Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1947, Page 7

Frjáls verslun - 01.06.1947, Page 7
lifði á. En það er annað atriði, sem er alleftir- tektarvert, sem sé það, að þótt Skúli byggði von sína á iðnaðinum, þá taldi hann hann þó eigi einhlítan til viðreisnar landinu, heldur vildi hann einnig leitast við að efla sem mest land- búnað og fiskiveiðar. Honum þótti sent landið liefði að geyma marga fólgna fjársjóði í skauti sinu, og honum fannst tími til kominn að grafa þá upp. Hann þóttist sjá það í hendi sér, að land- ið mætti gefa af sér bæði korn, kálmeti, hör, hamp, brennistein og margt fleira, og allt þetta ætlaði hann stofnununum að annast jafnframt sjálfum iðnaðinum. Þetta er því merkilegra, sem sú skoðun fyrst nokkru eftir þennan tíma ruddi sér til rúms, að hinar eldri kenningar væru eigi alls kostar réttar, að velmegun þjóð- anna væri eigi eingöngu byggð á því, að auka sem mest alla útflutninga og sópa að sér sem rnest af peningum, heldur eigi síður á hinu, að auka og efla og færa sér sent bezt í nyt þau gæði, er náttúran sjálf legði mönnum í hendur, að leggja sem mest kapp á að rækta jarðveginn og graf'a upp þau auðæfi, er þar væru fólgin. Menn þeir, er börðust fyrir hinni eldri skoðun, höfðu stigið skrefi of langt í þá áttina og talið alla velferð á iðnaðinum byggða, og nú átti alveg hið sama sér stað um forvígismenn hinnar nýju stefnu, er töldu allt á jarðræktinni byggt. Er það einkennilegt og eftirtektarvert, að Skúla þannig skyldi takast að þræða þann meðalveg, er menn nú eru komnir á snoðir um, að viti rnest til vel- farnaðar, sent sé að stunda hvorttveggja jöfnum höndum þar sem svo hagar til að hægt sé. En einmitt þetta, að Skúli færðist svo mikið í fang í einu, að hann dreifði kröftum sínum og víkk- aði verkahringinn um of á skömmum tírna, varð til þess, að menn voru ekki jafn fúsir á að veita lionum fylgi sitt og ella mundu þeir verið hafa. Hefði hann látið sér nægja með ullariðnaðinn einan, ntá ætla, að landar hans hefðu ötullegar snúist í lið með honum, en raun varð á, því það var liugmynd, sem aldarhátturinn hafði sett innsigli sitt á og kannast við. En er hann ofan á ])et.ta tók sér fyrir hendur að efla jarðrækt og fiskiveiðar, gi'óðursetja tré og vinna brennistein og margt fleira, þá sneru þeir við honum bak- inu og kölluðu hann „Prósjektmakara“. Þegar vér nú á dögum lítum á þetta mál, þá fær það eigi dulist, að það var eigi eingöngu mótþróa og óvild verzlunarfélagsins og illum og óheppilegum verzlunarháttum að kenna, að stofnanirnar féllu að lokum niður og urðu að FRJÁLS VERZLUN Mannkostir metnir MaSur var ncfndur Árni Grímsson úr SnæfeRs- nessýslu. Hann hafði lagst út með 2 þjófum, en þeir voru handsamaðir af hændum í Bárðardal í helli einum og var Árni settur x varðhald á Ökrum. Árni var knálegur maður og hinn mesti fullhugi, þjóð- hagasmiður, skraddari góður og vel að sér ger um flesta hluti. Slapp lxann allt í einu úr varðhaldinu með undarlegum hætti, og ætluðu menn síðai', að liann mundi hafa staðnæmst austur í Múlaþingi og nefnt sig Einaxv Lék mjög orð á því, að Skúli mundi eigi hafa lagt mikla alúð á að gæta hans og gefið honum færi á að hlaupast á hrott. Tilrœði — og snjallrœði Því var viðhrugðið, hve illa verzlunarstjórunuin var við Skúla. Þegar Ifannibal nálgaðist Rómaliorg, kvað við hjá Rómverjum ópið: „Hannihal ad port- as!“, en þegar Skúli var stiginn á land í Kaup- mannahöfn, kvað við á skrifstofu verzlunarfélagsins: „Skúli Magnússon er kommen, gid F...!“ Þótti þeim sem friðurinn væri úti, er Skúli nálgaðist. Munn- mælasaga nokkur um viðskipti Skúla og kauiimann sýnir liezt, þótt ósönn sé að öllum líkindum, hverjar liugmyndir almenningur gerði sér um þetta. En hún er á þessa leið: Eitt sinn, er Skúli var í Kaupmanna- höfn, stóð hann á tali við mann einslega í húsi nokkru. Kom þar þá að maður í síðri hempu og gekk inn í dyrnar og spurði hvort Skúli landfógeti af íslandi væri þar. Skúli svaraði skjótt og henti til mannsins, er hann átti til við, og kvað Skúla standa þar. Brá þá komumaður í snöggri svipan korða und- an hempu sinni og lagði manninn í gegn. Vatt hann sér því næst út úr dyrunum og rann lnirt áður Skúli mætti festa héndur á honum. Á þetta að liafa verið flugumaðxir, er verzlunarstjórar sendu til höf- uðs Skúla. engu, heldur tneðfram ýmsu öðru. Ein af aðal- ástæðunum til þess er að vorri hyggju sú, að þjóðin var enn eigi vöknuð til lífs og meðvit- undar eftir aldalangan dvala. Þegar um fram- farafyrirtæki er að ræða, þá hljóta þau ætíð að falla um sjálf sig og verða að engu, liversu miklu fé og hversu mikil kostgæfni sem til þeirra er varið, nema því aðeins, að fyrir séu lijá þjóð- inni þau skilyrði, er þarfnast til þess að vel fari. En hið fyrsta skilyrði fyrir því, að framfarafyrir- 103

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.