Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1941, Blaðsíða 27
Heimshöfin eru ekki öll jafn fjöl- farin. Þýðing þeirra fyrir verzlun og viðskipti er misjöfn. Og þótt f jölfarn- ar skipaleiðir liggi um eitthvert haf, þá eru hlutar þess ,,dauðir“, þar sést naumast nokkurt kaupfar á sigl- Columbus, hinn frægasti allra, er sigldi um Atlantshaf. ingu. Sumstaðar er aftur svo fjöl- farin leið, að líkja má við götu í stórborg. Hin ákveðna stefna milli staða, sem skipin sigla eftir, er gat- an og skipin vegfarendurnir. Ein slík gata, þótt ekki hafi hún verið nema smágata, er leiðin milli suð- urstrandar íslands og Bretlands. Þar eru nú að vísu fleiri og fjölbreytt- ari vegfarendur en áður, en samt er „gata” þessi ekki stór á við marg- ar aðrar. Seglskipin eru nú óðum að hverfa úr tölu kaupskipanna. En á stríðstímum ber þó meira á þeirn en endranær. Þannig var það 1914— 1918, að gömul seglskip, sem ekki höfðu lengi hætt sér út á hið ó- kyrra haf en siglt með ströndum, voru tekin í notkun í millilandasigl- ingum. Ef til vill verður það eins nú, þegar fram líða stundir. Seglskipin verða eðlilega að haga ferðum sínum nokkuð á annan hátt en vélknúin skip. Þau eru háð vindi og straumum. Þegar Columbus fór forðum yfir Atlantshafið, var hann rnjög heppinn með leiði. Hann barst áfram fyrir „passat“-vindi að norð- austan, er var jafn og hæfilegur. En skipshöfnin varð óróleg út af þessum jafna vindi, er blés úr sömu átt viku eftir viku og hélt að aldrei mundi verða afturkomu auðið. En þessi sigling varð lærdómsrík. Landnema- skipin og kaupförin, sem sigldu í kjölfar þeirra, notuðu síðan um lang- an aldur þessa aðferð Columbusar. Þau héldu til suðurs þar til þau náðu hinu sama staðvindabelti, sem flutti Columbus til hins nýja heims. Á leiðinni heim til Evrópu var einn- ið farið eftir siglingu Columbusar. Fylgt var Golfstraumnum norður eftir, þar til náð var belti, þar sem eru að jafnaði mjög tíðir vestan- vindar. Svipaðar voru siglingaaðferðirn- ar á öðrum heimshöfum. Mönnum Aðalleiðir um Atlantshaf. lærðist að finna þær leiðir, þar sem hægt var að nota vind og strauma. Þannig mynduðust ,,götur“ seglskip- anna, sem héldu gildi sínu óbreyttu allar þær aldir, sem kaupför og her- skip voru undir seglum. Leiðir hinna vélknúnu kaupfara liggja mjög á annan hátt enn segl- skipanna. Ekki þarf að hirða urn vind og strauma, en ís og grynning- þarf að varast, en þrátt fyrir það geta leiðir þeirra venjulega verið nær þvi bein yfir höfin milli hafn- anna. Ef litið er á kort yfir sjóleiðir kaupfara, þá sést þegar hvaða „göt- ur“ eru fjölfarnastar. Langmest er skipagangan milli Norður-Ameríku og Norðvestur-Evrópu. Þetta má teljast aðal verzlunarleiðin, en aðr- ar þýðingarmiklar leiðir ligg'ja með ströndum Afríku og Suður-Ameríku. Mörg skip frá Evrópu og norðaust- urhluta Ameríku leggja leið sína um Panamaskui'ðinn og er þar mjög-fjöl- farin „gata“. Einnig er mjög fjöl- farin leið milli Evrópu og Austur- strandar Suður-Ameríku. Urn At- lantshaf liggja þær siglingaleiðir, er langmesta viðskiptaþýðingu hafa haft. Verzlunarsiglingar um Atlantshaf. Allt til seinni alda hinnar kunnu sögu var Atlantshafið framar öðrum hið ógnum þrungna haf, sem bjó öll- um bana eða harðar útivistir. Það var dimmt og ókyrrt og strandir þess óþekktar. Menn bjuggu til hin fá- ránlegustu kort, sem flest voru mjög fjarri sanni. Á sumum þeirra var sýnd all-norðarlega eyjan Thule eða Týli, sem margir hygg-ja, með nokkr- um í'ökum að hafi verið ísland. — ,-Mercare necesse“, sögðu menn. Það cr nauðsyn að verzla, og þessi nauð- syn knúði menn til að bjóða hættun- um byrginn og leita að nýjum verzl- unarleiðum. Verzlunin var móðir landafundanna. Verzlunin varð til þess að auka þekkingu manna FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.