hvarf fljótt í hinn mikla herkostnað konunganna. Símon Bolivar, frelsishetja S.- Amerílcumanna. Nýlendurnar brutust undan oki Spánverja. Nú höfðu verzlunarsiglingar urn Atlantshaf komist í alg'leyming og' þýðing þeirra kom til leiðar bylt- ingu í fjárhag'smálum, því hinn mikli og snöggfengni forði af gulli og silfri kom peningamálunum á ringul- reið. Spánverjar höguðu skiptum sínum við nýlendurnar á fremur ó- heppilegan hátt. Spænska stjórnin vildi, að verzlunin við nýlendurnar yrði eingöngu til hagnaðar fyrir Útsýn yfir Cadiz, sem var ein mcsta höfn Evrópu. heimalandið. Landnemarnir áttu að sækja allt, sem þeir þurftu til Spán- ar og máttu ekki framleiða neitt, sem hægt var að fá frá Spáni. Ekki máttu nýlendurnar selja vörur til annara en Spánverja. Til þess að hægt væri að hafa auga með því, að þessum reglum yrði framfylgt, var svo ákveðið að öll verzlun við ný- lendurnar skyldi fara fram í einni höfn, sem var Sevilla. Vörur mátti ekki flytja, nema á skipum stjórn- arinnar. (Seinna, þegar ósar Guadal- quivir fylltust af sandi, varð aðset- ur einokunarinnar í Gadiz). Kaup- mannaflotinn spænski sigldi einu sinni á ári í einum hóp til Puerto- bello á Panamatanga. Þaðan var far- ið landleiðina yfir eiðið til Kyrra- hafsstrandar og áfram til Peru og Chile eða yfir hafið til Filipseyja. Þriðja hvert ár fór einnig floti tii Vera Cruz í Mexicó. Verzlun með slíku fyrirkomulagi gat ekki blómgast til lang'frama og þegar Spánn lenti i Styrjöld við Hol- land og England, reyndist erfitt að vernda silfurflotana. Hollendingar tóku fyrstir upp harða samkeppni við Spánverja, og eftir að Niðurlendingar höfðu gert uppreist gegn hinu blóðuga ofríki Filipusar II, varð fullkomið verzlun- arstríð milli landanna. Stofnsettur var í Hollandi félagsskapur með stuðning'i þess opinbera, sem fékk einkarétt á verzluninni við Guinea og Ameríku og Hollendingar hertóku eyjuna Euracao við strönd Suðui'- Ameríku. Einnig var hafið landnám í Surinam i Guyana og „Hin nýju Niðurlönd" stofnuð í N.-Ameriku. Þar var Nýja Amsterdam aðalstöðin, en þar heitir nú New York. Hollending- ar stórgræddu á leyniverzlun við ný- lendur Spánverja, sem voru reyrðar í verzlunarfjötra, svo sem að fram- an greinir. En Hollendingar urðu að lúta í lægra haldi fyrir Englending- um, sem brátt fóru með hernað á hendur þeim og tóku Nýju-Amster- dam, Curacao og Surinam. Tvo hina Frá höfninni í Bremen, sem nú er mikil siglingamiðstöð. síðastnefndu staði eiga Englending- ar enn í dag. Frakkar tóku nú einnig að fara um hinn bi'eiða veg yfir Atlants- hafið og eignuðust Canada, Ný- fundnaland, nokkrar eyjar í V.-Indí- um og Cayenne, sem piparinn frægi 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.