Frjáls verslun - 01.06.1947, Side 12
legt kaup verkamanna sé nú í öðru landi liærra
en hér. í upphafi var raunhæfur grundvöllur
fyrir kauphækkuninni, vegna hins háa verðlags
á útflutningsafurðunum og lítillar samkeppni
um sölu þeirra á ófriðarárunum. En síðar hefur
orðið breyting, kaupið hefur hækkað langt frarn
yfir hækkun þá, sem orðið hefur á verði útflutn-
ingsafurðanna, og nú eigum við auk þess að
etja við samkeppni annarra landa, sem geta selt
vörur sínar miklu lægra verði en við, sökum þess
að kaupgjald þar og allur framleiðslukostnaður
er miklu lægri en hér á landi.
Allt hlýtur þetta að leiða til þess, að við verð-
um að gera okkur ljóst, hvar við erum staddir
og hvert stefna beri í kaupgjaldsmálunum, eða
með öðrum orðum að svara þeirri spurningu,
livað kaupið megi vera hátt með tilliti til
greiðslugetu atvinnuveganna.
Það sem ræður hæð kaupsins á hverjum tíma
er m.a. framleiðslugeta (produktivitet) vinnunn-
ar og viðskiptin, það verð, sem fæst fyrir afurð-
irnar. Hámark kaupsins takmarkast sem sé af
því, að verðið, sem fæst fyrir hina seldu vöru,
nægi til þess að borga kaupið og annan fram-
leiðslukostnað, þ. e. a. s. að framleiðslan beri sig,
því að annars stöðvast hún og atvinnuleysið með
öllu sínu böli heldur innreið sína. í raun réttri
eru það því hagsmunir verkamannanna sjálfra,
að kaupið sé ekki spennt of liátt og framleiðslan
stöðvist, því þá bitnar það fyrst og fremst á þeim.
Oll óábyrg launapólitík, sem reynir að spenna
kaupið upp fyrir getu atvinnurekstursins, er því
verkamönnum óhagstæð.
Sú stefna, sem virðist því vera verkamönn-
um og alþjóð heppilegust hér á landi, eins og
sakir standa, er án efa sú, að reyna ekki almennt
að þrýsta „nominalkapinu“ upp frekar en orð-
ið er, en hinsvegar að tryggja kaupmátt kaups-
ins með lækkaðri dýrtíð, að viðhalda stöðugri
vinnu og að auðvelda kaupmætti kaupsins eðli-
lega útrás í auknum lífsþægindum í formi bætts
húsnæðis og aukinna heimilisþæginda.
FjárhagsráS hefur veriS skipaS frá 1. júlí þ. á. aS
telja. 1 því eiga sæti eftirtaldir 5 menn:
Dr. Magnús Jónsson, próf., formaSur.
Finnur Jónsson, alþingismaSur.
Hermann Jónasson, alþingismaSur.
Dr. Oddur GuSjónsson, form. ViSskiptaráSs.
Sigtryggur Klemenzson, sljórnarráSsfulltr.
Mun þetta nýja og valdamikla ráS þegar hafa hafiS
undirbúningsframkvæmdir, og má búast viS aS þaS
setjist viS stýriS senn hvaS líSur.
| Úr myndasafni V.R.
Árni Árnason.
Skúli landfógeti. .. Framhald af bls. 104
manna og hjörtum, þá hefði hann sjálfsagt bor-
ið bagal og mítur og sveiflað tilfinnanlega ein-
valdssprota kirkjunnar yfir landi og lýð. Hefði
honum aftur á móti verið það ætlað af forsjón-
inni að lifa á vorum dögum, um þær mundir,
er frelsishugmyndir þessarar aldar ruddu sér
braut yfir löndin, þá má telja það víst, að hann
hefði gripið merki þeirra og ruðst fram í broddi
fylkingar móti kúgun og þrældómi. Allir þessir
hæfileikar lágu fólgnir í sálu hans. Renna oss
ósjálfrátt í hug orð Haralds konungs harðráða,
er tilrætt varð um Gizur biskup, að úr honum
mætti gera þrjá menn: víkingahöfðingja, kon-
ung og biskup, „ok væri hann til alls vel fall-
inn“.
108
FltJÁLS VEltZLUN